Fréttablaðið - 29.05.2014, Qupperneq 20
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 20
Eitt helsta kosningaloforð
Vinstri-grænna fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar nú
í vor er að gera leikskóla
og frístundaheimili gjald-
frjáls fyrir lok næsta kjör-
tímabils. Uppræta verði
fátækt og koma í veg fyrir
sívaxandi mismunun.
Flestir hljóta að taka
undir þessi sjónarmið.
Leikskólar og frístunda-
heimili eru jú hluti af
grunnþjónustu sem allar
fjölskyldur ættu að njóta.
Skór hluti af grunnþörfum
En Vinstri-græn ganga óþarflega
skammt í stefnu sinni. Hugtakið
grunnþjónusta á nefnilega víðar
við. Tökum sem dæmi skó. Nær
útilokað er að komast í gegnum
lífið án skóa. Jafnframt er ljóst að
skófatnaður er dýr. Heyrst hefur
að sumar fjölskyldur dragi það
fram úr hófi að endurnýja skófatn-
að barna sinna vegna peningaleys-
is. Jafnvel eru dæmi þess að systk-
ini séu látin skiptast á skóm!
Þetta getur verið meiri kostnað-
ur en hlýst af ýmsu öðru sem er
niðurgreitt á vegum hins opinbera,
t.d. tannviðgerðir fyrir ungmenni.
Þó er hægt að fyrirbyggja tann-
skemmdir að mestu leyti með því
að draga úr sælgætisáti og bursta
tennurnar. Fólk hefur engin sam-
bærileg úrræði gagnvart skóm.
Óreiða á skómarkaði
Annað vandamál er, að algjör ring-
ulreið ríkir á hinum frjálsa skó-
markaði. Hver sem er má flytja
inn og selja hvaða gerð af
skóm sem hann vill. Þá er
ekki gerð nein krafa um
menntun skókaupmanna.
Skófræðingur er ekki enn
orðið lögverndað starfs-
heiti! Ennfremur er ekkert
eftirlit með endingartíma
skófatnaðar. Neytandinn
er því berskjaldaður gagn-
vart ýmiss konar svik-
um. Dæmi eru um fólk
sem hefur keypt dýra skó
sem entust ekki út árið!
Og hver stjórnar verðlagningu á
skóm? Svo virðist sem skókaup-
menn geti bara sett hvaða verð-
miða á sem þeim þóknast!
Samfélagsleg fjárfesting
Góðar skóbúðir eru fjárfest-
ing fyrir allt samfélagið í heild.
Hvernig haldið þið að viðskipti
gengju fyrir sig ef fólk kæmist
ekki erinda sinna vegna skóleys-
is? Það er því deginum ljósara að
hver króna sem ríkið leggur í skó-
búðir mun skila sér margfalt til
baka í formi aukinna viðskipta
og verðmætasköpunar. Til dæmis
er ljóst að erlend fjárfesting mun
aukast til muna ef Íslendingar eru
vel skóaðir. Og þannig græðum við
öll, ekki satt?
Gerum því skó gjaldfrjálsa,
aukum verðmætasköpun í þjóð-
félaginu og drögum úr félagslegum
ójöfnuði í leiðinni. Í raun er þetta
spurning um mannréttindi og sam-
félagslega ábyrgð. Um það hlýtur
þú, lesandi góður, að vera sam-
mála, nema þú sért einn af þess-
um forhertu frjálshyggjumönnum.
Allir gera mistök. Þegar
maður veldur öðrum skaða
með mistökum sínum þá er
honum skylt að bæta tjónið.
Mistök geta einnig varð-
að við hegningarlög ef um
stórfellt gáleysi er að ræða.
Lög um skaðabótaskyldu og
hegningarlög eiga við alla,
óháð starfstétt eða hvort
skaðinn skeði í starfi eða
frítíma.
Síðustu vikur hefur
fólk dregið í efa réttmæti
ákæru á hendur heilbrigðisstarfs-
manni vegna mistaka sem leiddu
til dauða sjúklings, jafnvel áður en
almenningur fékk nokkrar upplýs-
ingar um málið. Heldur fólk virki-
lega að ein starfstétt eigi að vera
undanþegin lögum og ábyrgð? Hvað
ef læknir framkvæmir aðgerð á
sjúklingi undir áhrifum áfengis?
Geta valdið tugmilljóna kostnaði
Árið 2007 gekkst ég undir kross-
bandsaðgerð í Orkuhúsinu, þar
sem krossbandið var rangt staðsett
á þrjá mismunandi vegu og tveir
vöðvar í aftanverðu lærinu eyði-
lögðust vegna rangrar sjúkraþjálf-
unar. Á síðustu fimm árum hef ég
gengist undir 14 aðgerðir vegna
þessa í Danmörku og Finnlandi,
og innan skamms mun ég gangast
undir aðgerð í Þýskalandi þar sem
ég mun fá ígræddan nýjan vöðva.
Beinn kostnaður minn vegna þessa
er um tveir tugir milljóna króna.
Árið 2009 sendi ég kvörtun til land-
læknisembættisins og fimm árum
síðar er kvörtun mín enn þá í með-
ferð hjá embættinu.
Á þessari langferð minni
hef ég haft samskipti við
fjölda lækna um allan heim,
og einnig fjölda sjúklinga
sem hafa svipuð vandamál.
Ég hef öðlast einstaka inn-
sýn í heim heilbrigðiskerf-
isins. Mistök í heilbrigðis-
þjónustu eru margfalt tíðari
en almenningur gerir sér
grein fyrir, af alls konar
toga. Jafnvel bestu læknar
geta gert mistök. Algeng-
ustu vandamál heilbrigðis-
kerfisins eru rangar greiningar og
meðferðir sem eru ekki í samræmi
við læknisfræði. Sjúklingar fá ekki
upplýsingar um áhættu, meðferð og
meðferðarmöguleika. Mjög algengt
er að ekki sé hlustað nægilega vel
á sjúklinga, og samskipti milli heil-
brigðisstarfsmanna séu ófullnægj-
andi. Allt þetta getur leitt til þess að
sjúklingur verði fyrir heilsuskaða
sem getur aftur á móti valdið tug-
milljóna kostnaði sem sjúklingur,
heilbrigðiskerfið og hið opinbera
verður fyrir. Þessi kostnaður er
m.a. sjúkrakostnaður, vinnutap og
lögmannskostnaður.
Ef sjúklingur ákveður að kvarta
yfir mistökum til heilbrigðis-
yfirvalda þá geta á nokkrum árum
safnast upp hundruð blaðsíðna af
formlegum bréfum sem eru skrif-
uð af lögmönnum, matsmönnum og
heilbrigðisyfirvöldum. Inni í þessu
ferli geta orðið til margar stjórn-
sýslukærur og kærur til siðanefnda
ýmiss konar og umboðsmanns
Alþingis. Allt þetta skapar falinn
kostnað sem á endanum er að mestu
greiddur af skattgreiðendum.
Ein mistök læknis geta því valdið
kostnaði sem nemur stórum hluta af
ævilaunum hans. Læknir sem gerir
tíð mistök getur því valdið kostnaði
sem er langtum meiri en ævitekjur
hans. Þá er ótalinn sá skaði sem
hann veldur á lífsgæðum sjúklinga.
Óviðeigandi ummæli
Nokkrir stjórnendur landlæknis-
embættisins hafa upp á síðkastið
sagt að ekki eigi að „finna sökudólg“
og að mistakamál eigi ekki að fara
fyrir dóm. M.ö.o. þá á ekki að við-
urkenna að einhver hafi gert mistök
sem hefur valdið skaða og heilbrigð-
isstarfsfólk eigi ekki að bæta sjúk-
lingum tjón sitt. Er landlæknisemb-
ættið virkilega á þeirri skoðun að
sjúklingar eigi að bera allan skaða
af mistökum heilbrigðis starfsfólks?
Eftir mína fimm ára reynslu af
málsmeðferð embættisins í mínu
máli þá er svar mitt „Já!“ Það er
furðulegt að fólk sem hefur slíka
skoðun geti haft áhrif á hvort ég fái
tugmilljóna króna tjón mitt bætt.
Fagfólk viðurkennir mistök sín
og heiðarlegt fólk reynir að bæta
fyrir þau. Sjúklingar eiga ekki að
borga fyrir skaða sem aðrir sannan-
lega valda, annað væri svívirðilegt
óréttlæti. Skaðinn þarf ekki að falla
á þann sem gerði mistökin, til þess
eru tryggingar. Allir sem gera mis-
tök verða að læra af þeim og halda
áfram með líf sitt.
➜ Sjúklingar eiga ekki að
borga fyrir skaða sem aðrir
sannanlega valda, annað
væri svívirðilegt óréttlæti.
Gerum skófatnað
gjaldfrjálsan
SAMFÉLAG
Guðmundur
Edgarsson
málmennta-
fræðingur
Mistök, ábyrgð og kostnaður
í heilbrigðiskerfi nu
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Árni Richard
Árnason
stærðfræðingur