Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 24
10. júlí 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@365.is
Einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með
hagsmuni allra stétta fyrir augum eru
þeir hornsteinar sem farsælt er að byggja
öflugt samfélag á. Aukið frelsi í viðskipt-
um bætir ekki aðeins möguleika atvinnu-
lífsins til að vaxa og þróast heldur leiðir
einnig af sér aukna samkeppni, neytend-
um til hagsbóta. Á undanförnum áratug-
um hafa margir jákvæðir áfangar náðst í
átt að auknu viðskiptafrelsi og heyrir nú
til undantekninga ef ríki eða sveitarfélög
standa í verslunarrekstri. Sá þáttur sem
mest áhrif hefur haft í íslensku samfélagi
í átt til aukins viðskiptafrelsis er aðild
Íslands að EES-samningnum. Í kjölfar
hans má segja að frelsi í viðskiptum hafi
átt sviðið.
Við sem aðhyllumst frelsi í viðskipt-
um hljótum öll að fagna þeirri umræðu
sem skapast hefur um sölu áfengis, lyfja
og landbúnaðarafurða í kjölfar frétta af
áhuga verslanakeðjunnar Costco á að
opna verslun á Íslandi. Ég tel að afnema
eigi einkasölu ríkisins á áfengi og heimila
öðrum en apótekum að selja lyf í smásölu
en ljóst er að breytingar í átt til aukins
viðskiptafrelsis verða alltaf almennar en
ekki sértækar fyrir eina verslanakeðju.
Hvað landbúnaðinn varðar þá er hollt
fyrir okkur að taka umræðu um kosti og
galla núverandi fyrirkomulags. Ef við
teljum rétt að viðhalda því óbreyttu þá
þarf að rökstyðja það vel. Matvælaöryggi
er mikilvægt sem og byggðasjónarmið
og auðvitað eigum við að gera ákveðnar
gæðakröfur til þeirra matvæla sem flutt
eru til landsins. Í nútímanum gengur hins
vegar ekki að halda því fram að allt sem
komi frá útlöndum leiði af sér heilsubrest
og hörmungar. Ef við teljum íslenskar
afurðir margfalt betri og hollari en aðrar
hvers vegna teljum við þá sjálfgefið að
þær vörur fari halloka í samkeppni við
erlenda vöru af margfalt minni gæðum?
Ein er þó sú hindrun sem yfirskyggir
allar aðrar hindranir í íslensku viðskipta-
lífi. Það eru gjaldeyrishöftin. Forsenda
þess að fyrirtæki og einstaklingar í land-
inu geti skapað aukin verðmæti er afnám
þeirra. Þess vegna er stærsta verkefni
okkar Íslendinga á næstu mánuðum að
afnema gjaldeyrishöftin. Frjáls úr þeim
höftum eru okkur allir vegir færir.
Frjáls úr höftum
EFNAHAGSMÁL
Unnur Brá
Konráðsdóttir
alþingismaður
➜ Ef við teljum íslenskar afurðir
margfalt betri og hollari en aðrar
hvers vegna teljum við þá sjálfgefi ð
að þær vörur fari halloka í sam-
keppni við erlenda vöru af margfalt
minni gæðum?
Karlar ráða karla
Frjáls verslun útnefnir 100 áhrifa-
mestu konur Íslands í nýjasta
tölublaðinu. Rætt er við þær sem
taldar eru hafa mest áhrif og líkt og
í flestum viðtölum sem birtast við
konur eru þær spurðar um jafn-
réttismál. Rannveig Rist, forstjóri Rio
Tinto Alcan, segir að jafnréttið komi
ekki af sjálfu sér og það taki
tíma. Stjórnendur hafi alltaf
tilhneigingu til að ráða
einhvern sem líkist þeim
sjálfum. Rannveig segir
að meðan karlar séu
jafnmargir í stjórnunar-
stöðum séu mestar
líkur á að þeir ráði
annan karl, konur
þá aftur konu.
Nú er búið að fjölga konum í stjórn
fyrirtækja og vonandi að kvenkyns
stjórnendum innan fyrirtækjanna
fjölgi í kjölfarið.
Eina konan
Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova,
svarar því í Frjálsri verslun hvernig það
að sé að vera kona í fjarskiptageiran-
um. Hún segist oft hafa verið eina
konan í hópnum þegar hún var
yngri. Það gerist sjaldnar í
dag. Hlutirnir séu að breyt-
ast. Liv segist hafa fundið
fyrir því að umræða um
jafnara kynjahlutfall hafi
haft áhrif á viðskiptalífið
og raunar víðar á
samfélagið.
Af hverju Stefán?
Það væri ekki úr vegi að Bjarni
Benediktsson, fjármála- og efnahags-
ráðherra, útskýrði hvers vegna hann
skipaði Stefán Eiríksson, lögreglu-
stjóra á höfuðborgarsvæðinu, sem
formann nefndar sem á að meta
hæfi umsækjenda um stöðu banka-
stjóra Seðlabanka Íslands. Bent hefur
verið á að Stefán hafi hvorki
reynslu af störfum við stjórn
efnahagsmála né sé hann
hagfræðingur. En einhverja
kosti hlýtur maðurinn að
hafa í starfið og það væri
því ekki úr vegi að ráð-
herrann útskýrði hverja
og hvers vegna hann
skipaði Stefán.
johanna@frettabldid.is
Í
grein sem birtist í Fréttablaðinu á þriðjudag skoraði
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, á stjórnvöld að aflétta gjaldeyrishöftum
hið snarasta. Fjármagnshöftin væru stærsta ógnin við
efnahagslegan stöðugleika hér á landi.
Fréttablaðið birti í gær fréttaskýringu um efnahagslega áhættu
gjaldeyrishafta. Þar kom meðal annars fram að höftin fældu
í miklum mæli burt erlenda
fjárfesta, sem vildu ekki festast
innan þeirra. Vitað er af ófrá-
víkjanlegum kröfum fjárfesta
þess efnis að fyrirtæki séu flutt
inn á svæði þar sem ekki þurfi
að hafa áhyggjur af reglubreyt-
ingum stjórnvalda heldur séu
þau staðsett í umhverfi sem
hægt sé að treysta á. Íslensk fyrirtæki og frumkvöðlar þurfa því
í auknum mæli að færa alla sína starfsemi, eða hluta hennar, til
útlanda með tilheyrandi afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf.
Nærtækasta dæmið er nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions, sem
tilkynnti nýlega að það þyrfti að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi
vegna viðræðna um erlenda fjárfestingu.
Þetta er langt í frá eina dæmi þess að tilvist gjaldeyrishaftanna
hafi komið í veg fyrir fjármögnun á fyrirtæki af því að það er
staðsett hérlendis. Íslensk fyrirtæki sem eru í samkeppni við
erlenda aðila geta ekki boðið alþjóðlegum fjárfestum upp á nægi-
lega öruggt umhverfi þannig að áhættan sé réttlætanleg. Í krafti
stærðar fá stórfyrirtæki á borð við Marel, Össur og CCP undan-
þágu frá gjaldeyrishöftum. Minni fyrirtæki til dæmis í nýsköpun
fá ekki sömu tækifæri enda ljóst að lögin væru nánast marklaus
ef allir fengju undanþágu. Þetta hefur í för með sér gífurlega mis-
munun þegar kemur að rekstrarumhverfi fyrirtækja hér á landi.
Annars vegar fámennur hópur sem nýtur velvildar Seðlabankans
en hins vegar meginþorri fyrirtækja sem þarf að þjást í höftum.
Í grein sinni bendir Þorsteinn á að aðstæður til að ráðast í
afnám gjaldeyrishaftanna séu nú eins hagstæðar og kostur er á
en ekki sé sjálfgefið að þessar aðstæður verði viðvarandi. Efna-
hagsleg áhætta afnáms hafta nú sé mun minni en hættan sem
fylgi áframhaldi þeirra. Vandamálið við höftin er að óþægindin
við að afnema þau koma fram mjög hratt, eins og þegar plástur
er rifinn af, en eins og þegar sýking í sári fær að malla óáreitt
kemur kostnaðurinn við að hafa höftin hins vegar fram mjög
hægt. Það er því freistandi og hugguleg staða fyrir stjórnvöld að
leyfa skaðanum að gerast hægt í stað þess að taka á sig óþægindin
strax, með tilheyrandi tímabundinni óánægju frá almenningi.
Sá hængur er á áskorun Samtaka atvinnulífsins að í henni er
ekki tekið tillit til þess að fáir virðast hallast að því að krónan
verði aftur frjáls gjaldmiðill þótt höftum verði aflétt. Fyrir-
sjáanlegt ástand eftir afnám gjaldeyrishaftanna er haftaástand í
breyttri mynd. Bæði seðlabankastjóri og sérfræðingar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins hafa rætt um að þegar höftum sleppi þurfi að
koma til „þjóðhagsvarúðarreglur“ eða „hraðahindranir“ á vegi
útflæðis gjaldeyris úr landinu. Það er ljóst að íslenska krónan er
ekki nothæfur gjaldmiðill í alþjóðaviðskiptum og um leið ónothæf
fyrir íslenskt atvinnulíf. Þannig má telja að hér verði gjaldeyris-
höft í einhverri mynd þar til tekinn verður upp annar gjaldmiðill.
Það er áskorunin sem réttast væri að senda stjórnvöldum. Það er
plásturinn sem ríður á að rífa af.
Ný gjaldeyrishöft taka við af gjaldeyrishöftunum:
Rífa plásturinn af
VERIÐ VELKOMIN Í NETTÓ
GRANDA OG MJÓDD
DAG SEM NÓTT