Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 16
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 EFNAHAGSMÁL „Sumir segja að við séum að fara aftur til ársins 2007. Ég held að það sé nú ekki alveg svo gott eða slæmt,“ segir Þröstur Lýðsson, framkvæmda- stjóri Merkúrs sem hefur umboð fyrir Liebherr-byggingakrana á Íslandi. Mikil fjölgun hefur orðið á byggingakrönum á höfuðborgar- svæðinu síðan í dýpstu lægðinni eftir hrun. Segja má að kranar spretti nú upp eins og gorkúlur. Samkvæmt talningu Frétta- blaðsins árið 2010 voru sjötíu kranar uppi á höfuðborgarsvæð- inu. Þó voru einungis 24 þeirra í notkun en aðrir stóðu óhreyfðir og erfitt reyndist að fá eigend- ur þeirra til að taka þá niður. Nú eru ónotaðir reistir kranar telj- andi á fingrum annarrar handar. Fréttablaðið kannaði stöðuna nú í vikunni og taldi 144 krana á höf- uðborgarsvæðinu. Reykjavíkurborg hyggst stuðla að byggingu 2.500-3.000 leiguíbúða á kjörtímabilinu. „Sígandi lukka er alltaf best. Ef þú sprengir upp markaðinn segir það sig sjálft að þá verð- ur offramboð og þá kemur aftur hrun. Ef menn gæta sín ekki þá lendum við bara í sama bullinu og var árið 2007. Menn verða að hugsa til framtíðar, sérstaklega ráðamenn,“ segir Þröstur. „Það sem er að gerast er að allir kranar sem voru til eru komnir upp og það er byrjað- ur þó nokkur innflutningur. Við erum að taka inn nýjan krana og erum nærri viss um að þegar við reisum hann í næstu viku þá muni hann seljast,“ segir Þröst- ur. Hann segir sömuleiðis að á síðasta ári hafi sala á varahlut- um í byggingakrana verið tvö- föld miðað við það sem hún var á árunum 2009-2012 samanlagt. Ólafur Klemensson, hagfræð- ingur hjá Seðlabankanum, segir að fylgni megi sjá í fjölgun bygg- ingakrana og sölu á íbúðamarkaði. „Við tókum þetta saman meira í gamni en í alvöru snemma í vor. Við tengdum saman fjölda upp- settra byggingakrana og þróun fjárfestinga í íbúðarhúsnæði og þá kom í ljós gríðarlega gott sam- band. Það kom okkur þægilega á óvart,“ segir Ólafur. Samkvæmt spá Seðlabankans mun fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukast um 23,9 prósent á árinu 2014 og 17,7 prósent á næsta ári. Georg Árnason sér um eftir- lit með byggingakrönum fyrir Vinnueftirlitið. Hann segist hafa töluvert meira að gera í vinnu nú en fyrir nokkrum árum. Mikil- vægt sé þó að ná jafnvægi í bygg- ingariðnaðinum svo hann end- urspegli heilbrigðan efnahag. snaeros@frettabladid.is Ef þú sprengir upp markaðinn segir það sig sjálft að það verður offramboð og þá kemur aftur hrun. Þröstur Lýðsson, framkvæmdastjóri Merkúrs. * Þar af 24 í notkun Skv. talningu Fréttablaðsins 2014 ➜ Byggingakranar á höfuðborgarsvæðinu 2007 320 2010 70* 24 144 Kranavísitalan rís upp úr öskunni Byggingakranar spretta upp eins og gorkúlur á höfuðborgarsvæðinu. Útreikningar Seðlabankans sýna fylgni á milli fjölda krana og fjár- festinga á íbúðamarkaði. Skortur á byggingakrönum á landinu hefur leitt til þess að innflutningur á tugum krana er hafinn að nýju. KRANA BER VIÐ HIMIN Appelsínugulu turnunum hefur fjölgað gríðar- lega á síðustu mánuðum. Allt bendir til þess að þetta sé þó bara byrjunin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AÐ HRUNI KOMNIR Svona var umhorfs eftir hrun þegar lítill uppgangur var í byggingabransanum. Kranarnir voru síðar fluttir úr landi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞRÖSTUR LÝÐSSON Framkvæmdastjóri Merkúrs. MYND/KLARA SIGURÐARDÓTTIR ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.