Fréttablaðið - 09.07.2014, Qupperneq 21
KYNNING − AUGLÝSING Fyrirtækjalausnir í ferðaþjónustu9. JÚLÍ 2014 MIÐVIKUDAGUR 3
Við búum allt til eftir óskum hvers viðskiptavinar. Hér er allt smíðað frá grunni, bæði rúmbotnarnir og
dýnurnar en allar okkar dýnur eru með
tvöföldu fjaðrakerfi. Við saumum einnig
dýnuhlífar og lök og seljum sængur fatnað
og handklæði. Mörg hótel taka einnig
höfðagaf la og náttborð og við smíðum
það, í samvinnu við arkitekta sem starfa
fyrir hótelin eða í samstarfi við rekstrar-
aðila viðkomandi gististaðar. RB rúm bjóða
í raun allt sem þarf nema gestina sjálfa,“
segir Birna Katrín Ragnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri RB rúma.
Ferðaþjónustan blómstrar
RB rúm að Dalshrauni 8 í Hafnarfirði hafa
starfað í sjötíu ár og séð hótelum og gisti-
stöðum um allt land fyrir rúmum og sæng-
urfatnaði í tæp fjörutíu ár. Frá árinu 2008
segir Birna mikla aukningu hafa orðið sem
ekkert lát sé á og fyrirtækið sé þegar með
pantanir fyrir mörg hótel fram á næsta ár.
Viðhaldsþjónusta
RB rúm eru eitt fárra fyrirtækja sem veita
áframhaldandi þjónustu með rúm sín og
dýnur. Birna segir mikið um innflutt rúm
á markaðnum en framleiðsla RB rúma sé
meira en samkeppnishæf.
„Eftir áralanga notkun er hægt að koma
með dýnurnar til okkar og við endur-
vinnum þær fyrir sama aðila aftur,“ út-
skýrir Birna. „Þetta erum við að gera
þegar rólegt er að gera á hótelunum eða
frá nóvember til febrúar. Það marg borgar
sig að koma með dýnur í viðgerð og ef vel
er hugsað um dýnurnar og dýnu hlífar
notaðar endast þær árum saman. Ef eitt-
hvert slys verður eða eitthvað skemmist
erum við til staðar til að gera við. Það er
mikið f lutt inn af rúmum og þá leitað til
okkar þegar þau bila, en oft eru það rúm
sem ekkert er hægt að eiga við,“ segir Birna.
„Við ábyrgjumst gæði okkar framleiðslu
og eigum marga fasta viðskiptavini um allt
land. Það segir sína sögu að RB rúm hafa
verið valin „Framúrskarandi fyrirtæki“ af
Creditinfo fjögur ár í röð,“ segir Birna.
Allt sem þarf nema gestina sjálfa
RB rúm hafa framleitt dýnur og rúm í sjötíu ár. Fyrirtækið þjónustar hótel og gististaði um allt land og sérsmíðar frá grunni eftir
óskum viðskiptavina. Birna Katrín Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri ábyrgist gæði og endingu dýna og rúma frá RB rúmum.
RB rúm sérsmíða rúmbotna og dýnur eftir óskum viðskiptavina. Allar dýnur eru með tvöföldu fjaðrakerfi. Þá fást rúmföt og handklæði einnig í RB rúmum.
Einnig sérsmíða RB rúm höfðagafla og náttborð. RB rúm eru til húsa að Dalshrauni 8, Hafnarfirði. Nánari upplýsingar er að finna á www.rbrum.is.
Birna Katrín Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri RB rúma.
Það segir sína sögu
að RB rúm hafa verið
valin „Framúrskarandi
fyrir tæki“ af Creditinfo
fjögur ár í röð.
M
Y
N
D
/D
A
N
ÍE
L