Fréttablaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 48
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 36
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
VINNUSTAÐARGRÍNARINN er vand-
meðfarið hlutverk. Hann ber mikla ábyrgð
á stemningunni á vinnustaðnum og þarf að
finna jafnvægið milli kæruleysis og fram-
leiðni. Of mikið grín hindrar störf fólks
á sama tíma og of lítið grín getur drepið
móralinn með sömu afleiðingum.
SJÁLFUR hef ég tekið að mér hlutverk
vinnustaðargrínarans með góðum árangri.
Undantekningin sannar þó regluna í því
eins og öðru og á síðasta vinnustað sem
ég starfaði á lenti ég í aðstæðum sem
ég óska engum vinnustaðargrínara að
lenda í: Ég missteig mig í gríninu.
Og það í árlegum jólahádegisverði
Alþingis á Hótel Borg.
ÉG mætti of seint og þurfti því
að deila borði með forsætisnefnd
í stað flokksins sem ég starfaði
fyrir. Fljótlega eftir að ég settist niður
tók ég eftir því að jólaölskannan var
tóm. Sessunautur minn hóf strax að
reyna að útvega áfyllingu því hangi-
kjöt án jólaöls er jú bara soðið kjöt.
Ekki var búið að fylla á könnuna þegar
Katrín Jakobsdóttir settist mér á
vinstri hönd. Hún var augljóslega þyrst
því hún greip tómt glasið sitt og spurði um
jólaölið.
ÉG leit yfir borðið og sá þverpólitíska röð
af reynsluboltum — alla með full glös af
jólaöli. Augu mín staðnæmdust á tómri
könnunni. Það var þá sem ég kyngdi stolt-
inu og tók eina verstu ákvörðun síðasta
árs: Að kynna vinnustaðargrínarann fyrir
forsætisnefnd Alþingis.
„STEINGRÍMUR kláraði jólaölið,“ sagði
ég við Katrínu og passaði að Steingrímur
J. myndi heyra í mér. „Það er ekki satt,“
svaraði hann alvarlegur og ég fann að
grínið var komið út á hálan ís. Þrátt fyrir
að ótal viðvörunarbjöllur ómuðu í kór í
höfði mínu ákvað ég að ganga skrefinu
lengra. „Uu. Jú. Ég sá þig klára jólaölið.
Þú ert búinn að þamba fimm glös!“ sagði
ég og starði í reynslurík augu hans. „Er
það?“ spurði Katrín og hallaði undir flatt.
Andrúmsloftið var þrúgandi. Steingrím-
ur hló ekki. Hann brosti ekki. Hann sagði
ekki neitt.
OG ÉG? Ég vinn ekki lengur á Alþingi.
Mistök vinnustaðargrínarans
STUÐ Á SEX KLUKKU-
STUNDA SÝNINGU
Nýjasta verk myndlistarmannsins Matthews Barney, myndin River of Funda-
ment, var frumsýnd í Laugarásbíói. Myndin er sex klukkustundir að lengd og
verður eingöngu sýnd á Listahátíð í Reykjavík. Margt var um góða gesti á frum-
sýningunni, allir stálpaðir, enda myndin stranglega bönnuð innan átján ára.
FJÖGUR FRÆKIN
Paul Clay hjá Manchester International
Festival, Ingi Rafn, framkvæmdastjóri
listahátíðar, Hanna Styrmisdóttir, stjórn-
andi listahátíðar, og Matthew Barney.
GOTT ÚTHALD Þura í Spúútnik og
Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir í Aftur.
TRYLLT TRÍÓ Mystique,
Helgi Örn og Edda.
ALVARLEGIR Þórður
Jörundsson og
Þorlákur Einarsson.
GÆDDI SÉR Á BANANA Benedikt
Andrews og Margrét Bjarnadóttir.
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/D
AN
ÍEL
HROSS Í OSS ZWEI LEBEN
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
TÖFRALANDIÐ OZ 3D 2, 4, 6
TÖFRALANDIÐ OZ 2D 2
X-MEN 3D 8, 10:40(P)
VONARSTRÆTI 4:10, 5, 8, 10:40
BAD NEIGHBOURS 8, 10:10
RIO 2 2D 1:50
L.K.G - MBL
EMPIRE T.V. - Biovefurinn/S&H
Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu.
www.laugarasbio.isSími: 553-20755%
- LILJA KATRÍN GUNNARSDÓTTIR, FRÉTTABLAÐIÐ
- HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR, MORGUNBLAÐIÐ
- ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON, SVARTHÖFÐI
25.000 MANNS Á
AÐEINS 13 DÖ GUM!
10.000 MANNS Á AÐEINS 9 DÖ GUM!
TÖFRANDI MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
TÖFRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45
X-MEN 3D KL. 5 - 8 - 10.45
X-MEN 3D LÚXUS KL. 5 - 10.45
X-MEN 2D KL. 2
VONARSTRÆTI KL. 3.20 - 5.20 - 8 - 10.40
VONARSTRÆTI LÚXUS KL. 8
BAD NEIGHBORS KL. 5.50 - 8 - 10.25
LÁSI LÖGGUBÍLL KL. 3.20
THE OTHER WOMAN KL. 8
RIO 2 2D ÍSL. TAL KL. 1 - 3.10
THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D KL. 10.10
Miðasala á:
TÖFRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL KL. 5.45
VONARSTRÆTI KL. 5.20 - 6 - 8 - 9 - 10.40
THE AMAZING SPIDERMAN 2 3D KL. 6 - 9
HARRÝ OG HEIMIR KL. 8
GRAND BUDAPEST HOTEL KL. 10
Kauptu miða á X-Men með
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
SPARBÍÓ
THE
BATTLE FOR
THE STREET
BEGINS.
SETH ROGEN ZAC EFRON ROSE BYRNE
AKUREYRI
KEFLAVÍK
FILM.COM
T.V., BÍÓVEFURINN OG S&H
EMPIRE TOTAL FILM
CHICAGO TRIBUNEROGEREBERT.COM