Fréttablaðið - 29.05.2014, Síða 46

Fréttablaðið - 29.05.2014, Síða 46
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 Sendiráð Bandaríkjana á Íslandi og Ásbrú efna til tveggja keppna í dag, sjálfan uppstigningardag. Eru keppnirnar liður í árlegu karnivali sem heitir Opinn dagur á Ásbrú og þemað er All Ameri- can County Fair. Keppnirnar eru tvenns konar, annars vegar chili-keppni sem opin er öllum veitingahúsum og hins vegar bökukeppni sem opin er almenningi. Bökur eru afar vinsælar í Bandaríkjunum og eru nokkrar útgáfur til af ekta, bandarískum bökum. Ein þeirra er svokölluð Key Lime-baka og á rætur sínar að rekja til Flórída Keys í Banda- ríkjunum. Þar voru engir ísskápar þangað til Overseas-þjóðvegurinn var tekinn í notkun árið 1938 og því þurftu bakarar að nota dósa- mjólk í baksturinn, eða „conden- sed milk“. Því varð dósamjólkin lykilhráefni í þessari böku Flór- ída-fylkis. Hefðbundin Key Lime-baka 10 hafrakex 1/2 bolli möndlur 6 msk. mjúkt smjör 4 eggjarauður 1 dós „condensed milk“ (fæst vanalega í Kosti) 1/2 bolli súraldinsafi 2 tsk. rifinn súraldinbörkur Þeyttur rjómi ofan á (valfrjálst) Hitið ofninn í 175°C. Myljið kexið í matvinnsluvél og setjið það í miðl- ungsstóra skál. Myljið möndlurnar í matvinnsluvél og blandið þeim saman við kexmylsnuna. Því næst er smjörinu blandað við og blöndunni þrýst í botninn á tuttugu sentimetra hringlaga formi. Bakið botninn í um það bil tólf mínútur eða þangað til hann er aðeins farinn að brúnast. Leyfið botninum að kólna. Þeytið eggjarauðurnar þangað til þær eru ljósgular og aðeins farnar að þykkna, um það bil tvær mínútur. Minnkið hraðann og bætið „condensed milk“ við. Bætið súraldinsafanum rólega saman við. Blandið síðan berkinum saman við með sleif eða sleikju. Hellið blöndunni ofan á botninn og bakið í um það bil fimmtán mínútur þannig að fyllingin sé enn örlítið blaut. Leyfið bökunni að kólna, setjið eitthvað yfir hana og kælið í að minnsta kosti átta klukkustundir. Berið hana fram kalda með þeyttum rjóma ofan á ef vill. - lkg Hver á bestu böku Íslands? Bandaríska sendiráðið og Ásbrú blása til keppni á upp- stigningardag til að fi nna bestu bökuna á landinu. LJÚFFENG Í SÓLINNI Key Lime-bakan er afskaplega sumarleg. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Skrautleg tíska á rauða dreglinum í Mónakó World Music-verðlaunin voru afh ent í Monte Carlo í Mónakó á þriðjudag. Stjörn- urnar voru ófeimnar við að prófa sig áfram í fatavali á rauða dreglinum. GLANS PAR EXELLANS Nathalie La Rose og Flo Rida voru glansandi græn. NÝVÖKNUÐ Pamela Anderson klæddist hvítum síðkjól á hátíðinni. AF HVERJU ERTU SVONA BLÁR? Tinie Tempah mætti í sínum bestu jakkafötum. SEÐLA- SÖNGVARI Jason Derulo bauð upp á athyglis- verðan sviðs- búning. HVÍTT Á HVÍTT Ricky Martin vel stíliseraður. Kannski einum of. NORDICPHOTOS/GETTY Kassamerkið #YesAllWomen hefur tröllriðið Twitter síðan Elliot Rodger hóf skotárás í Kali- forníu á föstudaginn sem endaði með því að fjölmargir létu lífið og einnig Elliot sjálfur. Hann birti myndbönd á YouTube fyrir andlátið og sagðist meðal annars vera þreyttur á því að vera sífellt hafnað af kvenfólki. Í færslum merktum #YesAllWomen deilir fólk reynslu sinni og skoðun- um á ofbeldi og kvenhatri. Trend á Twitter Áhrifamikið kassmerkið á miðlinum er #YesAllWomen Richelle Carey @RichelleCarey #YesAllWomen því ég fór út að ganga í fimmtán mínútur í dag og var kölluð elsk- an af þremur ókunn- ugum mönnum. Rylah @JBRylah „Ég á kærasta“ er auð- veldasta leiðin til að fá karlmann til að láta þig í friði. Því hann virðir annan karl- mann meira en þig. #yesallwomen Callie @CallieThorpe Sem feit kona á ég að vera þakklát þegar karlmaður snertir mig án leyfis. #YesAllWo- men Sophia Bush @SophiaBush Ég ætti ekki að þurfa að halda á bíllyklunum eins og vopni og líta yfir öxlina á mér á nokkurra sekúndna fresti þegar ég rölti um á nóttunni #YesAllWomen Christina @Interrobanggirl Ég hafnaði einu sinni strák því ég hafði ekki áhuga, hann svar- aði: Þú ættir að vera almennileg við mig. Ég gæti verið nauðgari. #YesAllWomen ÓVENJUMIKIÐ KLÆDD Miley Cyrus þandi raddbönd- in á verðlauna- hátíðinni. BLEIKUR BELGI Belgíski tón- listarmaðurinn Stromae er óhræddur við litadýrð. Gulur er aðallitur sumarsins ef marka má sérfræðing tímaritsins Glamour, Kat Thomsen. Kat mælir með því að þeir sem vilja klæðast litnum skelli sér þó ekki í skærgular flíkur og velji sér frekar gylltan tón eða fölgulan. Þá segir hún einnig að smart sé að velja sér áberandi fylgihluti. Hún undirstrikar einnig að gul föt þurfa að vera vel sniðin, helst aðsniðin, og það sé ekki mjög smart að klæðast gulum flíkum sem eru of víðar eða íburðarmiklar. - lkg Gulur er málið! Sérfræðingur tímaritsins Glamour hvetur alla til að klæðast litnum nú þegar sólin lætur á sér kræla. GLÆSILEG Í GULU Leikkonan Emma Stone. LÍFIÐ 29. maí 2014 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.