Fréttablaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 10
9. júlí 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 DÝRALÍF Stóðhesturinn Spuni var upp á sitt besta í fyrradag þegar hann fékk loksins að hitta merar í girðingu í Vesturkoti á Skeiðum. Spuni sigraði í A-flokki á Landsmóti hestamanna á Hellu í síðustu viku. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, býr í Vesturkoti á Skeiðum þar sem fjöl- skyldan er með hrossaræktarbú. Dóttir Finns á stóðhestinn Spuna sem hún fékk að gjöf frá foreldrum sínum þegar hann var tveggja vetra en hesturinn er átta vetra í dag. Spuna var sleppt í gær út í girðingu til mera en hann mun sinna 60–70 merum á næstu vikum. Gríðar- leg ásókn er í að fá folald undan honum og kostar folatollurinn 275 þúsund krónur. Eigendur Spuna munu því hafa fengið rúmar 18 milljónir í folatoll þegar sumarið er á enda. Spuni er hæst dæmdi hest- ur í heimi. Hann fékk m.a. 10 fyrir skeið, 10 fyrir vilja og 9 fyrir tölt og brokk í dómi á sínum tíma, en það er Þórarinn Ragnarsson hefur séð um þjálfun Spuna. - mhh Stóðhesturinn Spuni mun fylja á milli sextíu og sjötíu merar í sumar: Fá allt að 20 milljónum í folatoll VINSÆLL STÓÐHESTUR Spuni mun sinna tugum mera í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ MHH DÝRALÍF Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað í stofnum sjófugla á einum áratug hér við land. Fræði- menn sem Fréttablaðið talaði við segja að stofnhrun hafi sligað sumar af þeim fuglategundum sem jafnvel voru taldar helst til stofnstórar ekki alls fyrir löngu. Ástæðurnar geta verið af ýmsum toga en þó ber fræðimönnum saman um að hrun sílastofnsins árið 2005 sé mikill áhrifa valdur í þessari þróun. Arnþór Garðarsson, fuglafræðingur og fyrrverandi pró- fessor við Háskóla Íslands, segir það afar súrt í broti að Hafrannsókna- stofnun hafi hætt rannsóknum sínum á sílum. „Það er stundum eins og menn haldi að gögnin komi fljótandi til þeirra en því miður þarf að rann- saka hluti til þess að afla þeirra,“ segir hann. Ólafur S. Ástþórsson, sitjandi for- stjóri Hafró, segir það vissulega rétt að í ár hafi stofnunin ekki bolmagn til að leggja í rannsóknarleiðangur til að rannsaka síli eins og gert hefur verið undanfarin ár. „Við höfum þurft að draga saman og þetta er eitt af því sem við sáum okkur ekki fært að sinna, því miður,“ segir hann. Rita, langvía og stuttnefja eiga orðið erfitt uppdráttar hér við land eftir magra tíð en einnig svartbakur, hvít- mávur og sílamávur sem fyrir um áratug þóttu víða heldur margir og fyrirferðarmiklir. Ævar Petersen fuglafræðingur hefur í mörg ár talið fjölda ritu, sérstak- lega á Breiðafirði, og hvítmávs á landinu öllu. Benda þær tölur til þess að hvít mávur sé að hverfa og ritu hefur fækkað sífellt í árafjöld á Breiðafirðinum. Ekki eru gögnin hans Arnþórs meira upplífgandi því þau bera það með sér að svartfugl eigi í verulegum vand- ræðum og hefur fækkað um helming á tuttugu árum. Eins og gefur að skilja hefur síla- mávi fækkað verulega og má tala um stofnhrun hjá honum. Það eru þó ekki einungis sjófuglar sem berjast í bökkum því snjótittlingur, sem var einn útbreiddasti fugl landsins, er orðinn frekar fátíður jafnvel á stöðum sem áður voru hans mikil- vægustu varpstöðvar. Ekki er þó allt hábölvað því þessarar þróunar hefur lítt orðið vart á Norð- austurlandi. Þar virðist vera vin í þessari eyðimörk sem við flestum sjófuglum blasir. Þar að auki virðast breyttar aðstæður vera súlu og díla- skarfi í hag en þeim fjölgar og þríf- ast fuglarnir vel. jse@frettabladid.is Fuglalíf við landið gjörbreytist á áratug Fuglategundum sem töldust útbreiddar og jafnvel helst til áberandi fyrir nokkrum árum fækkar svo að tala má um stofnhrun. Hrun sílastofnsins er talið hafa mikil áhrif. Fræðimenn sýta að á sama tíma er rannsóknum á sílum hætt. ÆVAR PETERSEN ARNÞÓR GARÐARSSON ÁGENGIR MÁVAR Það er víðast liðin tíð að menn kvarti yfir fjölda máva hér við land en það hefðu þótt ótrúleg tíðindi ekki alls fyrir löngu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1985 2005 til 2008 Langvía 1 milljón 700.000 Stuttnefja 500.000 300.000 Rita 650.000 570.000 (Heimild: Arnþór Garðarsson) 1990 2005 til 2009 Hvítmávur 8.000 2.400 (Heimild: Ævar Petersen) (Fjöldinn mældur í pörum) Fækkun nokkurra sjófugla Skoðaðu úrvalið á Bilaland.is BETRI BÍLAR Á GÓÐU VERÐI GERÐU FRÁBÆR KAUP! LAND ROVER DISCOVERY 3 HSE Nýskr. 2005, ekinn 198 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 3.590 þús. Rnr. 281441. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is RANGE ROVER SPORT HSE Dísil Nýskr. 2008, ekinn 91 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 281592 MERCEDES BENZ ML 320 4matic Nýskr. 2007, ekinn 164 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.890 þús. Rnr. 120318 TOYOTA LAND CRUISER 150GX Nýskr. 2013, ekinn 16 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð kr. 9.770 þús. Rnr. 141959. RANGE ROVER EVOQUE Nýskr. 2012, ekinn 16 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 9.980 þús. Rnr. 131092. PORSCHE CAYENNE DÍSIL Nýskr. 2011, ekinn 50 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 11.900 þús. Rnr. 142103. MERCEDES BENZ GL320 CDI Nýskr. 2008, ekinn 125 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Verð kr. 7.950 þús. Rnr. 131120. Verð kr. 8.950 þús. TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.