Fréttablaðið - 29.07.2014, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 29.07.2014, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 29. júlí 2014 | SKOÐUN | 13 Það er áhugavert að hugsa til þess að ein algengasta kvörtun þeirra sem leita til læknis er vegna óþæginda eða verkja í kviðarholi. Það virðist sem slíkir verkir séu líklegri meðal kvenna en karla og helgast það að hluta til vegna líffræðilegra ástæðna. Þegar við horfum til almennra sjúkdóma þá er líka ákveðinn munur milli kynja á tíðni þeirra. Flestar konur þekkja kviðverki af einum eða öðrum toga, oftast er um að ræða meinlaus óþæg- indi sem ganga yfir á stuttum tíma og geta til dæmis tengst tíðum eða egglosi og innri kven- líffærum. Þá er einnig vel þekkt sú staðreynd að verkir geta fylgt ýmsum kvillum tengdum melt- ingarfærum en undir þá skil- greiningu falla magi, smáþarm- ar og ristill, auk gallblöðru og briskirtils. Þegar maður skoðar alla þá möguleika sem liggja til grund- vallar kviðverkjum telja þeir í nokkrum tugum að minnsta kosti. Sumir eru algengari en aðrir og í einstaka tilfellum er um að ræða svokallaða sebra- hesta sem maður sér kannski bara einu sinni á lífsleiðinni sem læknir. Ég man eftir því í námi að hafa fengið að skoða sjúk- ling sem var með óhefðbundna líffærafræði. Til að útskýra það stuttlega þá gerist það á fóstur- stigi að líffærin raða sér niður eða „snúa“ sér. Á endanum liggja líffæri okkar, bæði karla og kvenna, því á „réttum“ stað. Gerist þetta ekki er viðkomandi sjúklingur verulega frábrugðinn hinum hefðbundna sem getur gert greininguna erfiða. Þetta er vissulega mjög sjaldgæft, en í slíkum tilvikum getur botn- langinn verið vinstra megin svo dæmi sé tekið, lifrin getur verið vinstra megin, hjartað hægra megin og svo framvegis. Það er ágætt að hafa það í huga ef við- komandi sjúklingur reynist ráð- gáta eða einkennin ríma ekki. Skipulögð nálgun Það er þó svo að það sem er algengt er algengt og skipu- lögð nálgun á sögu og einkenni sjúklings á að færa mann nær greiningu og þá líka meðferð. Læknar skipta kviðarholinu í fjóra hluta, hægri, vinstri og efri, neðri. Skiptingin er við naflann og miðlínu sem gerir manni auðveldara fyrir að átta sig á hvaða líffæri er um að ræða. Mikilvægt er að átta sig vel á því hvort um skyndilega verki er að ræða sem viðkom- andi þekkir ekki, eða endurtek- in óþægindi, en líka að gera sér grein fyrir því að sumir verkir leiða í kviðinn án þess að eiga uppruna sinn þar, dæmi um slíkt er hjartverkur og lungna- bólga. Ein algengasta orsök kvið- verkja hjá konum á öllum aldri er blöðrubólga eða sýking í þvag- vegum sem oftast fer ekki fram hjá viðkomandi vegna sviða og óþæginda. Sýkingar hvers konar eins og upp- og niðurgangs- pestir og ýmis óværa eru auðvi- tað líka algeng vandamál og ber alla jafna brátt að. Þeim fylgir stundum hiti og almennur slapp- leiki og í mörgum tilvikum eru fleiri veikir í nánasta umhverfi einstaklingsins. Ekki má gleyma hægðatregðunni sem getur skap- að mikla verki. Þá líka vandamál tengd gallblöðru líkt og gallstein- ar, maga- og ristilbólgur en einn- ig botnlangabólgan gamla góða. Sértæk vandamál kvenna líkt og sýkingar í innri kvenlíffær- um, legslímuflakk, blöðrur á eggjastokkum og jafnvel uppá- snúningur á eggjaleiðara og utanlegsfóstur geta verið mjög sársaukafull ástæða kviðverkja. Ekki má gleyma kynsjúkdómum líkt og ógreindri og ómeðhöndl- aðri klamydíu sem getur valdið verkjum sem geta verið alls ótengdir kynfærum. Vanlíðan og streita Eins og fram kemur að ofan eru vissulega margar ástæður mögulegar, en þær geta verið enn fleiri sem valda kviðverkj- um, sumar greiningar eru klín- ískar og koma fram við skoðun eingöngu, aðrar þarf rannsókn- ir til aðstoðar við. Hjá sumum finnst engin greinileg ástæða og eru margar konur sem hafa ítrekað leitað læknis eða ann- arra fagaðila til að fá hjálp við sínum verkjum en án árang- urs. Þessu fylgir oftsinnis van- líðan og streita. Það er búið að gera ótal rannsóknir og jafnvel margar aðgerðir eða speglan- ir sem ekki hafa leitt til niður- stöðu og lækningar. Samskipti læknis og sjúklings verða erfið- ari og greiningar eins og þung- lyndi og kvíðaröskun með til- heyrandi lyfjanotkun koma upp á yfirborðið og traust milli aðila getur rýrnað. Þó verður að geta þess að andlegir sjúkdómar geta mjög vel valdið líkamlegum verkjum, en fyrst þarf að úti- loka líkamlegar ástæður. Konur sem hafa reglubundna kviðverki sem ekki hefur feng- ist skýring á ættu að skoðast sérstaklega. Þá er mikilvægt að greina á milli tengingar við áreynslu, að lyfta, hósta eða hlæja, við hægðalosun og jafn- vel við kynmök. Ekki má gef- ast upp að leita og nauðsynlegt getur verið að fá fleiri álit, því það er í sjálfu sér ekki eðlilegt að hafa kviðverki. Konur og kviðverkir þeirra HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Konur sem hafa reglubundna kvið- verki sem ekki hefur fengist skýring á ættu að skoðast sérstaklega. Þá er mikilvægt að greina á milli tengingar við áreynslu, að lyfta, hósta eða hlæja, við hægðalosun og jafnvel við kynmörk. Ekki má gefast upp að leita og nauðsynlegt getur verið að fá fleiri álit, því það er í sjálfu sér ekki eðlilegt að hafa kviðverki. RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is VIÐ FRAMLEIÐUM ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM Framleiðum dýnur og rúm fyrir hótel og gistiheimili FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga! · SUMARÚTSALA · 30-50% AFSLÁT TUR Ítölsk hágæða sófasett Rým ing ars ala 65% afs látt ur a f sý nin gar sófu m Það sem vantar í tekjublöðin Nú er sá tími ársins sem Frjáls verslun og dagblöðin birta tölur um tekjur einstaklinga á síðasta ári, byggðar á upplýsingum skatt- stjóra um álagningu tekjuskatts einstaklinga. Þetta eru atriði sem margir hafa áhuga á. Það er hins vegar rétt að hafa í huga að tölurnar sem tekju- blöðin birta eru fyrst og fremst um atvinnutekjur og lífeyristekjur. Fjármagnstekjur einstaklinga vantar alveg inn í myndina. Það gefur mjög villandi upplýsingar um heildartekjur fólks– sérstaklega um tekjur hátekjufólks. Hátekjufólk er almennt með stóran hluta heildartekna sinna í formi fjármagnstekna (arðgreiðslur, leigutekjur, vaxtatekjur, sölu- hagnað o.fl.). Á hápunkti bólu- hagkerfisins, árið 2007, var ríkasta eina prósent heimila í landinu með um 86 prósent heildartekna sinna sem fjármagnstekjur. Til að fara nærri hefði þurft að margfalda birtar tekjur hæstu stjórnenda og eigenda í atvinnulífi um átta til níu sinnum. Birtar tölur um tekjur hátekjufólksins í Frjálsri verslun það árið voru sem sagt bara brot af því sem hátekjufólk (ríkasta eina prósent heimila í landinu) hafði í raun í heildartekjur. Þá var líka ótalið það af tekjum og eignum hátekjufólks sem rann í erlend skattaskjól á þeim tíma, en það var umtalsvert. Árið 2012 höfðu fjármagnstekjur lækkað talsvert en voru samt að jafnaði hátt í helmingur heildar- tekna ríkasta eina prósentsins. http://blog.pressan.is Stefán Ólafsson AF NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.