Fréttablaðið - 29.07.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.07.2014, Blaðsíða 12
29. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Er þögn sama og samþykki? Það vekur upp spurningar um sjálfstæð- ismenn að ekkert hafi heyrst frá þeim í tengslum við ástandið á Gasasvæðinu. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki stigið fram og fordæmt hernaðaraðgerð- irnar eða dauða saklausra borgara fyrir botni Miðjarðarhafs. Það var fastafulltrúi Íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum og dyggur sjálfstæðis- maður, Thor Thors, sem mælti fyrir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Kannski er afstaðan til Ísraels nú því bara af gömlum vana. Sögðu ekki já við Palestínu Ísland var 131. ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu í heiminum. Þá vakti athygli að allur þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins sat hjá í atkvæðagreiðslunni á Alþingi. Allir aðrir þingmenn slepptu flokkadráttum og samþykktu sjálfstæðið. Ári síðar, eða árið 2012, sagði Bjarni Benediktsson í pontu á Alþingi að upp- haf átakanna mætti rekja til Hamas- samtakanna og lýsti þeirri skoðun að Ísland ætti ekki að leggja áherslu á að auka áhrif Palestínu á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Þetta er óskiljanleg afstaða flokks sem segist berjast fyrir mannréttindum. Vinstrimenn á snúrunni Umræðan um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum hefur nú dúkkað aftur upp. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, segir í grein á vefsvæði sínu: „Skrítið hvað margir vinstrimenn keppast nú við að andmæla hugmyndum um aukið frelsi í viðskiptum með áfengi.“ Brynjar virðist sjá vinstrimenn í hverju horni þessa dagana en sam- kvæmt talningu höfundar Frá degi til dags hafa einungis tveir menn sem telj- ast til vinstrimanna tjáð sig hið minnsta um málið á síðustu dögum. Það eru þeir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, og Helgi Seljan, fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins. Helstu gagnrýnismenn áfengissölunnar eru hins vegar í samstarfsflokki Brynj- ars. Formaður Framsóknar- flokksins og þingkonurnar Sigrún Magnúsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir eru andsnúnar málinu. - ssb Þ ingmaðurinn Helgi Hjörvar kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld með gamalkunna tuggu um hinn svokall- aða auðlegðarskatt sem var lagður á í hinsta sinn á þessu ári. Hélt hann því fram að ríkissjóður „yrði af“ níu milljörðum króna vegna þessa. Hann þuldi svo upp skilyrðin fyrir þolendur skattheimtunnar til að sýna örugglega að aðeins hinir ríku hefðu þurft að greiða skattinn. Þessi skattur var upphaflega lagður á árið 2009. Hann var frá fyrsta degi merki lýðskrums af verstu sort. Rökstuðningurinn fyrir því var meðal annars sá að hópur fólks hefði í aðdraganda hrunsins notið þess að skattar á fjármagnstekjur hefðu verið lágir og reglur hagstæðar. Fullyrt var að þeir hefðu borgað lægri skatta á meðan almenn- ingur hefði axlað þyngri byrðar. Því væri eðlilegt að þeir þyrftu að greiða auðlegðarskatt. Með öðrum orðum þá var það vonda efnaða fólkið eitt sem græddi á því að skattar hérlendis voru lágir fyrir hrun. Þetta stenst enga skoðun. Lágskattastefnan fyrir hrun þýddi að hver einasti launamaður hafði meiri kaupmátt um hver mánaðamót en ella. Hagstæðar skattareglur á fyrirtæki höfðu það í för með sér að hjól atvinnulífsins snerust með tilheyrandi atvinnumöguleikum og svigrúmi til kjarabóta fyrir launamenn. Fjölmargir hafa bent á að fráhvarf frá þessari stefnu hafi hægt verulega á því að efnahagslífið rétti úr kútnum. Auðlegðarskatt- urinn var miðaður við þá sem höfðu komið betur en aðrir út úr hruninu. Vandamálið var að stór hluti þessa fólks var ekki nýríkir útrásarvíkingar heldur eldri borgarar. Fólk sem hafði sýnt ráðdeild og fyrirhyggju á meðan aðrir tóku lán sem þeir réðu ekk- ert við. Þessi hópur hafði ekki spilað á hagstætt skattaumhverfi eða verið með allt sitt í einkahlutafélögum heldur einfaldlega lagt fyrir, borgað af lánum og „auðlegð“ þeirra var oft bundin í skuldlausri fasteign. Það er víða pottur brotinn varðandi lífeyris- réttindi þessarar kynslóðar og hjá mörgum hefur söluverðmæti skuldlausrar fasteignar komið í stað hefðbundins lífeyris og á að endast út æviskeiðið. Það átti því ekki að koma á óvart að 66 prósent greiðenda skattsins höfðu 5 milljónir eða minna í árs- laun. Þannig þurftu eldri borgarar að selja eignir til að hafa efni á því að borga skattinn. Á síðasta ári greiddu hundruð þeirra meira en helming tekna sinna í skattinn og jafnframt fjórfaldaðist fjöldi þeirra sem greiddu auðlegðarskatt sem var hærri en tekjur þeirra. Þessi eignaskattur er skýrt dæmi um ósanngjarna skatt- lagningu. Hann var keyrður í gegn þegar þjóðin var enn í losti. Rökstuðningurinn ól á tortryggninni sem var í þjóðfélaginu gagn- vart þeim áttu að hafa borið ábyrgð á hruninu. Málflutningur um að ríkið sé að „verða af“ skatttekjum frá hinum eignameiri vegna afnáms skattsins er af sömu rót runninn. Rétt er að geta þess að þingmaðurinn gerði gott betur. Hann greip til sama lýðskrums og andstæðingar listamannalauna með því að tiltaka alls kyns önnur verkefni sem hægt væri að fjármagna með þessum peningum. Skattlagningin bitnaði á allt öðrum hópi en til stóð. Það virðist ekki hafa skipt vinstri stjórnina eða þingmanninn nú neinu máli. Það eina sem skiptir máli er að refsa þeim sem hafa það aðeins betra en aðrir. Þá skiptir engu máli hvort sú staða sé tilkomin vegna áratuga sparnaðar eða brasks með hlutabréf. Staðreyndin er sú að ríkið er ekki að „verða af“ þessum skatttekjum. Það er að leyfa eldri borgurum að njóta afraksturs ævistarfsins í friði. Auðlegðarskattur bitnar á öðrum en til stóð: Lýðskrum Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Varla hefur farið fram hjá neinum umræðan um sameiningu heilbrigðisstofnana, sýslu- manns- og lögreglustjóraembætta á lands- byggðinni á síðustu misserum. Viðbrögðin hafa verið hörð hjá heimamönnum, eðlilega, þar sem um stórkostlega samfélagsbreyt- ingu er að ræða í þorpunum sem um ræðir. Hugmyndirnar eru svo sem ekki nýjar af nálinni því í hvert sinn sem ný ríkisstjórn tekur við stjórnartaumunum eru samein- ingar stofnana á landsbyggðinni fyrstu til- lögur nýrra ráðherra. Mörgum þykir e.t.v. einkennileg þessi heita umræða og hörð mót- mæli íbúa, en sannleikurinn er sá að mál- flutningur heimamanna snýst um að í boði sé sjálfsögð þjónusta við íbúa, atvinnutæki- færi og eðlileg samfélagsmynd. Hvernig samfélag væri það ef örfáir íbúar höfuð- borgarsvæðisins væru með háskólamenntun og aðra sérmenntun? Er það samfélag líklegt til framfara? Með téðum breytingum er aldagamalli hefð um staðsetningu sýslumanna og sjálf- stæðra heilbrigðisstofnana raskað. Sem dæmi þá hefur á Patreksfirði setið sýslu- maður síðan 1881 og sjúkrahús verið starf- rækt frá árinu 1902. Sjúkrahús eru öryggis- net og ein grundvallarforsenda þess að byggð hefur haldist í landinu okkar. Öryggi íbúanna ætti að vera forgangsmál en ekki excel-æfingar embættismanna sem sjá það fyrir sér að mikill sparnaður geti orðið af niðurskurði á landsbyggðinni. Margir hafa hins vegar dregið í efa að einhver sparnaður hafi orðið af sameiningu stofnana. Aðstæður á Vestfjörðum eru einstakar þegar litið er á samgöngur. Sunnanverðir Vestfirðir eru eyland stóran hluta ársins. Frá október og fram í maí er ekki hægt að tryggja samgöngur milli norður- og suðursvæðis og leiðin til Reykjavíkur getur verið torfær. Það væri áhugavert fyrir þessa ágætu höfunda sameiningarhugmyndanna að vera fastir á Hálfdan um hávetur á leið í sjúkraflug. Ef til vill yrðu hugmyndirnar aðrar. Viðbrögð embættismanna og ráðamanna eru fjarri því að vera ásættanleg; heima- fólk hefur hingað til ekki fengið að taka þátt í undir búningi eða ákvörðunum. Allir hags- munaaðilar hafa hins vegar mótmælt; sveitar- stjórnir á Vestfjörðum, Fjórðungssamband- ið og þingmenn kjördæmisins og starfsfólk sjúkrastofnananna. Ekkert er hlustað á þessa aðila sem þekkja reksturinn og þjónustuna best. Ekkert samráð hefur átt sér stað þó svo að ætlast sé til þess af löggjafanum. Óvissa og óöryggi magnast hjá íbúum og starfsfólki stofnananna enda fátt vitað um framhaldið. Enn er tími til þess að taka aðra ákvörðun út frá hagsmunum heimamanna og í samráði við þá. Það eru hinar réttu þjóðhagslegu ákvarð- anir og um þetta verður að nást sátt. Um mikilvægi samráðsSAMFÉLAG Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vestur- byggðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.