Fréttablaðið - 29.05.2014, Qupperneq 40
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28
13.00 PURE MOBILE VS. DOLCE VITA hjá Myndhöggvarafélaginu
15.00 Píanó í Listasafni Íslands– opnun
17.00 The Five Live Lo Fi í Galleríi
Kling & Bang– þriðja opnun
20.00 Lusus Naturae í Hafnarborg
tónlistargjörningur
20.00 Der Klang der Offenbar-
ung des Göttlichen í Borgarleik-
húsinu
20.00 Fantastar í Brimhúsinu
20.00 Khatia Buniatishvili í Eldborg í
Hörpu
➜ Georgíski píanóleikarinn Khatia
Buniatishvili heldur einleikstónleika
í Hörpu í kvöld. Efnisskrá tónleikanna
samanstendur af þekktum verkum sem
gera gríðarlegar tæknilegar kröfur til
flytjandans enda hafa þau oft verið notuð
sem skyldustykki í píanókeppnum.
Khatia Buniatishvili heillaði íslenska tón-
leikagesti þegar hún lék píanókonsert nr. 1
eftir Sergej Prokofiev með hljómsveitinni I,
Culture Orchestra á tónleikum í Hörpu í
ágúst á síðasta ári.
LISTAHÁTÍÐ Í DAG
KHATIA
BUNIATISHVILI
MYND/NORDICPHOTOSGETTY
LEIKLIST ★★★ ★★
Fantastar
MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIR LEIKKONA HEFUR FORYSTU
FYRIR HÓPI LISTAMANNA FRÁ GRÆNLANDI, FÆREYJUM,
ÍSLANDI OG DANMÖRKU. SÝNT Í BRIMHÚSINU.
Ekki er hlaupið að því að fjalla um Fantastar, í Brim-
húsinu við höfnina, með markvissum hætti og grein-
andi hætti einfaldlega vegna þess að það er undir
hverjum og einum komið hvort sýningin telst góð
eða slæm. Förunautur á sýninguna er tæpum 30
árum yngri en ég og hún var yfir sig hrifin: And-
legt ferðalag, margslungin sýning sem gekk alger-
lega upp – ótal þættir léku við skilningarvitin öll og
hugurinn flögraði um í upplifun, frjáls frá daglegum
pælingum og meiningum. Leikhúsupplifun eins og
hún gerist best! Jámm. Ég deili ekki alveg þessari
miklu hrifningu.
Konseptlist
Allar upplýsingar um sýninguna eru mótsagna-
kenndar eins og þar búi sannleikurinn: Listamenn-
irnir sem að koma „vinna saman að listviðburði sem
byggir á hugmyndum og ranghugmyndum þjóðanna
og misskilinni sjálfsmynd þeirra. Sögur verða end-
ursagðar og heimildir skáldaðar“. Umsögn lýsir
ekki síst þeim sem um fjallar og hvað varðar Fanta-
star þá er beinlínis gert út á það. Ef maður sér sýn-
inguna vandræðalega, hefta og ómarkvisst artífartí,
er maður að teikna sjálfan sig upp sem ringlaðan
og forpokaðan leiðindapúka. Með öðrum orðum: Það
tókst að beina brotakenndum speglinum að gestum.
Þessi sýning er sannarlega ekki fyrir alla. Og ekki
borgar sig að mæta til leiks með of lógískan haus;
best er að vera opinn og móttækilegur.
Öllu ægir saman
Sýningin er umfangsmikil, metnaðarfull og marg-
þætt. Um er að ræða samstarfsverkefni listamanna
fjögurra landa; Íslands, Grænlands, Færeyja og svo
Danmerkur og byggt er á samruna listforma; leik-
listar, tónlistar og danslistar. Vísað er til Moby Dick
eftir Melville og Biblíunnar, eða Jónasar í hvalnum
og sameiginlegs reynsluheims þeirra sem byggja
eyríkin og lífsviðurværis þeirra. Verkið krefst þátt-
töku áhorfenda, þeim er skipt í hópa og þeir eru
teymdir um iður hvals. Þetta er í raun sama konsept
og býr að baki draugahúsum sem finna má í Tívolí.
Mikil vinna og útsjónarsemi býr að baki leikmynd-
inni og unnið er skemmtilega með rýmið; sem allt
er staðsett inni í húsi fiskhöndlara og lyktarskynið
virkt skilningarvit við að nema það sem á gengur.
Þarna ægir öllu saman: Tónlist og hljóðmynd; dans
og leikur og vídeólist – áhorfendur fá meira að segja
að bragða á súru rengi og hitta spákonu.
Eins og hál tunga hvals
Leikarar birtast, nánast einsog draugar, og flækjast
að því er virðist stefnulaust um í iðrum og innyflum
hvalsins – byggja á spuna og samskiptum við áhorf-
endur. Minnisstæður er til dæmis Dóri DNA tjarg-
aður og fiðraður í lítilli seglskútu sem hengd var upp
í loftið; situr umkomulaus og messar grátklökkur og
reiður í senn yfir mannskapnum samhengislausa og
mótsagnakennda speki sína: „Ef hvalur er svona
gáfuð skepna, af hverju heldur hann sig þá ekki utan
íslensku landhelginnar?“ Í sama rými er svo vídeó
þar sem menn tala um tengsl sín við kokteilsósu og
sýna hvernig hún er gerð. Það sem fram fer inni í
hverju rými er misspennandi en undir hverjum og
einum komið að reka augun í eitthvað sem er til þess
fallið að lyfta andanum á kreik. Sýningin er eins og
hál tunga hvals sem dettur í sundur þegar maður
þykist hafa náð á henni taki.
Jakob Bjarnar Grétarsson
NIÐURSTAÐA: Ekki sýning fyrir alla en sannarlega
athyglisverð. Lagt er upp með að það sé undir áhorf-
endum komið hvernig til tekst en spyrja má hvort það
geti talist sanngjarnt.
Hál og mjúk sýning
sem tunga hvals
FANTASTAR „Mikil vinna og útsjónarsemi býr að baki leik-
myndinni og unnið er skemmtilega með rýmið.“
„Píanóið hefur auðvitað alltaf verið
tjáningartæki tónlistarmanna en í
sýningunni Píanói taka alls konar
listamenn þátt í að nota það sem
tjáningarmiðil,“ segir Tinna Þor-
steinsdóttir píanóleikari, sem er
sýningarstjóri Píanós, sýning-
ar sem opnuð verður í Listasafni
Íslands í dag. „Þau túlka það hvert
á sinn hátt eins og búast má við.
Fyrst og fremst er þetta myndlist-
arsýning og djásn sýningarinn-
ar er verk Dieters Roth og barna
hans, Björns og Veru, sem var flutt
til landsins,“ heldur Tinna áfram.
„En á laugardaginn er gjörninga-
sýning þar sem leikið er með verk-
in í rýminu og áhorfendum þannig
gefin tenging við listaverkin.“
Á sýningunni eru verk eftir
Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Björn
Roth, Odd Roth og Einar Roth,
Dieter Roth og Björn Roth, Einar
Torfa Einarsson, Ingunni Fjólu
Ingþórsdóttur, Margréti Bjarna-
dóttur, Nikulás Stefán Nikulás-
son, Pál Ivan frá Eiðum og Rafael
Pinho og eru mörg verkanna gerð
sérstaklega fyrir þessa sýningu.
Opnunin er klukkan 15 í dag en
dagskráin á laugardaginn hefst
með sýningarstjóraspjalli Tinnu
klukkan 13 og gjörningasýning-
in tekur svo við klukkan 14. „Ég
ætla að spjalla um sýninguna út
frá sjónarhóli píanóleikarans,“
segir Tinna. „Þessi sýning er búin
að vera í vinnslu í eitt og hálft ár
og ég hef verið í stanslausu sam-
tali við listamennina þannig að það
eru ýmsir þættir sem ég velti upp.“
- fsb
Leikið með píanóið
Hin nýstárlega myndlistar- og gjörningasýning Píanó
verður opnuð í Listasafni Íslands í dag.
TINNA ÞOR-
STEINSDÓTTIR
„Þessi sýning
er búin að vera
í vinnslu í eitt
og hálft ár og
ég hef verið
í stanslausu
samtali við
listamennina.“
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM
MENNING
Breiðhöfði 10 | IS-110 Reykjavík | Sími: 414 8700 | www.ev.is
SORPTUNNUSKÝLUM
Hafðu samband við
sölumann í síma 414 8700
TILBOÐ Á
Aðalfundur SÁÁ
verður haldinn föstudaginn 6. júní 2014
kl. 17:00 í Von, Efstaleiti 7
Dagskrá fundarins er:
• Skýrsla stjórnar
• Reikningar rekstrarfélaga SÁÁ lagðir fram
• Lagabreytingar
• Kosning í stjórn
• Önnur mál