Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 6
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hver urðu úrslitin í leik Þýskalands og Brasilíu á HM í fótbolta? 2. Hvaða íslenska bók hlaut bresku UKLA-verðlaunin? 3. Hvað heitir forstöðumaður Minja- stofnunar Íslands? SVÖR: 1. 7–1 fyrir Þýskaland. 2. Sagan af bláa hnettinum. 3. Kristín Huld Sigurðardóttir. VEISTU SVARIÐ? Ný tækni við göngu- greiningu Flexor notast við nýja tækni við göngugreiningu. Göngu- og hlaupa- brettið okkar býr yfir innbyggðum þrýstinemum sem skilar nákvæmum upplýsingum um göngulag. Fáðu góð ráð, faglega göngugreiningu og lausnir við stoðkerfisvandamálum hjá Flexor. Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is LÖGREGLUMÁL Heimilisofbeldismál- um sem koma til kasta lögreglunn- ar á Suðurnesjum hefur fjölgað úr átján í fimmtíu og sex síðastliðin þrjú ár. Fjöldinn hefur því þrefald- ast á þessum tíma. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suð- urnesjum, segir að þar hafi menn mætt þróuninni með fullum þunga. Lögreglan þar hóf til dæmis til- raunaverkefni í byrjun árs 2012 sem kallað var „Að halda gluggan- um opnum“. Markmiðið var að gera verklagsreglur, alla afgreiðslu, eft- irfylgni og forvarnir skilvirkari. „Þetta eru nú bara orðnar verk- lagsreglur hjá okkur í dag svo að þegar lögreglan er kölluð til þá opn- ast allir gluggar kerfisins þannig að félagsþjónusta, barnavernd og fleiri koma beint að málinu og svo höfum við eftirfylgni og vitj- um fórnarlamba til að fyrirbyggja frekari vanda.“ Hann segir því að hluta af aukningunni megi skrifa á reikning skilvirkari verklagsreglna og eins vitundarvakningar í sam- félaginu. Fyrir nokkrum dögum var tek- inn í notkun neyðarhnappur sem ætlaður er fólki sem býr við við- kvæmar aðstæður, eins og Skúli orðar það. Það getur verið í tilfell- um þar sem þolandi heimilisofbeld- is býr við þá hættu að brotamaður- inn brjóti nálgunarbann og ógni öryggi þolanda. Verkefnið er gert í samvinnu við fyrirtæki í öryggis- þjónustu sem leigir hnappinn. Aðeins einn notandi er með hnapp- inn enn sem komið er. Þolandinn er vaktaður hvar sem hann er á land- inu og bregst lögregla viðkomandi umdæmis við ef notandinn neyð- ist til að hringja meðan hann er utan Suðurnesja. Lögregla í öllum umdæmum hefur einnig gögn um mál þolanda. Nýlundan er tilkomin að frumkvæði lögreglunnar á Suð- urnesjum. „Við vorum á ráðstefnu í fyrra- vetur á Spáni og þar kom það fram að sums staðar er brugðist við þessu svona svo við ákváðum að prófa.“ Aðspurður hvort hann telji lík- legt að þessir hnappar verði notað- ir í fleiri tilfellum segir hann: „Ég get lítið sagt um það, það veltur á þolendum. En þetta er til staðar og viðleitni okkar líka.“ Hann segir enn fremur að hnappurinn geti haft fyrirbyggjandi áhrif því brota- maður sé ólíklegri til að leggja til atlögu viti hann af þessum öryggis- ventli þolandans. jse@frettabladid.is Mál tengd ofbeldi á heimilum þrefaldast Lögreglan á Suðurnesjum sker upp herör gegn heimilisofbeldi. Fjöldi slíkra mála hefur þrefaldast á þremur árum. Neyðarhnappur sem nú er notaður til að vernda þolanda í áhættu var tekinn í notkun að frumkvæði lögreglunnar á Suðurnesjum. HEIMILISOFBELDI Tilfellum þar sem lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að láta til sín taka vegna heimilisofbeldis hefur fjölgað verulega. Hún tekur á málinu af fullum þunga og leitar ýmissa leiða. NORDICPHOTOS/GETTY FERÐAÞJÓNUSTA „Hafnarfjarðar- bær hafði samband við okkur að fyrra bragði til að leita eftir hug- myndum að sýningu tengdri jökl- um sem þróaðist út í samstarf um þekkingarsetur um jöklana, snjó og ís,“ segir Páll Ásgeir Davíðs- son, framkvæmdastjóri alþjóð- legu félagasamtakanna Vox Nat- urae. Samtökin hafa óskað eftir lóð í Hafnarfirði undir íshöll og sýn- ingarskála. Þar vill Vox Naturae nota nýjustu tækni til að fræða ferðamenn og aðra um jöklana, snjó og ís. „Gestir hallarinnar eiga þar eftir að koma inn í 360 gráðu upp- lifun. Við erum að að vinna þetta með erlendum listamönnum sem hafa sérhæft sig í þessari tækni,“ segir Páll. Bæjaryfirvöld hafa falið skipu- lags- og byggingarsviði bæjarins að ræða við samtökin um stað- setningu íshallarinnar. Einn- ig liggur fyrir viljayfirlýsing á milli Vox Naturae og bæjarins um þróun og uppbyggingu verk- efnisins. Í yfirlýsingunni segir að íshöllin eigi að auka komu ferða- manna til bæjarins. „Og styrkja stöðu Íslands sem mögulegs ráðstefnuvettvangs um málefni tengd snjó og ís,“ segir Páll. „Þegar staðsetningin verð- ur komin þá förum við í að leita að fjármagni í verkefnið og við munum meðal annars leita til erlendra styrktaraðila.“ - hg Vilja koma á þekkingarsetri um íslensku jöklana, snjó og ís í stórri íshöll og sýningarskála í Hafnarfirði: Hafnarfjarðarbær vill íshöll Vox Naturae SNÆFELLSJÖKULL Samtökin vilja auka vitund um afleiðingar þess að ís og snjó- hula fer ört hopandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þegar lögreglan er kölluð til þá opnast allir gluggar kerfisins þannig að félagsþjónusta, barna- vernd og fleiri koma beint að málinu. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. 2013 56 2012 43 2011 27 2010 18 Fjöldi heimilisofbeldismála sem komu til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum. ➜ Heimilisofbeldismál á Suðurnesjum EFNAHAGSMÁL Búið er að ráða fjölmarga sérfræðinga og fyrir- tæki til að aðstoða íslensk stjórnvöld við afnám fjármagns- hafta. Glenn Kim mun stýra verkefninu. Kim hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi þýska fjármálaráðuneytisins við endur- skipulagningu á evrusvæðinu. Með Kim munu starfa Benedikt Gíslason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Eiríkur Svavarsson, hæstaréttarlögmaður og einn forsvarsmanna InDe fence-hóps ins, ásamt Frey Her- mannssyni, forstöðumanni fjárstýringar Seðlabanka Íslands. Lögmannsstofa Lee Buchheit, aðalsamningamanns Íslands í Icesave-deilunni, mun einnig vinna að losun haftanna. Fleiri sérfræðingar koma að verkefninu. Til dæmis starfs- menn ráðgjafarfyrirtækisins White Oak Advisory LLP og hagfræðiprófessorinn Anne Krueger. -ih Fjármálaráðuneytið hefur skipað sérfræðingahóp vegna afnáms hafta: Þýskur sérfræðingur í haftanefnd FÁ AÐSTOÐ Fjármálaráðu- neytið er búið að ráða fjölda sérfræðinga til að aðstoða við afnám hafta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.