Fréttablaðið - 29.05.2014, Page 30

Fréttablaðið - 29.05.2014, Page 30
KYNNING − AUGLÝSINGIðnmeistarar FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 20144 LISTI YFIR LÖGGILTA IÐNMEISTARA Á heimasíðu Mannvirkjastofn- unar er listi yfir þá sem fengið hafa löggildingu sem iðnmeistarar. Listinn er byggður á eldri lista sem var í umsjá umhverfisráðuneytis til ársloka 2010 og núverandi lista sem verið hefur í umsjá Mannvirkja- stofnunar frá ársbyrjun 2011. Tekið skal fram að á listanum eru ekki þeir iðnmeistarar sem hafa fengið staðbundna viður- kenningu byggingaryfirvalda í gildistíð eldri laga til að bera ábyrgð á einstökum verkþáttum mannvirkjagerðar. Samkvæmt 4. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögum um mannvirki nr. 160/2010 halda þær viðurkenningar gildi sínu. Þeir iðnmeistarar sem taka að sér að bera ábyrgð á einstökum verkþáttum við byggingarleyfis- skylda mannvirkjagerð verða annaðhvort að hafa löggildingu umhverfisráðherra/Mannvirkja- stofnunar, eða staðbundna viðurkenningu byggingayfirvalda í viðkomandi umdæmi. Nánari upplýsingar á mannvirkja- stofnun.is GÓÐ ATVINNUTÆKIFÆRI Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður upp á margvíslegt verklegt nám með val um stúdentspróf í lokin. Meðal vinsælla greina er snyrtifræði. Að loknu sveinsprófi í greininni er hægt að bæta við sig meistaraprófi. Skólinn hefur verið brautryðjandi í kennslu snyrtifræði. Fyrir þá sem langar að fara þessa braut má geta þess að almennt bóklegt nám tekur tvær annir og verklegt nám er fjórar annir. Að loknu námi í skóla tekur við 40 vikna starfsþjálfun. Námsbrautin er því skilgreind sem þriggja ára nám, auk starfs- þjálfunarinnar. Náminu lýkur með sveinsprófi og fær þá viðkomandi starfsheitið snyrtifræðingur. Til að öðlast meistararéttindi í greininni er hægt að fara í meistaraskóla og gerast sjálfstæður atvinnurekandi. Meistaranámið er 17 eininga nám. Af snyrtibraut er hægt að taka stúdentspróf. Snyrtifræðingar vinna í mikilli nálægð við viðskiptavini sína og því er lögð áhersla á að rækta jákvætt viðhorf nemenda. VEKJA ATHYGLI Á TÆKIFÆRUM Í IÐN OG VERKGREINUM Íslandsmót iðn- og verkgreina er haldið annað hvert ár. Mótinu er fyrst og fremst ætlað að kynna iðn- og verkgreinar fyrir ungu fólki og vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og störfum í iðn- greinum. Íslandsmót iðn- og verkgreina er orðið fastur liður hjá félögum og samtökum sem standa að verknámsgreinum sem og framhaldsskólum sem kenna verklegar greinar. Mótið er fjölbreytt en þátttakendur á Íslandsmótinu eru nemendur í iðn- og verkgreinaskólum landsins eða þeir sem nýlega hafa lokið námi. Keppnin fór síðast fram á þessu ári í mars síðastliðnum og var sú stærsta til þessa. Hún verður næst haldin árið 2016. www.verkidn.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.