Fréttablaðið - 29.07.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.07.2014, Blaðsíða 22
FÓLK|HEILSA GAMAN Flest börn eru áhugasöm í leikskólanum og líður vel þar. Skoðað var hversu hæfileikarík leikskólabörnin voru í samskiptum við jafnaldra og fullorðna en einnig hegðunarvandamál og árásargirni. Reglulega hafa komið upp þær tilgátur að börn sem byrja ung á leikskóla og dvelja þar langa daga eigi frekar á hættu að eiga við hegðunarvanda að stríða en börn sem eiga heimavinnandi foreldra og dvelja hjá þeim. Í ljós kom að félagsleg færni barna sem eru í leikskóla er síst minni en hinna. Hvorki aldur né langur leikskóladagur virðist hafa neikvæð félags- leg áhrif á börnin. Könnunin bendir fremur til þess að leikskólinn hafi jákvæð áhrif á börn, bæði félagslega og andlega, að því er Lars Wich- strøm, verkefnastjóri og prófessor sem vann að könnuninni, upplýsir. Prófessor- inn segir að niðurstöðurnar komi ekki á óvart. „Það er svo margt annað en leikskól- inn sem skiptir máli hjá barninu. Fyrst og fremst er það gott samband við foreldra, hvort sem það er í styttri eða lengri tíma yfir daginn. Börnin mynda ný og verðmæt sambönd í leikskólanum og eru jafnvel tilbúnari til að fara í grunnskóla en börn sem aldrei voru í leikskóla.“ Þá sýnir rann- sóknin að leikskólinn hefur góð áhrif á málþroska barna, sérstaklega drengja. Börnin sem tóku þátt í rannsókninni voru fædd 2003 og 2004. Lagðar voru fram spurningar til foreldra auk þess sem börnin voru skoðuð og próf lögð fyrir þau. Þá hittu vísindamenn börnin með foreldrum sínum. Leikskóla- og grunnskóla- kennarar fengu sömuleiðis spurningalista. Sam- kvæmt rannsókninni er ekkert sem bendir til neikvæðra þátta þótt börn séu í leikskóla frá unga aldri. Eitt þúsund börn tóku þátt í rann- sókninni sem stendur enn yfir en haldið verður áfram að fylgjast með þátttakendum. Börnin eru núna í grunnskóla. Forskning. no greinir frá þessari rannsókn en ítrekað er að börn eru mis- jöfn, hér sé um meðal- tal að ræða. LEIKSKÓLINN HEFUR GÓÐ ÁHRIF Á BÖRN HEILSA Ný félagsfræðileg rannsókn sem gerð var á börnum í Þrándheimi í Noregi sýnir að leikskólavist breytir ekki félagslegum hæfileikum barna. Börnin voru á fimmta ári þegar rannsóknin hófst en hún stendur enn yfir. Þjáist þú af svefnleysi? Segðu bless við hvíldar- og svefnlausar nætur Fáanlegt í apótekum og heilsuverslunum. Til að fá frekari upplýsingar eða kaupa á netinu: www.icecare.is Inniheldur náttúruleg vítamín og jurtir eins og amínósýruna L-theanine, sem hjálpar til við slökun ásamt alhliða B-vítamína, sem stuðla að eðlilegri taugastarfsemi. Auk þess inniheldur taflan mikið magn magnesíums. NÝ SENDINGKOMIN!FYRRI VORU FLJÓTARAÐ SELJAST UPP Sefur eins og engill Elín, sem er 62 ára, hefur átt erfitt með að festa svefn og átti það til að vakna oft að nóttu til. „Það er óþolandi að liggja í rúminu og bylta sér af því að maður getur ekki sofið. Á daginn átti ég erfitt með einbeitingu. Ég var alltaf þreytt. .“ „Nú líður mér stórkostlega. Ég er úthvíld og glöð þegar ég vakna. Ég er orkumeiri yfir daginn og afkasta- meiri.“ Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín 2014 Leikurinn fer fram á Facebook og í nýrri verslun Ormsson í Lágmúla 8 HLJÓMTÆKI SPJALDTÖLVUR SJÓNVARP LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS · Verslanir um land allt Verðmæti vinninga yfir 500 þúsund kr. Sjá nánar á: www.facebook.com/ormsson.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.