Fréttablaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 8
9. júlí 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | Afnám gjaldeyrishafta gæti leitt til veikingar krónunnar með til- heyrandi verðhækkunum hér innan lands og aukinni verðbólgu. Þrátt fyrir það telja Samtök atvinnulífsins (SA) að sú efnahags- lega áhætta sem fylgir höftunum, og mun líklega skapast, sé meiri en sú sem gæti falist í afnámi þeirra. Þetta kom fram í grein Þorsteins Víglundssonar, framkvæmda- stjóra SA, í Fréttablaðinu í gær. Þar rekur Þorsteinn verkefnið við afnám haftanna sem hann segir það mikilvægasta sem íslensk stjórnvöld standi frammi fyrir í dag. Þorsteinn segir aðstæður til afnáms mjög hagstæðar þar sem efnahagslífið sé í ágætu jafnvægi. „Lykilforsenda þess að hægt verði að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins er hratt afnám fjár- magnshafta. Efnahagsleg áhætta afnáms hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússí- banareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar,“ segir Þorsteinn. Höftunum var komið á í nóvem- ber 2008 eftir að landið hafði orðið fyrir barðinu á bankakreppu. Gengi krónunnar hafði þá lækk- að og hætta á stórfelldu útstreymi fjármagns skapast. Það hefði getað valdið enn meiri gengis- lækkun og verðbólgu og því ákvað Seðlabankinn að hefta tímabundið útflæði gjaldeyrisins. Upphaflega áttu höftin að falla úr gildi haustið 2010. Afnám þeirra hefur dregist og vegur þar þyngst töf við uppgjör þrotabúa föllnu bankanna, eins og kemur fram í nýrri Skoðun Við- skiptaráðs Íslands. Á þeim rúmu fimm og hálfu ári sem liðin eru hefur ítrekað verið bent á þann efnahagslega kostnað sem höftunum fylgir. Viðskipta- ráð hefur til dæmis áætlað að þau hafi kostað íslensk fyrirtæki um 80 milljarða króna í útflutn- ingstekjur á síðasta ári. Höftin eru einnig sögð draga úr nýliðun og vexti íslenskra fyrirtækja og leiða til þess að sprotafyrirtæki færi starfsemi sína úr landi. Höft- unum hefur því oft verið líkt við girðingu sem erlendir fjárfestar vilji ekki festast innan með fjár- muni sína. Þorsteinn segir í grein sinni að óttinn við gengislækkun og með- fylgjandi verðbólgu sé líklegasta skýringin á „aðgerðaleysi stjórn- valda“ þegar komi að afnámi haft- anna. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur að undanförnu svarað spurningum um afnám haftanna á þann veg að þau verði jafnvel afnumin í ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði sagði hann stjórnvöld hafa nýtt tímann vel til að kortleggja vandann. „Ég er með væntingar um að það verði stórir áfangar stignir á þessu ári,“ sagði Bjarni. Styttist í sex ára afmæli haftanna Samtök atvinnulífsins segja óttann við gengislækkun og verðbólgu líklegustu skýringuna á „aðgerðaleysi stjórnvalda“ við afnám gjaldeyris- hafta. Höftunum var komið á í nóvember 2008. Fjármálaráðherra hefur sagst vona að „stórir áfangar verði stignir á þessu ári“. Höft in fæla í burtu erlenda fj árfesta sem vilja ekki festast innan þeirra. Íslensk fyrirtæki og frumkvöðlar þurfa því í auknum mæli að færa alla sína starfsemi, eða hluta hennar, til útlanda með tilheyrandi afl eiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf. Þau takmarka virkni íslenska hlutabréfamarkað- arins þar sem fj ár- festar eiga erfi ðara með að átta sig á verðlagningu bæði hluta- og skuldabréfa. Skerða samkeppn is- hæfni landsins og hafa neikvæð áhrif á láns- hæfi smat ríkisins. Draga úr út- fl utningstekjum landsins og fækka störfum í þekkingar- tengdum greinum. Gjaldmiðillinn gæti veikst þegar fj ármagn fer að streyma úr landi við losun haft anna. Stór hluti innkaupakörf- unnar kemur frá útlönd- um og því myndi veiking krónunnar leiða til þess að verð körfunnar hækkaði og verðbólga ykist. Húsnæðisskuldir gætu hækkað umfram tekjur heimilanna með meðfylgj- andi skuldavanda. Hágæða múrefni í Múrbúðinni Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Deka Acryl grunnur 1 kg 1.395,- 5 kg 4.995,- Reykjavík Kletthálsi 7. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 9-12 & 13-18 Munið 5% Pallaafsláttinn. Leitið tilboða í meira magn. Látið fagmenn vinna verkin! Serpo 261 trefjamúr Fyrir múrkerfi 25 kg 3.840,- Weber Milligróf múrblanda 25 kg 1.850,- Weberdur 629 gipsmúr 30 kg 2.495,- Weber REP 980 þéttimúr grár 25 kg 3.590,- Weber Gróf Múrblanda 25 kg 1.695,- Deka Latex 5 lítr. 4.690,- Deka Hrað viðgerðarblanda 25 kg 4.290,- Deka Fíber trefja- styrkt múrblanda 25 kg 3.390,- og GJALDEYRISHÖFTIN EFNAHAGSLEG ÁHÆTTA AFNÁM HAFTA MÖGULEG ÁHÆTTA Lykilfor- senda þess að hægt verði að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins er hratt afnám fjármagnshafta. Efnahags- leg áhætta afnáms hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbana- reið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri koll- steypu í lok ferðar. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fáir fj árfest- ingar kostir eru innan haft anna og því skapa þau hættu á eigna- bólu. „Ein helsta áhættan væri meðal annars þrýstingur á krónuna og Seðlabankinn þyrfti þá að nota hluta af gjaldeyrisforðanum til að sporna gegn falli hennar,“ segir Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, spurð um þá efnahagslegu áhættu sem gæti falist í afnámi haftanna. „En ég tel að bankinn sé ágætlega í stakk búinn til að takast á við þrýsting á krónuna. Við erum á góðum stað, með góðan afgang af viðskiptajöfnuði, hallalaus fjárlög og aukningu í innstreymi ferðamanna. Þannig að það virðist vera góður tímapunktur fyrir okkur til takast á við þær áhættur sem skapast við að aflétta höftunum,“ segir Regína. Hún bendir á að höftunum yrði aldrei aflétt eins og hendi væri veifað. „Það yrði alltaf gert varfærnislega og Seðlabankinn hefur keypt mikið af gjaldeyri á síðastliðnum tólf mánuðum.“ ASKÝRING | 8 ÁHRIF GJALDEYRISHAFTA OG AFNÁMS ÞEIRRA Haraldur Guðmundsson haraldur@frettabladid.is 80 MILLJARÐAR Viðskiptaráð Íslands gerir ráð fyrir að útfl utningstekjur ársins 2013 hefðu verið um 80 milljörðum króna hærri án haft a en raunin varð. Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir ráðið sammála Samtökum atvinnulífsins um mikilvægi þess að höftin verði afnumin. Hann segir áhættuna við afnám gjaldeyrishafta fyrst og fremst tengjast mögulegri veikingu krónunnar. „Ef þessi veiking verður mikil þá getur hún skapað sama vanda og myndaðist hérna árið 2008. Þá urðu einstaklingar og fyrirtæki sem voru með verð- eða gengistryggð lán fyrir búsifjum og starfsemi margra fyrirtækja raskaðist. Það er hægt að standa að afnámi án þess að þetta verði raunin með því að takmarka þessa áhættu. Það er annars vegar hægt að halda útboð á erlendum gjaldeyri þar sem magnið er takmarkað. Hins vegar væri hægt að hafa skatt á fjár- magnsútflæði sem færi síðan smám saman lækkandi með tímanum. Því er hægt að takmarka gengisveikingaráhætt- una ef staðið er að afnáminu með skynsamlegum hætti,“ segir Björn. Regína Bjarnadóttir forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka. Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Gæti skapað sama vanda og árið 2008 Seðlabankinn ágætlega í stakk búinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.