Fréttablaðið - 29.05.2014, Page 54
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 42
Tvær tónlistarhátíðir sem fram fara á Íslandi í
sumar eru á lista yfir topp tíu tónlistarhátíðir í
Evrópu í sumar, þetta kemur fram á hinni virtu
tónlistarheimasíðu Consequence of Sound.
Um er að ræða tónlistarhátíð irnar ATP-hátíðina
sem fram fer á Ásbrú í Kefl avík dagana 10. til 12.
júlí og Secret Solstice-hátíðina sem fram fer 20. til
22. júní í Laugar dalnum í Reykjavík.
ATP er í sjöunda sæti listans og Secret Solstice
er í tíunda sæti listans. „Það er mjög gaman að
vera kominn á lista með svona stórum hátíðum.
Þetta er mjög skemmtileg viðurkenning,“ segir
Tómas Young, skipuleggjandi ATP-tónlistar-
hátíðarinnar, en á sama lista má fi nna hátíðir á
borð við Hróars kelduhátíðina í Danmörku sem er í
þriðja sæti, Glastonbury á Bretlandi í öðru sæti og
Prima vera Sound í Barcelona sem er í fyrsta sæti
listans.
Tómas segist þekkja til þessarar virtu síðu.
„Þetta er nokkurs konar tónlistarblogg þar sem
tónlist og tónlistarviðburðir fá umfjöllun,“ bætir
Tómas við.
Mikil aðsókn er að ATP-hátíðinni en að sögn
Tómasar eru um 1.300 erlendir gestir væntan-
legir á hátíðina. Helstu hljómsveitir á ATP eru
Portishead, Interpol og Mogwai svo nokkrar séu
nefndar. Á Secret Solstice koma fram hljómsveitir
á borð við Massive Attack, Schoolboy Q og Disclos-
ure svo nokkrar séu nefndar. Þá kemur fram fjöldi
íslenskra hljómsveita á báðum hátíðunum. - glp
ATP og Secret Solstice með þeim bestu í Evrópu
Á lista yfi r topp 10 tónlistarhátíðir í Evrópu í sumar sem birtist á tónlistarheimasíðu Consequence of Sound.
Á LEIÐINNI Hljómsveitin Portishead kemur fram
á ATP-hátíðinni í sumar. MYND/EINKASAFN
„Það er búið að velja sex stráka
sem að koma til með að verja
sumrinu í þjálfunarbúðum fyrir
hlutverkið. Það verða svo tveir
þeirra sem skipta hlutverkinu á
milli sín. Það þurfa að vera tveir
til þrír Billy-ar, sem skiptast á.
Þetta er mikil keyrsla, það er
bara svoleiðis með svona fyrir-
ferðarmiklar sýningar,“ segir
Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri
uppfærslu Borgarleikhússins á
söngleiknum um dansandi strák-
inn Billy Elliott. Á fjórða þúsund
manns mættu á skráningardaginn
í leikhúsið, en fyrstu prufurnar
fóru fram á þremur dögum. Berg-
ur og danshönnuðurinn Lee Proud
völdu úr í næsta hóp, en það voru
um 80 krakkar sem voru boðaðir í
næstu prufu. Síðan voru tíu valdir
úr þeim hópi, og svo þeir sex sem
eftir standa. ,,Mér finnst þó allir
krakkarnir sem mættu í prufurn-
ar vissulega vera sigurvegarar og
deili ekki áhyggjum með þeim sem
efast um framtíð Íslands.
Strákarnir sex verða í svokall-
aðri Billy-akademíu í sumar. Við
erum að fá tvo erlenda kennara í
búðirnar til þess að þjálfa strák-
ana. Annar þeirra heitir Elizabeth
Greasley, kölluð Dilly, en hún hefur
prufað og þjálfað Billy-a á West
End í London og fylgt þeirri sýn-
ingu eftir og ferðast um allan heim
í þeim tilgangi,“ útskýrir Bergur,
sem segist spenntur fyrir fram-
haldinu.
„Strákarnir eru eins og ómótað-
ur leir. Þeir koma sjálfir úr dans-
senunni, en þurfa á alhliða þjálfun
að halda, þannig að Dilly ætlar að
kenna Billy allan ballett og fara
með þeim í gegnum allan grunn.
Þeir verða í fullum skóla í leiklist,
söng og miklum dansi og teygjum
í sumar,“ en drengirnir eru á bilinu
11–14 ára. Bergur segir drengina
efnilega. „Það er vilji í þeim og
neisti sem maður sér. Við erum
að ráðast í stórt verkefni. Þegar
við gerðum Mary Poppins í fyrra
var okkur sagt að þetta væri ekki
hægt, en það var hægt,“ útskýrir
Bergur. „Þeir eru í þjálfun í tíu
mánuði því við frumsýnum í mars.
Við höfum tíu mánuði til að gera
þá að stórkostlegum dönsurum og
leikurum.“
Bergur bætir við að hann finni
fyrir ákveðnum meðbyr eftir upp-
færsluna á Mary Poppins. „Ég man
ekki eftir það hafi verið lagst í svo
metnaðarfullt verkefni á Íslandi
með krakka í aðalhlutverki.“
olof@frettabladid.is
Sex drengir berjast
um að leika Billy
Söngleikurinn Billy Elliott er sennilega metnaðarfyllsta uppfærsla Borgarleikhússins
til þessa. Sex ungir drengir eyða sumrinu í þjálfunarbúðum fyrir hlutverkið.
BILLY-AR FRAMTÍÐARINNAR Á myndinni má sjá Sölva Viggósson Dýrfjörð, Marinó
Máni Mabazza, Benedikt Gylfason, Baldvin Alan Thorarensen, Hjörtur Viðar Sig-
urðarson og Rúnar Bjarnason. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
VERK Í TVEIMUR HLUTUM Verkin heita Hi Scores og KLARA. MYND/ÚR EINKASAFNI
Kvikmyndin Billy Elliot var frumsýnd árið 2000 en í henni fer leikarinn
Jamie Bell með aðalhlutverkið. Myndin vakti gríðarlega lukku og hlaut
þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna og tvær tilnefningar til Golden
Globe-verðlauna. Þá vann hún þrenn BAFTA-verðlaun, fyrir bestu bresku
myndina, leikara í aðalhlutverki og Julie Walters hreppti hnossið sem besta
leikkona í aukahlutverki.
Handrit myndarinnar var notað sem grunnur að söngleik á West End
árið 2005 og var hann sýndur í Ástralíu árið 2007 og á Broadway árið 2008.
Þrjár tilnefningar til Óskarsins
„Dansað um dauðann er samvinnu-
verkefni tveggja danshöfunda með
mjög ólíkan bakgrunn og nálgun.
Kim Hiorthøy er vel þekktur graf-
ískur hönnuður, höfundur, ljós-
myndari og tónsmiður, og kláraði
mastersgráðu í kóreó grafíu í Stokk-
hólmi árið 2012. Itamar Serussi
hefur sterkan bakgrunn í dansi,
og hefur meðal annars unnið fyrir
Íslenska dansflokkinn og Bat cheva
Dance Company, en býr nú og
starfar í Amsterdam,“ segir Andr-
ea Deres, einn fjögurra meðlima
Fanclub, sem er norrænn danshóp-
ur sem stendur fyrir sýningunni
Dansað um dauðann, en fyrri hluti
verksins er sýndur í Tjarnarbíói í
kvöld klukkan 20.00, og sá seinni
annað kvöld á sama tíma. Upp-
setningin í Tjarnarbíói er hluti af
alþjóðlegri ferð hópsins:
„Meðlimir Fanclub eru frá Sví-
þjóð og Noregi, en starfa í Kaup-
mannahöfn,“ segir Andrea, og
bætir við að áhorfandinn muni
sjá tvær ólíkar túlkanir á nútíma-
dansi. „Þetta er sýning með við-
fangsefni sem snertir okkur öll
sem er dauðinn,“ segir Andrea
jafnframt.
Verk Kim Hiorthøy, Hi Scores,
leitast við að staðfesta tilvist
okkar með því að bera hana
saman við dauðann. „Það er hægt
að kalla þetta hversdags-söng-
leik,“ útskýrir Andrea.
Verk Itamar Serussi, KLARA,
fjallar um fjórar konur. „Þær
eru allar svartklæddar og þetta
fjallar um síðustu stundirnar í
lífinu og ferðalagið sem þær eiga
fyrir höndum.“
olof@frettabladid.is
Söngleikur
um dauðann
Danshópurinn Fanclub sýnir samvinnuverkefnið
Dansað um dauðann í Tjarnarbíói.
SUMARDRYKKURINN
„Ég verð að segja að hvítvín og sour-
kokteilar komi mér í sumarskapið.“
Hrefna Rósa Sætran, kokkur