Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 44
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36 Leikflokkur Globe-leikhússins í London er á tveggja ára ferðalagi um heiminn með sýningu á Ham- let og ætlunin er að heimsækja hvert einasta land á jarðarkringl- unni. Röðin kemur að Íslandi þann 23. júlí og verður Hamlet sýndur einu sinni í Hörpu áður en ferð hópsins heldur áfram. Lagt var upp í ferðina þann 23. apríl síðastliðinn, þegar 450 ár voru liðin frá fæðingu skáld- jöfursins Williams Shakespeare. Leikferðin er sú viðamesta sem farin hefur verið á vegum Shake- speare’s Globe og á heimasíðu leikhússins er haft eftir Dominic Dromgoole, öðrum leikstjóra sýn- ingarinnar, að slík ferð eigi sér engin fordæmi í veraldarsögunni. Löndin sem heimsótt hafa verið á þessum þremur mánuðum síðan lagt var af stað eru orðin tuttugu og fimm og héðan fer hópurinn vestur um haf. Tólf leikarar taka þátt í sýn- ingunni og skiptast á um að leika hlutverkin. Tveir leikarar leika Hamlet til skiptis og sömu sögu er að segja af öðrum hlutverk- um. Sýningin er byggð á tveimur uppfærslum leikhússins á Hamlet þannig að leikstjórarnir eru tveir, Dominic Dromgoole og Bill Buck- hurst, leikmyndin er eftir Jona- than Fensom og Bill Barclay og Laura Forrest-Hay semja tónlist- ina. Sýningar Globe eru upplagðar fyrir ferðalög þar sem unnið er með það fyrir augum að hafa sýn- ingarnar í anda þess sem leik- hópur Shakespeare‘s sjálfs er tal- inn hafa gert; einföld leikmynd, stórkostlegir búningar og mikil áhersla á leik og tónlist. Um ástæðu ferðalagsins segir leikstjórinn Dominic Dromgoole, sem jafnframt er listrænn stjórn- andi Globe-leikhússins, á heima- síðu Globe: „Ferðalög og löngunin til að miðla sögum til nýrra áhorf- enda voru alltaf stór hluti af verk- um Shakespeares. Við erum alsæl yfir að geta viðhaldið þeirri hefð og þróað hana enn lengra.“ Sýningin í Hörpu verður í Eld- borgarsalnum þann 23. júlí klukk- an 19.30 og er miðasalan hafin á heimasíðu Hörpu. Hægt er að fylgjast með ferðalagi leikhópsins á heimasíðu Globe, shakespeares- globe.com. fridrikab@frettabladid.is Shakespeare’s Globe Theatre sýnir í Hörpu Tólf manna leikhópur frá Globe-leikhúsinu í London er á heimsferðalagi með frægasta verk Shakespeares, Hamlet, og verður aðeins þessi eina sýning á Íslandi. SKIPTAST Á Tveir leikarar leika Hamlet til skiptis og sama gildir um önnur hlutverk í sýningunni. MYND/HELENA MISCIOSCIA Þessa vikuna verður frönsk barokkveisla á Sumartónleikum í Skálholti í boði Nordic Affect. Tónleikar þeirra eru í kvöld klukkan 20 og verða síðan endurteknir á laugardag- inn, 12. júlí, klukkan 17. Um helgina má einnig heyra verk eftir danska tónskáldið Hanne Tofte Jesper- sen, sem er samstarfsverkefni hennar við Kammerkór Suðurlands, tónlistarhóp- inn Music for the Mysteries og Maríu Ell- ingsen leikkonu. Verkið byggist á gamalli keltneskri sögu um engilinn Melangell og verður flutt á laugardaginn klukkan 15 og sunnudaginn klukkan 15. Á undan tón- leikunum á laugardaginn, klukkan 14, mun Hanne Tofte Jespersen fjalla um tónsmíðina og kynna fyrir tónleikagestum. - fsb Franskt barokk í Skálholti Fernir tónleikar verða á Sumartónleikum í Skálholti þessa vikuna. Þema þeirra allra er frönsk barokktónlist. Nordic Aff ect hefur leikinn á tónleikum í kvöld. NORDIC AFFECT Veislan hefst með tónleikum Nordic Affect í kvöld. „Þetta er leikur með línur, liti og form og það hvernig fólk upplifir málverk,“ segir myndlistarkonan Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir um einkasýninguna (Ó)stöðugir hlut- ir sem hún opnar í dag á Týsgötu 3. Verkin eru þrívíð og hafa nokkrar hliðar þannig að þau taka breytingum eftir því frá hvaða sjónarhorni horft er á þau. Tvö þeirra eru til dæmis smíðuð í horn sýningarrýmisins. „Ég er að taka málverkið út úr rammanum. Mála kannski vegginn á bak við og nota ullargarn í stað striga en bil myndast milli þráð- anna og hægt er að horfa í gegn. Þau eru bundin ákveðnu rými,“ lýsir listakonan og hlær þegar bent er á að þá sé erfitt að kaupa verkið. „Ekkert er ómögulegt,“ svarar hún. „Ætli það fylgi ekki bara málning og pensill með?“ Sýningin stendur til 3. ágúst og galleríið er opið frá miðvikudegi til sunnudags frá klukkan 13 til 17. - gun Sprengir ramma málverksins Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir opnar sýningu í Týsgalleríi í dag. Sum verkin eru smíðuð og önnur máluð á ullarþráð, öll miðast við að áhorfandinn hreyfi sig. LISTAKONAN Ingunn Fjóla er búin að koma verkunum fyrir. MYND/ÚR EINKASAFNI Ö ll ve rð e ru b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g m yn db re ng l o g gi ld a á m eð an á ú ts öl un ni s te nd ur o g bi rg ði r e nd as t. Ö ll ve rð e ru b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g m yn db re ng l o g gi ld a á m eð an á ú ts öl un ni s te nd ur o g bi rg ði r e nd as t. 52.900 FULLT VERÐ 72.900 ÚTSALA KRÓNA AFSL. 20.000 109.900 FULLT VERÐ 139.900 ÚTSALA KRÓNA AFSL. 30.000 NÝTTU TÆKIFÆRIÐ ENN BETRA DORMAVERÐ Möguleikhúsið sýnir leiksýninguna Eldklerkinn í minningarkapellu sr. Jóns Steingríms- sonar á Kirkju- bæjarklaustri í kvöld klukkan 20.30. Verkið er byggt á ævisögu Jóns Steingríms- sonar og Eldriti hans og má því með sanni segja að sýningin sé komin á heimaslóðir í Kapellunni. Eldklerkurinn kominn heim PÉTUR EGGERZ MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.