Fréttablaðið - 29.05.2014, Page 6
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
FRAKKLAND Franska ríkið verður
af 14 milljörðum evra í skatt-
tekjur á ári vegna skattsvika.
Francois Hollande Frakklands-
forseti hefur hækkað tekjuskatta,
virðisaukaskatt og fyrirtækja-
skatt síðan hann var kosinn til
embættis fyrir tveimur árum.
Ríkisstjórnin bjóst við 30
milljörðum evra aukalega vegna
skattahækkananna, en aðeins 16
milljarðar, rétt rúmur helmingur
þess sem áætlað var, skilaði sér í
ríkiskassann. - kóh
Verður af skatttekjum:
Um 14 milljarða
evra skattsvik
VEISTU SVARIÐ?
SÉRTILBOÐ
Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
Krít &
Tyrkland
Frá kr. 109.900
Frá kr. 110.900 án fæðis
Omega Apartments
Netverð á mann frá kr. 110.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í
íbúð. Netverð á mann frá kr. 127.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð.
Sértilboð 12. júní í 11 nætur.
Frá kr. 109.900
Eken Resort
Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í
herbergi. Netverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna í
herbergi. Sértilboð 12. júní í 14 nætur.
Krít
Tyrkland
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
1. Fyrir hvaða erlenda tónlistarmann
mun GusGus hita upp í Kórnum í
ágúst?
2. Hvert var tap Sjóvár á fyrsta árs-
fjórðungi?
3. Hver var markahæsti Íslendingurinn
í þýsku 1. deildinni?
SVÖR:
1. Justin Timberlake. 2. 124 milljónir.
3. Bjarki Már Elísson.
LÍFEYRISMÁL Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra segir að vinna
við áætlun vegna stöðu B-deildar
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
(LSR) sé skammt á veg komin.
Sjóðir B-deildar LSR munu
tæmast árið 2027. Að óbreyttu mun
ríkið þurfa að greiða LSR 23-24
milljarða árlega eftir 2027. Bjarni
telur að auðveldasta leiðin til þess
að grynnka á skuldum ríkisins og
skuldbindingum gagnvart LSR sé
að selja eignir. „Sú eign sem helst
kemur þar til
álita er Lands-
bankinn.“
Lífeyrir sem
A- dei ld L SR
hefur lofað var
umfram eign-
ir sjötta árið í
röð. Bjarni telur
brýnt að bregð-
ast við stöðunni.
„Síðustu fjögur til fimm ár hafa
menn ýtt vandanum á undan sér.
Annaðhvort þarf hærri iðgjöld frá
ríkinu eða samkomulag um breytt
lífeyrisréttindi.“ Bjarni segir við-
ræður við lífeyrissjóði um stöðu
A-deildar fara fram í sumar. -ih
Fjármálaráðherra segir koma til greina að selja Landsbankann upp í skuldir:
Óvíst hvernig ríkið greiði LSR
BJARNI
BENEDIKTSSON
VIÐSKIPTI Gengið var frá samning-
um vegna tveggja fyrirhugaðra
kísilvera í hádeginu í gær.
Annars vegar er það samning-
ur um kaup bandaríska fyrir-
tækisins Hunter Douglas Metals
á kísilmálmi úr fyrirhugðu kísil-
veri Thorsil ehf. í Helguvík. Samn-
ingurinn er til átta ára og er met-
inn á 67 milljarða króna og nær
til 45 prósenta af heildarfram-
leiðslu kísilversins. Áætlað er að
130 hálaunastörf verði til í kísil-
verinu.
Hinn samningurinn kveður á
um samkomulag milli Faxaflóa-
hafna og Silicor Mater ials um
uppbyggingu á hafnarsvæði við
Grundartanga vegna fyrirhugaðs
kísilvers Silicor Materials á svæð-
inu.
Áætlað er að bygging beggja
kísilveranna hefjist í lok árs. Þó er
hvorki búið að tryggja raforku frá
Landsvirkjun á Grundartanga né
í Helguvík. Viðræður við Lands-
virkjun standa yfir.
- ih
Samningar undirritaðir um fyrirhuguð kísilver í Helguvík og á Grundartanga:
Samið vegna áætlaðra kísilvera
KAUPSAMNINGUR Í gær var undirrit-
aður tuga milljarða samningur um sölu
á kísilmálmi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR GÍSLASON
23 til 26
milljarða þarf ríkið að greiða
Lífeyrissjóði starfsmanna
ríkisins á ári eft ir árið 2027.
STUÐNINGUR VIÐ STJÓRNMÁLAFLOKKANA Í BORGINNI
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
2,7 3,7
5,2
9,2
2,
1%
V
ik
m
ör
k
33,6
22,223,1
27
1,
6%
v
ik
m
ör
k
Alþýðu-
fylkingin
0,3 0,3
%
v
ik
m
ör
k
19,1
23
26,6
35,5
2,
6%
v
ik
m
ör
k
1,1 0,80,2 0,5
%
v
ik
m
ör
k 7,2
9,5 8,7
5,8
1,
3%
v
ik
m
ör
k
9,6
7
10,5
1,
4%
v
ik
m
ör
k
34,7
28,3
21,6
18,6
1,
4%
v
ik
m
ör
k
Kosningar 29.5.2010
Könnun 12.3.2014
Könnun 29.4.2014
Könnun 27. og 28.5.2014
Heimild: Könnun Fréttablaðsins 27. og 28. maí 2014.
KÖNNUN Samfylkingin er lang-
stærsti flokkurinn í Reykjavík
samkvæmt skoðanakönnun Frétta-
blaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn
fær rúman þriðjung atkvæða og
sex borgarfulltrúa af fimmtán sam-
kvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
Meirihluti Samfylkingarinnar og
Bjartrar framtíðar, arftaka Besta
flokksins, er ekki í hættu sam-
kvæmt könnuninni, þó valdahlut-
föllin hafi snúist við. Flokkarnir fá
samtals 54,1 prósent atkvæða og níu
borgarfulltrúa.
Samfylkingin fær samkvæmt
könnuninni 35,5 prósent atkvæða.
Staða flokksins hefur stórbatnað
frá kosningunum árið 2010, þegar
flokkurinn fékk 19,1 prósent og þrjá
borgarfulltrúa kjörna. Fylgið hefur
aukist verulega frá síðustu könn-
un, sem gerð var í lok apríl, þegar
flokkurinn mældist með 26,6 pró-
senta fylgi.
Björt framtíð mælist með stuðn-
ing 18,6 prósenta borgarbúa, en
Besti flokkurinn vann kosninga-
sigur með 34,7 prósenta fylgi í síð-
ustu kosningum. Björt framtíð fær
samkvæmt þessu þrjá borgarfull-
trúa, en Besti flokkurinn náði inn
sex fulltrúum í kosningunum 2010.
Framsóknarflokkurinn, sem
býður fram undir merkjum Fram-
sóknar og flugvallarvina, tekur
stökk og mælist nú með 9,2 prósenta
fylgi. Fylgið hefur aukist mikið frá
síðustu könnun, sem gerð var í lok
apríl, þegar 5,2 prósent borgarbúa
studdu flokkinn. Framboðið virðist
öruggt með að ná inn einum manni,
samkvæmt könnuninni. Framsókn-
arflokkurinn fékk aðeins 2,7 pró-
sent atkvæða í síðustu kosningum
og hefur því ekki haft borgarfull-
trúa þetta kjörtímabil.
Sjálfstæðisflokkurinn bíður
afhroð og tapar þriðjungi af fylginu
sem flokkurinn fékk í síðustu kosn-
ingum þrátt fyrir að hafa verið í
stjórnarandstöðu allt kjörtímabilið.
Flokkurinn fær samkvæmt könnun-
inni 22,2 prósent atkvæða og þrjá
borgarfulltrúa, en var með 33,6 pró-
senta fylgi og fimm borgarfulltrúa í
síðustu kosningum.
Vinstri græn eru samkvæmt
skoðanakönnun Fréttablaðsins og
Stöðvar 2 með einn borgarfulltrúa,
en hann stendur afar tæpt. Alls
segjast 5,8 prósent ætla að kjósa
Vinstri græn, en 7,2 prósent studdu
flokkinn í síðustu kosningum.
Píratar mælast með 7 prósenta
fylgi, sem skilar þeim einum borg-
arfulltrúa.
Alls ætla 0,8 prósent borgar-
búa að kjósa Dögun, og 0,3 prósent
styðja Alþýðufylkinguna.
brjann@frettabladid.is
Samfylkingin lang-
stærst í Reykjavík
Samfylkingin og Björt framtíð njóta samanlagt stuðnings meirihluta borgarbúa og
fá sama fjölda borgarfulltrúa og í síðustu kosningum samkvæmt skoðanakönnun
Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Framsókn bætir við sig miklu fylgi og nær inn manni.
Hringt var í 2.118 manns þar
til náðist í 1.504 manns sam-
kvæmt lagskiptu úrtaki 27. og
28. maí. Svarhlutfallið var 71
prósent. Þátttakendur voru valdir
með slembiúrtaki úr Þjóðskrá.
Svarendur skiptust jafnt eftir
kyni og hlutfallslega eftir aldri.
Spurt var: Hvaða lista myndir þú
kjósa ef gengið yrði til borgar-
stjórnarkosninga í dag? Ef ekki
fékkst svar var spurt: Hvaða
flokk er líklegast að þú myndir
kjósa? Ef ekki fékkst svar var
spurt: Er líklegra að þú myndir
kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða
einhvern annan flokk? Það er
gert í samræmi við aðferðafræði
sem þróuð var hjá Félagsvísinda-
stofnun Háskóla Íslands. Alls tóku
66,3 prósent þeirra sem náðist í
afstöðu til spurningarinnar.
Aðferðafræðin
*Bauð fram undir merkjum Besta flokksins í kosningunum árið 2010.
*