Fréttablaðið - 09.07.2014, Page 34
9. júlí 2014 MIÐVIKUDAGUR26
Fylgist með á Instagram
Allar nánari upplýsingar veitir
Svan G. Guðlaugsson
sölufulltrúi
sími: 697-9300
svan@miklaborg.is
Glæsilegt 350 fm einbýlishús á sjávarlóð
Húsið var nánast allt endurnýjað árið 2008
Vandaðar innréttingar, tæki og gólfefni
Eigendur skoða skipti á ódýrara sérbýli eða hæð
Lágmúla 4 www.miklaborg.is
Gerðhamrar1 1 2 Reykjavík
Óskar R. Harðarson
hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 109 millj.
Fyrsta flokks hús
á besta stað
visir.is
Meira um heimsmeistara-
mótið í Brasilíu.
SPORT
KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið spilar sinn fyrsta heima-
leik í fimm ár í kvöld er stelp-
urnar spila vináttulandsleik gegn
Dönum að Ásvöllum klukkan 19.15.
Liðin mætast svo í Stykkishólmi
á morgun en leikirnir eru liður í
undirbúningi fyrir Evrópukeppni
smáþjóða sem fram fer í Austur-
ríki um miðjan mánuðinn.
„Það er frábært framtak hjá
KKÍ að vera með þessa heima-
leiki. Ein af ástæðunum fyrir því
að ég tók þetta starf að mér er sú
að KKÍ er að fara að leggja meira
í kvennalandsliðið og styðja við
bakið á stelpunum,“ segir Ívar
Ásgrímsson landsliðsþjálfari en
þetta verða hans fyrstu verkefni
með liðið síðan hann tók við starf-
inu af Sverri Sverrissyni.
„Stefnan er sú að ná árangri og
komast í Evrópukeppni. Það er
nóg af verkefnum fram undan. Við
stefnum að því að fá leiki um jólin
og svo eru það smáþjóðaleik arnir.
Ef við vinnum Evrópukeppni smá-
þjóða þá bíður okkar sjálf Evr-
ópukeppnin næsta sumar. Þangað
ætlum við að komast.“
Ætla að komast á EM
Rekstur KKÍ hefur lengi verið
erfiður og árið 2009 var landsliðið
lagt niður í þrjú ár. Nú eru breyttir
tímar og á að spýta hraustlega í
lófana. Hvað sér þjálfarinn samt
fyrir sér að liðið geti náð langt á
næstu árum?
„Ég er nýtekinn við og svo þurf-
um við að sjá hvernig gengur í
sumar. Við erum samt með nokk-
uð ungt lið í bland við leikreyndar
stelpur. Eins og ég segi ætlum við
okkur í Evrópukeppni A-liða næsta
sumar og að vinna þetta mót sem
við erum á leið í núna,“ segir Ívar
ákveðinn. En er innistæða fyrir
því að komast með þetta lið á EM
A-þjóða?
„Ég er á því. Í dag erum við
sterkari í kringum teiginn en oft
áður. Við erum með stærri stelp-
ur. Hildur Björg úr Hólminum
er á leið til Bandaríkjanna og ég
býst við miklu af henni í framtíð-
inni enda hefur hún verið að taka
gríðarlegum framförum. Svo erum
við líka með Bryndísi Guðmunds,
Rögnu Margréti og Marín Lauf-
eyju. Þetta eru mjög sterkar stelp-
ur í teignum,“ segir þjálfarinn og
bætir við að það muni síðan mikið
um að eiga frábæran leikmann
eins og Helenu Sverrisdóttur.
„Helena er á heimsmælikvarða
og það mun auðvitað mikið mæða á
henni. Þetta er svo sannarlega eitt-
hvað til þess að byggja á til fram-
tíðar og verður gaman að byggja
þetta lið upp.“
Nauðsynlegt að fá leiki
Þar sem það er langt síðan stelp-
urnar spiluðu síðast býst Ívar
ekki við of miklu í leik kvöldsins
og fagnar því að fá æfingaleikina.
Þeir séu nauðsynlegir í undirbún-
ingi fyrir mótið í Austurríki.
„Það eru um þrír mánuðir síðan
stelpurnar spiluðu síðast og því
vantar eðlilega upp á leik formið.
Við þurfum nauðsynlega að fá
þessa leiki gegn Dönum og ég býst
við því að í fyrri leiknum verði
stelpurnar svolítið stirðar. Ég held
að liðið verði strax orðið betra í
seinni leiknum í Hólminum,“ segir
landsliðsþjálfarinn en hann á von á
tveimur hörkuleikjum gegn dönsku
liði sem er undir stjórn íslenska
þjálfarans Hrannars Hólm.
„Hrannar kemur með mjög
sterkt lið til landsins. Leikir þess-
ara þjóða hafa verið mjög jafnir í
gegnum tíðina þó svo að Danir hafi
verið að vinna okkur á Norður-
landamótinu. Ég mun keyra mikið
á liðinu í þessum leikjum og við
verðum að hugsa um að hlaupa
rétt. Gera það sem við höfum verið
að æfa. “
Ívar er ekki að stýra landsliðinu
í fyrsta skipti en hann var síðast
með liðið árið 2004.
„Þá voru Helena, María Ben og
Bryndís að spila sína fyrstu lands-
leiki en nú eru þær leikreyndustu
leikmennirnir.“ henry@frettabladid.is
Helena í heimsklassa
KKÍ er að spýta í lófana með kvennalandsliðið í körfuknattleik og stefnan er að
koma liðinu á EM næsta sumar. Í fyrsta skipti í langan tíma er horft til framtíðar.
KRAFTUR OG METNAÐUR Það er verið að blása í herlúðra hjá kvennalandsliðinu
og liðið stefnir hátt. Ívar Ásgrímsson er þjálfari liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI „Ég er afskaplega undrandi á þessu,“
sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ,
við Fréttablaðið í gær þegar ljóst var að Þýskaland
hefði komist inn bakdyramegin á HM sem fer fram í
Katar í janúar á næsta ári.
Þegar ljóst varð að ekkert lið frá Eyjaálfu tæki
þátt ákvað Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF,
að hleypa inn þjóðinni sem náði besta árangri á síð-
asta HM en komst ekki á mótið núna. Það var Þýska-
land en liðið hafnaði í fimmta sæti HM 2013 á Spáni.
EHF tilnefndi hins vegar þrjár varaþjóðir eftir að
undankeppni HM 2015 lauk miðað við árangur lið-
anna á EM í Danmörku í fyrra. Ísland hafnaði þar í fimmta sæti og var
því fyrsta varaþjóð Evrópu.
„Þýskaland var ekki einu sinni á meðal þátttökuþjóða í Danmörku,“
benti Einar á. „Frá því að síðasta heimsmeistarakeppni fór fram hafa
álfukeppnir verið spilaðar um allan heim þar sem þátttökuréttur á
HM hefur verið í húfi. Það hlýtur að koma í hlut handknattleikssam-
bandsins í Evrópu að úthluta sætum til Evrópuþjóða.“
Málið var enn á frumstigi í gær en Einar sagði ljóst að HSÍ leiti allra
leiða til að fá niðurstöðu í þessum málum. - esá
Við viljum skýringar
Þýskaland fékk óvænt sæti á HM í Katar á næsta ári.
EINAR
ÞORVARÐARSON
Allt um HM á Vísi
20.00 HOLLAND–ARGENT-
ÍNA Seinni undanúrslita-
leikurinn á HM 2014 í fótbolta
fer fram í kvöld þegar Argentína
og Holland eigast við í Sao Paulo.
Þessi sömu lið mættust í úrslitaleiknum í
Argentínu árið 1978 þar sem heimamenn
höfðu sigur. Augu heimsins verða á Lionel
Messi sem hefur spilað vel á mótinu.
Getur hann farið með argentínska liðið
alla leið í úrslit og átt möguleika á að
vinna HM líkt og Maradona?
FÓTBOLTI Þýskaland tryggði sér sæti
í úrslitaleiknum á HM í Brasilíu
með stórsigri á heimamönnum,
7-1. Þjóðverjar gerðu út um leikinn
með fjórum mörkum á sex mínútna
kafla í fyrri hálfleik. Miroslav Klose
skoraði sitt sextánda HM-mark, sem
er met. Toni Kroos (2), Andre Schürrle
(2), Thomas Müller og Sami Khedira
skoruðu hin mörk Þýskalands en
Oscar fyrir Brasilíu í blálokin. - esá
Klose bætti metið er Þjóðverjar niðurlægðu Brasilíumenn á HM
SEXTÁN MÖRK Nafn Miroslavs Klose er komið í sögubækur knattspyrnunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP