Fréttablaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 9. júlí 2014 | LÍFIÐ | 23 „Aðstæður til kvikmynda gerðar voru ekki endilega jákvæðar en við ætluðum að gera myndina í fyrra. Það gekk ekki upp. Svo fengum við smá styrk og ætlum að æða í þetta,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Í vikunni var skrifað undir samning um fjórðu Sveppamyndina, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, en mynd- in verður sýnd hjá Sambíó unum í nóvember. Hætt var við fram- leiðslu myndarinnar í fyrra því hún fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands en í ár var annað uppi á ten- ingnum. „Við byrjum í tökum 21. júlí og verðum að því fram í miðjan ágúst. Það sem drífur okkur áfram er leik- gleðin. Myndin verður í sama stíl og fyrri myndirnar og viljum við fyrst og fremst gera það að fara í bíó að skemmtilegri upplifun fyrir krakka eins og ég man eftir sjálfur þegar ég var lítill,“ bætir Sveppi við. Hann er dulur um söguþráðinn en getur aðeins gefið upp um nýju myndina. „Vonda kallinum sem var í fyrstu myndinni, Algjör Sveppi og leitin að Villa, bregður fyrir. Við Villi njósnum aðeins um hann og þá kemur ýmis- legt slæmt í ljós,“ segir Sveppi. Hann skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum Braga Þór Hinriks- syni. Nú leita þeir að skemmtilegum aukaleikurum í myndinni. „Við viljum ráða einhverja inn fyrir fullorðna fólkið og vera með einhver skrýtin andlit sem maður þekkir úr einhverju öðru en bíómyndum. Það er lykilatriði að skemmta fullorðnum, þá fylgja börnin með.“ - lkg HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN GÓÐ KAUP HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN HÆSTA EINKUNN Skrýtin andlit í nýrri Sveppamynd Kvikmyndin Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum fer í tökur 21. júlí næstkomandi. SKRIFA UNDIR MEÐ BROS Á VÖR Bragi Þór, Alfreð Ásberg hjá Sambíó- unum og Sveppi. MYND/ÚR EINKASAFNI UN Women, samtök sem fara með umboð Sameinuðu þjóðanna til að vinna að jafnrétti kynjanna og stuðla að því að stefnumótun í þró- unarstarfi taki mið af jafnréttis- sjónarmiðum og réttindum kvenna í samræmi við alþjóðleg markmið, útnefndu nýjan velgjörðarsendi- herra samtakanna, Emmu Watson. Watson er hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Hermione Granger í Harry Potter-kvikmynd- unum. Hún er virt leikkona og nýlega útskrifuð úr Brown-háskól- anum í Bandaríkjunum, en er einnig þekkt fyrir störf sín í þágu hinna ýmsu góðgerðarsamtaka. - ósk Emma Watson til UN Women EMMA WATSON AFP/NORDICPHOTOS Tveimur mánuðum eftir lyftu- atvikið mikla er Solange loksins tilbúin að ræða slagsmálin við Jay Z, en ekki í neinum smáatriðum. Söngkonan var í viðtali við tímaritið Lucky fyrir ágústhefti blaðsins. Í viðtalinu vísar hún í slagsmálin sem „atvikið“. „Það sem er mikilvægt er að ég og fjölskylda mín erum í góðu sambandi,“ segir hún. „Það sem við höfum að segja um atvikið var allt sagt í yfirlýsingunni sem við gáfum út og við höfum öll fundið frið.“ Þann 5. maí síðastliðinn réðst Solange Knowles, litla systir söngkonunnar Beyoncé, á rappar- ann Jay Z sem er jafnframt eigin- maður Beyoncé, í lyftu á Stand- ard-hótelinu í New York. - ósk Solange ræðir lyft uatvikið SOLANGE KNOWLES AFP/NORDIC PHOTOS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.