Fréttablaðið - 29.05.2014, Síða 22

Fréttablaðið - 29.05.2014, Síða 22
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT Yndislegi maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi, afi, langafi og bróðir, BERGMUNDUR ÖGMUNDSSON skipstjóri og útgerðarmaður í Ólafsvík, andaðist miðvikudaginn 21. maí á dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík. Sigríður Þóra Eggertsdóttir Þórdís Bergmundsdóttir Elvar Guðvin Kristinsson Elsa S. Bergmundsdóttir Aðalsteinn Snæbjörnsson Bergmundur Elvarsson Sunna Kristinsdóttir Jóhann Ögri Elvarsson Rut Helgadóttir Snæbjörn Aðalsteinsson Guðrún Magnea Magnúsdóttir Hólmkell Leó Aðalsteinsson Sindri Már, Darri, Patricia, Máni og systkini hins látna. Þökkum fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát ástkærs eiginmanns míns og fósturföður okkar, HERMANNS ÞORSTEINSSONAR Espigerði 2 (Þórsgötu 9). Hjúkrunarfólki og læknum Landspítalans þökkum við einstaka umönnun, nærgætni og hlýhug. Sérstakar kveðjur til starfsfólks Vífilsstaðaspítala. Helga Rakel Stefnisdóttir Steinunn Sara Helgudóttir María Helgudóttir Okkar ástkæra VALDÍS ÁRMANNSDÓTTIR lést á LSH við Hringbraut 25. maí. Guðmundur Kristinn Jónsson Sigurður Jónsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður, tengdamóður og ömmu okkar, UNNAR JÓNSDÓTTUR áður til heimilis að Hamrahlíð 27. Þröstur Finnbogason og fjölskylda. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Borgarfirði eystri, Akureyri, Kópavogi, síðast til heimilis að Lindargötu 57, Reykjavík, lést föstudaginn 23. maí. Útförin fer fram mánudaginn 2. júní kl. 13.00 í Kópavogskirkju. Halldóra Kristín Gunnarsdóttir Bjartmar Sveinbjörnsson Steingrímur Gunnarsson Gunnar Halldór Gunnarsson Svava Pétursdóttir systkini, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskaða og einstaka dóttir, systir og unnusta, TINNA INGÓLFSDÓTTIR varð bráðkvödd 21. maí síðastliðinn. Inga Vala Jónsdóttir Ingólfur Samúelsson Steinar, Logi og Ragnhildur Ingólfsbörn Kristján Helgi Hjartarson Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR SVEINBJÖRNSSON húsasmíðameistari, lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Davíð Ólafsson Einar Ólafsson Rúnar Ólafsson tengdadætur og barnabörn. „Aðalskipulag Reykjavíkur var síðast gefið út með svona myndarlegum hætti fyrir 48 árum en í þessu riti er hægt að fræðast um allt sem varðar Reykjavík- urborg,“ segir Kristján B. Jónasson hjá bókaútgáfunni Crymogeu. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 var samþykkt í nóvember síðastliðn- um og hefur bókaútgáfan nú, í sam- starfi við Umhverfis- og skipulags- svið Reykjavíkur, gefið út veglegt rit með um 250 kortum og skýringar- myndum af borginni. Bókin skiptist í tvo hluta en annars vegar eru sett fram meginmarkmið og framtíðarsýn borgarinnar og hins vegar er þar að finna ítarlega umfjöllun um skipulag tíu borgarhluta Reykjavíkur. „Mark- mið okkar með útgáfunni er að borg- arbúar, fagaðilar og almenningur allur geti betur áttað sig á framtíðarskipu- lagi Reykjavíkur og hvernig þróun borgarinnar á komandi áratugum er hugsuð af hálfu skipulagsyfirvalda,“ segir Kristján, og bætir við að áhugi almennings á borgarmenningunni hafi smátt og smátt aukist síðustu ár. „Aðal- skipulagið hefur verið endurskipulagt í gegnum tíðina en þá hefur það ekki farið í mikla umferð. Við finnum fyrir auknum áhuga á skipulagsmálum og arkitektúr á meðal almennings í dag og nú geta því íbúar í Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu kynnt sér framtíðarsýnina.“ kristjana@frettabladid.is Framtíðarskipulag Reykja- víkur í máli og myndum Aðalskipulag Reykjavíkur 2010–2013 kemur út á bók í dag en það eru Crymogea og Umverfi s- og skipulagssvið Reykjavíkur sem standa að útgáfunni. Í bókinni er framtíðarsýn borgarinnar sett fram ásamt ítarlegri umfj öllun um borgarhlutana tíu. Á þessum degi árið 1953 klukkan 11.30 að staðartíma urðu þeir Edmund Hillary og Tenzing Norgay fyrstir manna til þess að ná tindi Everestfjalls svo vitað sé. Það tók þá sjö vikur að komast alla leið á toppinn en fræðimenn höfðu lengi talið fjallið, sem er 8.850 metrar að hæð, óklífanlegt. Tæpum þremur áratugum fyrr, eða árið 1924, gerðu þeir George Leigh Mallory og Andrew Irvine tilraun til þess að verða þeir fyrstu til þess að komast á toppinn. Ólíklegt þykir þó að þeim hafi tekist ætlunarverkið en þeir létust báðir á fjallinu og því ekki hægt að sanna það hvort þeir náðu toppnum eða ekki. Í kjölfar afreksins gerði Edmund Hillary það að lífsstarfi sínu að berjast fyrir bættum kjörum sjerpanna í Nepal. Stofnaði hann góðgerðarsjóð, Hima- layan Trust, og náði sjóðurinn að fjár- magna bæði skóla og spítala á svæðinu. ÞETTA GERÐIST 29. MAÍ 1953 Fyrstir á fj allstind Everest Markmið okkar með útgáfunni er að borgar- búar, fagaðilar og al- menningur allur geti betur áttað sig á fram- tíðarskipulagi Reykja- víkur og hvernig þróun borgarinnar á komandi áratugum er hugsuð af hálfu skipulagsyfirvalda. Kristján B. Jónasson, útgefandi VEGLEGUR GRIPUR Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 kemur út í dag. Kristján B. Jónasson hjá Crymogeu stendur að útgáfunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.