Fréttablaðið - 29.07.2014, Page 2

Fréttablaðið - 29.07.2014, Page 2
29. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 LANDBÚNAÐUR Ef ekkert verður að gert mun geitfjárbúið á Háafelli í Hvítársíðu fara á uppboð um miðjan september. Þar eru um 22 prósent af íslenska geitastofninum, sem telur rúm átta hundruð dýr, og þar eru 95 prósent af kollótta hluta geita- stofnsins. Jón Hallsteinn Hallsson, for- maður erfðanefndar, segir að þar hafi menn áhyggjur af framvindu mála. „Annars vegar vegna erfða- fjölbreytileika íslenska geitfjár- stofnsins,“ segir hann. „Og hins vegar vegna þeirrar sérstöðu sem þetta bú hefur. Það er í raun eina ræktunarbúið hér á landi þar sem einhver möguleiki er á því að nýta afurðirnar. Við teljum að þarna hafi verið unnið frumkvöðlastarf til dæmis varðandi þróun afurða og það er áhyggjuefni ef sú vinna fer forgörðum án þess að möguleik- arnir séu fullreyndir. Því ef þetta fer úrskeiðis þá er það mér stórlega til efs að einhver fáist til að reyna þetta aftur.“ Skuldir búsins jukust um tíu milljónir í hruninu en þá var enn lítið um tekjur í þessu þróunar- starfi, segir Jóhanna B. Þorvalds- dóttir sem rekur búið ásamt Þor- birni Oddssyni. Sigurður Ingi Jóhannsson lagði fram tillögu til þingsályktunar fyrir kosningar 2013, ásamt Ásmundi Einari Daðasyni sem nú er aðstoðar- maður forsætisráðherra, um að atvinnu- og nýsköpunarráðherra beitti sér fyrir eflingu íslenska geitastofnsins. Þar segir að ef ekki verði brugðist við þeirri stöðu sem íslenski geitfjárstofninn er í sé hætt við að það verði um seinan. Eins og mönnum er kunnugt er Sigurður Ingi sjálfur orðinn landbúnaðar- ráðherra. Jóhanna bað um fund með honum í ágúst í fyrra ásamt full- trúum sem eiga aðkomu að málinu. Ekkert hefur orðið af slíkum fundi þrátt fyrir ítrekun Jóhönnu. Hann hefur heldur ekki svarað spurning- um Fréttablaðsins varðandi málið. Áhugi almennings virðist vera fyrir hendi því geitakjöt selst jafn- óðum upp hjá Jóhönnu, eins er mikil eftirspurn eftir ostum sem Jóhanna getur þó ekki framleitt. „Ég hef ekki getað byggt upp nógu góða aðstöðu til að fá leyfi til ostagerðar,“ segir hún. Í fyrrasumar komu 3.400 gestir á búið til að fræðast um geiturnar og kaupa afurðir eins og sápur og krem. Eins hafa margir tekið geitur í fóstur. Segir hún að útlit sé fyrir jafnvel meiri aðsókn nú í sumar. „Það væri því sorglegt ef þetta færi forgörðum nú þegar ég er loks að sjá afrekstur erfiðisins,“ segir hún. jse@frettabladid.is Bíður svars ráðherra rétt fyrir uppboð Sigurður Ingi lagði fram þingsályktunartillögu fyrir kosningar þar sem hann hvatti landbúnaðarráðherra til að bregðast við hættunni sem íslenski geitfjárstofninn sé í. Stærsta búið verður boðið upp í september. Eigandinn nær ekki eyrum Sigurðar. JÓHANNA MEÐ GEIT Framtíð hornóttra sem og kollóttra er í tvísýnu á Háafelli. Jóhanna bíður svars frá ráðherra sem hvatti forvera sinn til að bregðast við þeirri hættu sem steðjaði að íslenska geitfjárstofninum. Skuldir búsins jukust um tíu milljónir í hruninu en þá var enn lítið um tekjur í þessu þróunar- starfi. Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, bóndi á Háafelli. TRÚARBRÖGÐ Múslímar um heim allan halda nú hátíðlega Eid al-Fitr en hátíðin markar endalok ramadan, árlegs föstumánaðar. Á meðan á ramadan stendur má hvorki neyta matar, drykkjar eða stunda kynlíf eftir að sólin kemur upp og þar til hún sest á kvöldin. Hefð er fyrir því að nýta þennan tíma til þess að fyrirgefa og útkljá deilur við vini og ættingja. Auk þess er tímamótunum fagnað með bænastundum, fjölskyldumótum, veislum, gjöfum og sælgæti. - nej Eftir föstu í um mánuð tekur ramadan múslíma nú enda: Múslímar halda Eid al-Fitr-hátíð Magnús Óli, ætlið þið að ganga að Lifandi markaði dauðum? „Það eru víst einhverjir aðrir búnir að því. Við munum hins vegar senda krans.“ Magnús Óli Ólafsson er forstjóri Innness sem hefur kært fyrrverandi stjórnendur Lifandi markaðar en það fyrirtæki hefur verið úrskurðað gjaldþrota. BRUGÐIÐ Á LEIK Þessi unga stúlka stillti sér upp fyrir ljósmyndara við bænastund í Sanaa í Jemen í gær. Bænastundin var tileinkuð Eid al-Fitr sem hófst í gær. NORDICPHOTOS/AFP JERÚSALEM,AP Að minnsta kosti tíu Pal- estínumenn fórust, þar á meðal börn, þegar sprengjuárás var gerð á almenn- ingsgarð á Gasasvæðinu í gær. Sam- kvæmt palestínskum heilbrigðisstarfs- manni særðust 46 í árásinni. Árásin átti sér stað nokkrum mínútum eftir að sprengja sprakk á Sifa-sjúkrahús- inu þar sem þó nokkrir særðust. Ísra- elski herinn sagðist ekki bera ábyrgð á sprengingunum og hélt því fram að eldflaug- ar palestínskra vígamanna hefðu valdið skaðan- um eftir að hafa ekki drifið nógu langt. Palest- ínumenn voru ekki á sama máli og sögðu Ísraela bera fulla ábyrgð. Fyrr um daginn sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, að stöðva þyrfti ofbeldið á Gasasvæðinu. „Í nafni mannúðar þá verð- ur ofbeldinu að linna,“ sagði hann. Hann sakaði Benjamín Netanjahú, for- sætisráðherra Ísraels, og Khaled Masha- al, leiðtoga Hamas-samtakanna, um að vera óábyrgir og siðferðislega á rangri braut fyrir að láta sitt eigið fólk deyja. Hann hvatti þá til að sýna „pólitískan vilja“ og „samúðarfulla leiðtogahæfileika“ til að binda endi á þjáningar borgaranna á svæðinu. „Ástandið á Gasa er mjög alvarlegt,“ sagði hann. - fb Að minnsta kosti tíu fórust í sprengjuárás á sjúkrahús og almenningsgarð á Gasasvæðinu: Ísraelsher kenndi Hamas-samtökunum um BAN KI-MOON SORG Ættingjar Hazem Eshbair hópuðust í kringum hann en hann missti tvö barna sinna í sprengjuárás á almenningsgarð í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur stað- festi í gær úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa ráðist á þriðja manninn á Grundarfirði 17. júlí síðastliðinn. Maðurinn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Úrskurðurinn var sagður í tilkynningu frá lögreglu vera á grundvelli almannahags- muna. Rannsókn stendur yfir vegna árásarinnar og fer rann- sóknardeild lögreglunnar á Akra- nesi með yfirumsjón með henni. - nej Líkamsárás á Grundarfirði: Staðfesting á gæsluvarðhaldi NOREGUR Lögregla í Noregi lækkar viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka- ógnarinnar sem talin er steðja að. Í dag verður dregið úr eftirliti og lögreglumönnum á vakt fækkað. Þetta kom fram á fréttamanna- fundi norsku lögreglunnar í gær. Talsmaður lögreglu sagði lögreglu- umdæmin vera reiðubúin ef ske kynni að viðbúnaðarstig yrði aftur hækkað. Lögreglumenn verða áfram vopnaðir og landamæra- eftirlit meira en vanalega. Löggæsla var stórlega efld fyrir helgi vegna upplýsinga um yfirvof- andi hryðjuverkavá. - aí Dregið úr eftirliti í Noregi: Viðbúnaðarstig lækkað í dag UTANRÍKISMÁL Ástandið í Úkraínu gæti haft neikvæð áhrif á sölu íslenskra fyrirtækja á makríl til landsins þótt þessi áhrif hafi ekki enn komið fram, að sögn sölu- stjóra Iceland Seafood. Úkraína er einn mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir uppsjávarfisk, en tíu prósent heildarafla makríls sem er veiddur í efnahagslögsög- unni eru flutt þangað. „Óróinn í Úkraínu er fyrst og fremst bundinn við tvö austustu héruðin, Lúhansk og Dónetsk,“ segir Teitur Gylfason, sölustjóri Iceland Seafood. „Annars staðar í landinu gengur lífið sinn vana- gang. En því er ekki að neita að við og aðrir förum varlega í að senda vöru, sérstaklega sem ekki er staðgreidd, inn á þennan mark- að á meðan ástandið er eins og það er.“ Teitur segir að Iceland Seafood muni hugsanlega fara fram á stað- greiðslu í einhverjum tilvikum í Úkraínu til að verja hagsmuni sína. „Við förum mjög varlega í að lána mönnum þarna,“ segir hann. Makrílveiðar Íslendinga á árinu 2011 skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna og 26 millj- örðum árið 2012. Gríðarlegir hagsmunir eru því fólgnir í því að sala á makrílafurðum gangi áfallalaust fyrir sig. - þþ Íslensk fyrirtæki fara varlega í að senda makríl til Úkraínu vegna átakanna: Gæti haft neikvæð áhrif á sölu MAKRÍLL FRYST- UR Makrílveiðar Íslendinga skila miklum fjár- munum í þjóðar- búið. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.