Fréttablaðið - 09.07.2014, Síða 16
9. júlí 2014 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 16
1357 Hornsteinn er lagður að
Karlsbrúnni í Prag.
1816 Argentína lýsir yfir sjálf-
stæði.
1916 Vopnaður enskur togari
tekur farþegaskipið Flóru á leið
frá Reykjavík til Siglufjarðar með
100 farþega innanborðs og er því
siglt til Bretlands. Farþegarnir
voru sendir heim með öðru skipi
síðar í sama mánuði.
1940 Mikið haglél gerir í Hruna-
mannahreppi og lækir stíflast af
aurburði.
1946 Skemmtigarðurinn Tívolí
í Reykjavík opnaður. Þar eru
meðal annars bílabraut, hring-
ekja, Parísarhjól og danspallur.
1956 Tom Hanks, bandarískur
leikari fæðist.
1964 Courtney Love, bandarísk
tónlistarkona, fæðist.
2011 Suður-Súdan fær sjálfstæði
frá Súdan.
TÍMAMÓT
MERKISATBURÐIR
„Mér þótti í þessu tilfelli gott að nota
andlitin, og svo er maður alltaf að
hugsa um fólkið í kringum sig, alla
kórana sína, vinkonur og vini. Það
kviknar hugmynd og maður djassar
sig einhvern veginn í gegnum þetta,“
segir listakonan Jóhanna V. Þórhalls-
dóttir en hún opnar sína fyrstu mynd-
listarsýningu á laugardaginn í lista-
salnum Anarkíu í Kópavogi. Ásamt
henni opnar myndlistarkonan Hulda
Vilhjálmsdóttir einnig sýningu.
Jóhanna, sem einnig er söngkona,
stýrði hinum ýmsu kórum í rúm tuttugu
ár og nýtir hún sér þá reynslu í mynd-
listinni. „Andlitið er persónulegasta
eign hverrar manneskju og flestir eyða
stórum hluta ævi sinnar fyrir framan
spegil. Fólk veltir fyrir sér nefi, eyrum,
munni og augum og horfir gagnrýn-
um augum á allar ójöfnur húð arinnar.
Kór er samsafn af syngjandi andlitum
þar sem séreinkennin hverfa inn í eina
syngjandi heild og ég nýti mér það,“
segir Jóhanna, sem hefur á sínum langa
ferli mikið spáð í andlit og svip einstak-
linga. „Ég hef alltaf haft gaman af að
vera með góðu fólki og alltaf verið með
marga í kringum mig, og þá er einhvern
veginn ekki annað hægt en að spá í and-
litssvipinn. Annars er ég nú hálffeimin
við að tala um þessi verk. Þetta er bara
fyrsta vers. Ein lítil hugmynd. Bæði
andlit og svo er líka slatti af brjóstum,“
segir Jóhanna og hlær.
Sýningin dregur nafn sitt af stærsta
verki Jóhönnu, sem hún kallar Þögla
kórinn. „Ég reyni að finna tóninn í and-
litum einstaklinganna. Það má líka
örugglega greina að þetta er kvenna-
kór enda stýrði ég þungavigtakórnum,
Léttsveit Reykjavíkur með 120 konum,
lengst af kórstjórnarferli mínum.“
Jóhanna hefur verið að mála í fimm
ár. „Ég fór fyrst í Myndlistarskóla Kópa-
vogs til Söru Vilbergsdóttur og svo í
fornámið í Myndlistarskóla Reykja-
víkur,“ segir Jóhanna spurð út í reynsl-
una. Hún prófaði einnig nám í textíldeild
Myndlistarskóla Reykjavíkur en kunni
betur við sig í málningunni. „Ég er tengd
olíunni, lyktin er svo góð og mér fannst
hún bara skemmtilegri. Ég fór í Kópa-
voginn aftur til Söru og líka til Bjarna
Sigurbjörnssonar. “
Um tvö ár eru síðan að Jóhanna hætti
sem kórstjóri en þýðir það að hún sé
hætt að syngja? „Ég kenni söng í Söng-
skóla Sigurðar Demetz og hætti nú seint
að syngja. Ég er nýkomin úr stúdíói og
verð með nýjan geisladisk í haust. Ég
þagna ekki, þótt kórinn sé þögull,“ segir
Jóhanna létt í lundu.
Sýningin verður opnuð klukkan 15.00
í listasalnum Anarkíu í Kópavogi og
stendur til 3. ágúst. gunnarleo@frettabladid.is
Nýtir kórreynsluna
í listaverkum sínum
Listakonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir stjórnaði mismunandi kórum í um tuttugu ár
og nýtir sér þá reynslu í myndefni fyrir sýningu sem verður opnuð um helgina.
Einn sögulegasti úrslitaleikur heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spyrnu fór fram þennan dag á Ólympíuleikvanginum í Berlín árið
2006. Þar mættust tvö evrópsk stórveldi, Ítalía og Frakkland, en
bæði liðin eiga ríka sögu og knattspyrnuhefð.
Leikurinn var gífurlega spennandi frá fyrstu mínútu en Frakkar
voru fyrri til að skora og skoraði Zinedine Zidane fyrir Frakka úr
vítaspyrnu á sjöundu mínútu leiksins. Einn mesti óvinur Zidanes,
Marco Materazzi, varnarmaður Ítala, jafnaði leikinn á nítjándu
mínútu leiksins en þeir tveir áttu eftir að eiga náin samskipti
síðar í leiknum.
Eftir níutíu mínútna leik var enn jafnt og því tók við æsi-
spennandi framlenging. Í framlengingunni áttu þeir Zidane og
Materazzi orðaskipti sem enduðu með því að Zidane skallaði
Materazzi í bringuna og uppskar rautt spjald. Atvikið er fremur
sorglegt þar sem leikurinn var sá síðasti sem Zidane lék á knatt-
spyrnuferli sínum.
Staðan var enn eitt mark gegn einu eftir framlengingu og víta-
spyrnukeppni tók því við. Í henni nýttu Ítalir allar sínar spyrnur
en Frakkinn David Trezeguet klúðraði sinni spyrnu og unnu Ítalir
því leikinn og fögnuðu sínum fjórða heimsmeistaratitli.
ÞETTA GERÐIST 9. JÚLÍ 2006
Ítalir verða heimsmeistarar í fj órða sinn
FJÖLHÆF Jóhanna Þórhallsdóttir er hæfileikarík á hinum ýmsu sviðum listarinnar og opnar sína fyrstu listaverkasýningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SÖGULEGT
Hér sést Zinedine Zidane
skalla Marco
Materazzi í þessum
sögulega úrslitaleik.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ESTHER ÁSGEIRSDÓTTIR
Ferjuvaði 11,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir
föstudaginn 4. júlí.
Útför hennar fer fram föstudaginn 11. júlí
klukkan 13.00 frá Kapellunni í Fossvogi.
Jóhann Einarsson
Ásta Sigríður Stefánsdóttir
Olga Jóhanna Stefánsdóttir Jón Þór Eyþórsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GYÐU ÞORSTEINSDÓTTUR
Aflagranda 40, Reykjavík.
Hildur Jóhannsdóttir Sveinbjörn Guðmundsson
Garðar Jóhannsson Laufey Björnsdóttir
Júlíus Björn Jóhannsson Martha Jensdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur, bróðir og afi,
ÞORVALDUR JÓNSSON
framkvæmdastjóri,
Kotárgerði 1, Akureyri,
lést á heimili sínu 28. júní.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 14. júlí kl. 13.30. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri
eða Krabbameinsfélag Akureyrar.
Harpa Viðarsdóttir
Jón Viðar Þorvaldsson Anna Rósa Halldórsdóttir
Karen Birna Þorvaldsdóttir Valþór Ingi Einarsson
Sigrún Stella Þorvaldsdóttir
Jón I. Þorvaldsson Sigrún Stella Jónsdóttir
Helgi Jónsson Halla Harðardóttir
Eiður Bekan og Egill Ernir
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÓLAFS HREIÐARS ÁRNASONAR
Sóltúni 13.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 13G
Landspítalanum við Hringbraut.
Magnúsína Guðmundsdóttir
Guðmundur Ólafsson Lára Erlingsdóttir
Sjöfn Ólafsdóttir Erlingur Hjaltason
Guðrún Ólafsdóttir Magnús Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn.