Fréttablaðið - 09.07.2014, Síða 22

Fréttablaðið - 09.07.2014, Síða 22
KYNNING − AUGLÝSINGFyrirtækjalausnir í ferðaþjónustu MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 20144 STJÓRNENDANÁM FYRIR AÐILA Í FERÐAÞJÓNUSTU Samtök ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Opna háskólann í HR, bjóða upp á hagnýtt stjórnendanám fyrir aðila í ferðaþjónustu. Námið byggir á greiningu sem gerð var á fræðsluþörf stjórnenda innan ferðaþjónustunnar en hún var unnin af sérfræðingum Háskólans í Reykjavík, SAF og stjórnendum innan greinarinnar. Um er að ræða nám sem kennt er í lotum frá 8. september til 8. desember en félagsmenn í SAF njóta sérstakra afsláttarkjara. Námið skiptist upp í sjö lotur; áætlanagerð, netmarkaðssetning, sala og þjónusta, mannauðsmál og árstíðasveiflur, sjálfbærni og ábyrg ferðaþjónusta, verkefna- og viðburðastjórnun og stefnumótun. Nánari upplýsingar um loturnar má finna á vef Opna háskólans í HR www.hr.is/opnihaskolinn/ ferdathjonusta. NÝTT GÆÐAKERFI Í FLOKKUN GISTISTAÐA VAKINN er nýtt gæðakerfi Ferðamálastofu sem tekið var í notkun á þessu ári. Með því eru meðal annars gististaðir flokkaðir með stjörnu- gjöf. Allir gististaðir á Íslandi með tilskilin leyfi geta óskað eftir að vera flokkaðir. Panta þarf úttekt og að henni lokinni hefur staðurinn tvo mánuði til að gera úrbætur ef þarf. Mikilvægt er að kynna sér hvað stendur að baki hverjum flokki og koma upp þeirri aðstöðu og þjónustu og spara þannig seinni heimsókn úttektaraðila. Flokkunin er ekki lögboðin en henni fylgja margir kostir. Ferðamenn styðjast gjarnan við stjörnugjöf þegar þeir velja gistingu á áfangastað. www.ferdamalastofa.is FERÐASÝNINGAR OG VINNUSTOFUR Íslandsstofa skipuleggur viðburði erlendis og þátttöku á ýmsum erlendum ferðasýningum og landkynningum. Má þar nefna sýningar á borð við World Travel Market og Scandinavia Show í Lundúnum, Top Resa í París, JATA í Tókýó, MITT í Moskvu, Fitur í Madríd, TUR-sýninguna í Gautaborg, ITB-sýninguna í Berlín og fleiri áhugaverðar og gagnlegar sýningar. Þá heldur Íslandsstofa vinnu- stofur og kynningarfundi erlendis fyrir söluaðila Íslandsferða. Lista yfir ferðasýningar og vinnustofur sem Íslandsstofa stefnir að þátttöku í frá hausti 2014 til vors 2015 er hægt að skoða á islandsstofa.is. Heimild: islandsstofa.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.