Fréttablaðið - 10.07.2014, Síða 6

Fréttablaðið - 10.07.2014, Síða 6
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hver urðu úrslitin í leik Þýskalands og Brasilíu á HM í fótbolta? 2. Hvaða íslenska bók hlaut bresku UKLA-verðlaunin? 3. Hvað heitir forstöðumaður Minja- stofnunar Íslands? SVÖR: 1. 7–1 fyrir Þýskaland. 2. Sagan af bláa hnettinum. 3. Kristín Huld Sigurðardóttir. VEISTU SVARIÐ? Ný tækni við göngu- greiningu Flexor notast við nýja tækni við göngugreiningu. Göngu- og hlaupa- brettið okkar býr yfir innbyggðum þrýstinemum sem skilar nákvæmum upplýsingum um göngulag. Fáðu góð ráð, faglega göngugreiningu og lausnir við stoðkerfisvandamálum hjá Flexor. Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is LÖGREGLUMÁL Heimilisofbeldismál- um sem koma til kasta lögreglunn- ar á Suðurnesjum hefur fjölgað úr átján í fimmtíu og sex síðastliðin þrjú ár. Fjöldinn hefur því þrefald- ast á þessum tíma. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suð- urnesjum, segir að þar hafi menn mætt þróuninni með fullum þunga. Lögreglan þar hóf til dæmis til- raunaverkefni í byrjun árs 2012 sem kallað var „Að halda gluggan- um opnum“. Markmiðið var að gera verklagsreglur, alla afgreiðslu, eft- irfylgni og forvarnir skilvirkari. „Þetta eru nú bara orðnar verk- lagsreglur hjá okkur í dag svo að þegar lögreglan er kölluð til þá opn- ast allir gluggar kerfisins þannig að félagsþjónusta, barnavernd og fleiri koma beint að málinu og svo höfum við eftirfylgni og vitj- um fórnarlamba til að fyrirbyggja frekari vanda.“ Hann segir því að hluta af aukningunni megi skrifa á reikning skilvirkari verklagsreglna og eins vitundarvakningar í sam- félaginu. Fyrir nokkrum dögum var tek- inn í notkun neyðarhnappur sem ætlaður er fólki sem býr við við- kvæmar aðstæður, eins og Skúli orðar það. Það getur verið í tilfell- um þar sem þolandi heimilisofbeld- is býr við þá hættu að brotamaður- inn brjóti nálgunarbann og ógni öryggi þolanda. Verkefnið er gert í samvinnu við fyrirtæki í öryggis- þjónustu sem leigir hnappinn. Aðeins einn notandi er með hnapp- inn enn sem komið er. Þolandinn er vaktaður hvar sem hann er á land- inu og bregst lögregla viðkomandi umdæmis við ef notandinn neyð- ist til að hringja meðan hann er utan Suðurnesja. Lögregla í öllum umdæmum hefur einnig gögn um mál þolanda. Nýlundan er tilkomin að frumkvæði lögreglunnar á Suð- urnesjum. „Við vorum á ráðstefnu í fyrra- vetur á Spáni og þar kom það fram að sums staðar er brugðist við þessu svona svo við ákváðum að prófa.“ Aðspurður hvort hann telji lík- legt að þessir hnappar verði notað- ir í fleiri tilfellum segir hann: „Ég get lítið sagt um það, það veltur á þolendum. En þetta er til staðar og viðleitni okkar líka.“ Hann segir enn fremur að hnappurinn geti haft fyrirbyggjandi áhrif því brota- maður sé ólíklegri til að leggja til atlögu viti hann af þessum öryggis- ventli þolandans. jse@frettabladid.is Mál tengd ofbeldi á heimilum þrefaldast Lögreglan á Suðurnesjum sker upp herör gegn heimilisofbeldi. Fjöldi slíkra mála hefur þrefaldast á þremur árum. Neyðarhnappur sem nú er notaður til að vernda þolanda í áhættu var tekinn í notkun að frumkvæði lögreglunnar á Suðurnesjum. HEIMILISOFBELDI Tilfellum þar sem lögreglan á Suðurnesjum hefur þurft að láta til sín taka vegna heimilisofbeldis hefur fjölgað verulega. Hún tekur á málinu af fullum þunga og leitar ýmissa leiða. NORDICPHOTOS/GETTY FERÐAÞJÓNUSTA „Hafnarfjarðar- bær hafði samband við okkur að fyrra bragði til að leita eftir hug- myndum að sýningu tengdri jökl- um sem þróaðist út í samstarf um þekkingarsetur um jöklana, snjó og ís,“ segir Páll Ásgeir Davíðs- son, framkvæmdastjóri alþjóð- legu félagasamtakanna Vox Nat- urae. Samtökin hafa óskað eftir lóð í Hafnarfirði undir íshöll og sýn- ingarskála. Þar vill Vox Naturae nota nýjustu tækni til að fræða ferðamenn og aðra um jöklana, snjó og ís. „Gestir hallarinnar eiga þar eftir að koma inn í 360 gráðu upp- lifun. Við erum að að vinna þetta með erlendum listamönnum sem hafa sérhæft sig í þessari tækni,“ segir Páll. Bæjaryfirvöld hafa falið skipu- lags- og byggingarsviði bæjarins að ræða við samtökin um stað- setningu íshallarinnar. Einn- ig liggur fyrir viljayfirlýsing á milli Vox Naturae og bæjarins um þróun og uppbyggingu verk- efnisins. Í yfirlýsingunni segir að íshöllin eigi að auka komu ferða- manna til bæjarins. „Og styrkja stöðu Íslands sem mögulegs ráðstefnuvettvangs um málefni tengd snjó og ís,“ segir Páll. „Þegar staðsetningin verð- ur komin þá förum við í að leita að fjármagni í verkefnið og við munum meðal annars leita til erlendra styrktaraðila.“ - hg Vilja koma á þekkingarsetri um íslensku jöklana, snjó og ís í stórri íshöll og sýningarskála í Hafnarfirði: Hafnarfjarðarbær vill íshöll Vox Naturae SNÆFELLSJÖKULL Samtökin vilja auka vitund um afleiðingar þess að ís og snjó- hula fer ört hopandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þegar lögreglan er kölluð til þá opnast allir gluggar kerfisins þannig að félagsþjónusta, barna- vernd og fleiri koma beint að málinu. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. 2013 56 2012 43 2011 27 2010 18 Fjöldi heimilisofbeldismála sem komu til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum. ➜ Heimilisofbeldismál á Suðurnesjum EFNAHAGSMÁL Búið er að ráða fjölmarga sérfræðinga og fyrir- tæki til að aðstoða íslensk stjórnvöld við afnám fjármagns- hafta. Glenn Kim mun stýra verkefninu. Kim hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi þýska fjármálaráðuneytisins við endur- skipulagningu á evrusvæðinu. Með Kim munu starfa Benedikt Gíslason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Eiríkur Svavarsson, hæstaréttarlögmaður og einn forsvarsmanna InDe fence-hóps ins, ásamt Frey Her- mannssyni, forstöðumanni fjárstýringar Seðlabanka Íslands. Lögmannsstofa Lee Buchheit, aðalsamningamanns Íslands í Icesave-deilunni, mun einnig vinna að losun haftanna. Fleiri sérfræðingar koma að verkefninu. Til dæmis starfs- menn ráðgjafarfyrirtækisins White Oak Advisory LLP og hagfræðiprófessorinn Anne Krueger. -ih Fjármálaráðuneytið hefur skipað sérfræðingahóp vegna afnáms hafta: Þýskur sérfræðingur í haftanefnd FÁ AÐSTOÐ Fjármálaráðu- neytið er búið að ráða fjölda sérfræðinga til að aðstoða við afnám hafta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.