Fréttablaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 50
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 38 Ég held að yfirmenn félagsins séu að átta sig á því að við erum ekki alveg jafn stór nöfn og í fótboltanum. Róbert Gunnarsson, leikmaður PSG. SPORT HM Í FÓTBOLTA Í BRASILÍU 14 DAGAR Í FYRSTA LEIK HANDBOLTI Línu- og landsliðsmað- urinn Róbert Gunnarsson hefur fengið að upplifa ýmislegt nýtt eftir að hann gekk til liðs við stór- lið PSG í Frakklandi. Þetta rót- gróna knattspyrnufélag tók yfir rekstur Paris Handball á sama tíma og þeir Róbert og Ásgeir Örn Hallgrímsson gengu til liðs við félagið sumarið 2012 og síðan þá hefur uppgangur félagsins verið mikill, þó svo að liðið hafi orðið af franska meistaratitlinum í vor. Róbert neitar því ekki að það hafi verið vonbrigði fyrir stjörnum prýtt lið PSG að þurfa að sætta sig við annað sæti deildarinnar. „Það var engan veginn nógu gott. Við stefndum líka á að komast í undanúrslit Meistaradeildarinn- ar en drógumst gegn Veszprem frá Ungverjalandi og áttum einfald- lega ekki möguleika gegn þeim.“ Liðið varð svo bikarmeistari nú um helgina og segir Róbert að það hafi verið sárabót. „Það var þó ágætt að ná einum titli. En við ætl- uðum okkur miklu meira.“ Róbert segir erfitt að benda á eina ástæðu fyrir misjöfnu gengi liðsins í vetur en að það hafi tekið langan tíma að finna jafnvægi í leikmannahópnum. „Sumir leik- menn byrjuðu á að spila mikið en voru svo teknir úr liðinu og fengu allt í einu ekkert að spila. Þetta fór ekki að ganga almennilega fannst manni fyrr en undir lok tíma- bilsins og þá var það orðið allt of seint.“ Sjeikinn mætir stundum PSG er í eigu eignarhaldsfélags frá Katar en á bak við það standa moldríkir olíufurstar, líkt og þeir sem fylgjast með knattspyrnuliði PSG vita mætavel. „Þetta er risastórt,“ útskýrir Róbert en handboltaliðið byrjaði að spila undir merkjum PSG árið 2012. Með þeirri breytingu hafi í raun verið markað nýtt upphaf á sögu félagsins og umhverfi þess gerbreyttist. „Sjeikinn mætir stundum á leiki og framkvæmdastjórinn [Jean- Claude Blanc] nánast alltaf. Leik- menn fótboltaliðsins láta stundum sjá sig og maður skynjar því að þetta er ansi stór klúbbur og hefur vaxið mjög hratt á þessum tveimur árum,“ segir hann en bætir við að stórstjarnan Zlatan Ibrahimovic eigi enn eftir að kíkja á leik með handboltaliðinu. Róbert segir að um tíma hafi einnig komið til greina að stofna öfluga körfuknattleiksdeild í félaginu en það hefur ekki enn orðið að veruleika. „Hugmyndin er að gera þetta á svipaðan máta og Barcelona hefur gert,“ segir Róbert en Börsungar hafa verið í fremstu röð með fótbolta-, hand- bolta- og körfuboltalið sín undan- farin ár og áratugi. Fjórir landsliðsmenn í deildinni Róbert á tvö ár eftir af samn- ingi sínum við PSG og verður því áfram í frönsku höfuðborginni. Hann segir hlutverk sitt í liðinu hafa verið hefðbundið þó svo að hann hafi spilað í stöðu horna- manns í einum hálfleik. „Ég var nú aðallega bara í því að leysa inn á línu. Ég læt Luc Abalo og hina um að svífa inn úr hornunum. En þetta var gaman – ég átti nokkrar stoð- sendingar og reyndi hvað ég gat í hraðaupphlaupunum,“ segir hann. Liðsfélagi hans Ásgeir Örn Hallgrímsson er á leið til Nimes í sumar og þá er Snorri Steinn Guð- jónsson búinn að semja við Seles- tat. Arnór Atlason verður áfram í Saint-Raphäel. Róbert segir að franska deildin sé að styrkjast með hverju árinu. „Það sást best á því að það voru allir að vinna alla í deildinni í vetur. Þegar við Ásgeir komum fyrir tveimur árum óraði okkur ekki fyrir að deildin yrði svona sterk. Ég sé því ekki eftir því að hafa tekið þetta skref.“ Meðal þeirra leikmanna sem eru á leið til PSG í sumar eru Thierry Omeyer, Xavier Barachet og Willi- am Accambray – allt lykilmenn í ógnarsterku landsliði Frakklands. „Það er auðvitað frábært fyrir liðið að fá þessar frönsku stór- stjörnur. Ef við værum að gera þetta heima á Íslandi vildi maður sameina allar landsliðsstjörnurnar okkar í Fylki og búa til stórveldi í Árbænum,“ segir hann í léttum dúr. Með lífvörðum í Makedóníu Róbert kom til PSG frá Rhein- Neckar Löwen í Þýskalandi, sem er eitt stærsta handboltafélag Þýskalands. „En þetta er bara svo miklu stærra í París. Öll umgjörð getur verið nánast hálfkjánaleg, sérstaklega í kringum ferðalög okkar utan Frakklands,“ útskýrir Róbert. „Þegar við fórum til Makedóníu að spila í Meistaradeildinni voru lífverðir sendir með okkur. Það er auðvitað engin þörf fyrir það,“ segir Róbert og hlær. „Ég held reyndar að yfirmenn félagsins séu að átta sig á því að við erum ekki alveg jafn stór nöfn og í fót- boltanum.“ Róbert segir að það hafi verið sérstök upplifun að fagna franska meistaratitlinum í fyrra eftir sigur PSG í deildinni. „Við vorum á einhverjum næturklúbbi í París ásamt her lífvarða – þó svo að við værum einir í klúbbnum,“ segir hann og hlær. eirikur@frettabladid.is Sjeikinn kemur stundum við Róbert Gunnarsson og samherjar hans í handboltaliði PSG upplifðu hálfgert vonbrigðatímabil í Frakklandi þrátt fyrir að hafa orðið bikarmeistarar um helgina. Hann segir alla umgjörð í kringum félagið risavaxna. DUGLEGUR AÐ MÆTA Framkvæmdastjóri PSG, Jean-Claude Blanc, er einn hæstráðenda félagsins og mætir á alla leiki. Hér heilsar hann upp á Róbert. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þjóðverjar geta á HM í Brasilíu orðið fyrsta þjóðin í sögu heimsmeistarakeppninnar í fótbolta til að komast í undan- úrslit í fjórum HM í röð. Þjóðverjar urðu í öðru sæti 2002 og hafa síðan fengið bronsið á síðustu tveimur keppnum. Þjóðverjar voru fyrstir til að ná í undanúrslit í þremur keppnum í röð (1966–1974) og hafa síðan náð því tvisvar (líka 1982–1990) alveg eins og Brasilíumenn (1970–1978 og 1994–2002). Þjóðverjar töpuðu í 8 liða úrslitunum fyrir Búlgaríu á HM 1994 (5. sæti) og duttu út í milliriðli á HM 1978 (6. sæti) þegar þeir áttu síðast möguleika á því að kom- ast í undanúrslitin í fjórðu heimsmeistarakeppninni í röð. MMA Gunnar Nelson hefur fengið nýjan mótherja fyrir UFC-bardagakvöldið í Dyflinni 19. júlí en staðfest var í gær að Zak Cummings tekur pláss Ryans LaFlare og berst við Gunnar. LaFlare meiddist á hné og þurfti að hætta við bardagann. „Zak er glímumaður eins og Ryan og ósigraður í UFC þar sem hann hefur barist tvisvar. Hann er ekki jafnhátt skrifaður og LaFlare en alls ekki síðri bardagamaður,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í samtali við Fréttablaðið. Zak Cummings er öllu reyndari þrátt fyrir að vera árinu yngri en LaFlare, 29 ára. Hann á að baki 20 bardaga í MMA (17-3), þar af tvo í UFC. Annan vann hann á dómaraúrskurði en hinn með hengingu í fyrstu lotu. „Við hefðum væntanlega getað hafnað bardaganum en það er engin ástæða til þess. Zak er verðugur andstæðingur þó svo að það hefði verið gaman að berjast við LaFlare. Zak hefur unnið 17 bardaga og náði á sínum tíma að vinna tíu bardaga í röð. Hann er mun reyndari andstæðingur og hefur rotað fleiri,“ segir Haraldur Dean Nelson. - tom Nýr og verðugur andstæðingur SAMA HVER ER Gunnar Nelson getur barist við hvern sem er. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI HK-ingar halda áfram að bæta leikmannahópinn fyrir átökin í Olís-deild karla í hand- bolta næsta vetur en félagið fékk til sín fimmta leikmanninn á nokkrum dögum í gær. Guðni Már Kristinsson, leik- stjórnandi ÍR, skrifaði undir samning við liðið í gær en í síð- ustu viku sömdu þeir Daði Laxdal Gautason, Þorkell Magnússon, Þorgrímur Smári Ólafsson og bróðir hans, Lárus Helgi Ólafs- son markvörður, við Kópavogs- liðið. HK endaði í neðsta sæti Olís- deildarinnar á síðasta tímabili og innbyrti aðeins þrjú stig í 21 leik. Bjarki Sigurðsson tók við þjálfun liðsins eftir tímabilið en honum til aðstoðar verður Guðmundur Helgi Pálsson. - tom HK safnar liði FÓTBOLTI Dregið var til 16 liða úrslita Borgunarbikars kvenna í fótbolta í gær en á því stigi keppninnar koma inn liðin tíu úr Pepsi-deild kvenna og blandast með liðunum sex sem komast í gegnum forkeppnina. Bikarmeistarar Blika voru nokkuð heppnir með drátt en þeir mæta Hetti frá Egilsstöðum á heimavelli. Þrjár viðureignir Pepsi-deildar liða eru á dagskrá en það eru: Sel- foss - ÍA, Afturelding - Valur og Þór/KA - Fylkir. Aðrir leikir eru: KR - FH, Álftanes - ÍBV, Þróttur - ÍR og Víkingur Ólafsvík - Stjarnan. - tom Höttur heim- sækir Blika HEPPNAR Bikarmeistarar Blika eiga að fara áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Malcolm Glazer, eig- andi enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United og bandaríska NFL-liðsins Tampa Bay Bucca- neers, lést í gær 85 ára að aldri. Glazer eignaðist fyrst hluta í Manchester United árið 2003 en var svo kominn í meirihluta tveimur árum síðar. Synir hans, Joel og Avram Glazer, eru stjórn- arformenn félagsins. Undir eignarhaldi Glazers vann Tampa Bay Ofurskálarleik- inn árið 2002 og flest- ir þekkja velgengni Manchester United eftir að hann eignaðist félagið. Hann skilur eftir sig konu og sex börn. - tom Glazer látinn www.tskoli.is Margmiðlunarskólinn Kynntu þér námið á tskoli.is/margmidlunarskolinn Opið fyrir umsóknir á haustönn á menntagatt.is til 31. maí. Átt þú samleið með okkur? Tveggja ára nám á fagháskólastigi með möguleika á viðbótarári í erlendum skóla (BA Hons). Þrívíddarvinnsla, eftirvinnsla og tölvuleikir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.