Fréttablaðið - 29.07.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.07.2014, Blaðsíða 6
29. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu oft hefur Birgir Leifur Hall- dórsson orðið Íslandsmeistari í högg- leik? 2. Hvar segir bæjarstjóri Hornafjarðar að aðstaða fyrir ferðamenn sé ekki boðleg? 3. Hver er nýr sveitarstjóri Svalbarðs- strandarhrepps? SVÖR: 1. Sex sinnum 2. Við Jökulsárlón 3. Eiríkur Haukur Hauksson. VEISTU SVARIÐ? Tilkynning frá Fjölskylduhjálp Íslands Fjölskylduhjálp Íslands afgreiðir um 30.000 matargjafi á ári og er því með snertiflöt á flestu er viðkemur fátækt á Íslandi. Starfsstöðvar eru tvær. Höfuðstöðvarnar eru að Iðufelli 14 í Reykjavík með útbú að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Fjölskylduhjálp Íslands greiddi 22 milljónir í virðisaukaskatt til Ríkisins á árunum 2008 til 2012. Ríkisvaldið styður starfsemina um 4 milljónir í ár og styrkur frá Reykjavíkurborg er 2.8 milljónir. Þessir tveir styrkir erum um 10% af þeirri fjárþörf sem starfsemin þarf á að halda því Fjölskylduhjálp Íslands greiðir fyrir um 80% þeirra matvæla sem úthlutuð eru ár hvert. Fjölskylduhjálp Íslands aðstoðar fátækt fólk, bæði einstaklinga og fjölskyldur. Þegar og ef Fjölskyldhjálp Íslands hættir störfum munu allar eignir og lausafjármunir renna til þess góðgerðarfélags sem mest þarf á því að halda. Stjórn Fjölskylduhjálpar Íslands r Ora grillsósur fást í næstu verslun! Lúxus Bernaisesósa SAMFÉLAGSMÁL Kynferðisbrot og annað ofbeldi hefur verið árviss fylgisfiskur hátíðarhalds um verslunarmannahelgina. Sextán kynferðisafbrot voru tilkynnt eða kærð til lögreglu um verslunar- mannahelgina í fyrra. Hátíðin Eistnaflug var haldin í tíunda sinn í sumar en engin nauðg- un eða alvarleg líkamsárás hefur verið kærð í sögu hátíðarinnar. Stefán Magn- ússon , sk ipu - leggjandi Eistna- flugs, segir að alla tíð hafi verið lögð áhersla á að ofbeldi verði ekki liðið. „Ég hef komið upp á svið á hverju einasta kvöldi og beðið fólk að passa vel upp á sig og sína og haga sér ekki eins og hálfvitar,“ segir Stefán. H a n n seg i r að oft megi gera meira til að auka öryggi. „Þetta skánar ekki þegar þjóðhátíðarnefnd fagnar því hve vel hátíðin hafi gengið þegar það er kannski búið að kæra eina nauðgun og tíu líkamsárásir.“ Stefán hefur áður sagt að verði nauðgun eða alvarleg líkamsárás framin á hátíðinni þá verði hátíðin ekki haldin að ári. Nú gengur áskorun á samfélagsmiðlum þar sem skorað er á skipuleggjendur annarra hátíða að gera slíkt hið sama. Í Vestmannaeyjum voru tvö kynferðisafbrot kærð til lögreglu á Þjóðhátíð í fyrra. Birgir Guðjóns- son, formaður þjóðhátíðarnefndar, segir það ekki hafa komið til tals að hátíðin verði ekki haldin að ári verði gesti Þjóðhátíðar nauðgað. Birgir segir þó: „Þetta er bara ofbeldi sem við viljum ekki sjá á eyjunni eða annars staðar. Það verður allt gert til þess að reyna að stoppa þetta.“ Birgir bætir við að gæslan verði efld í ár. „Myndavélum í dalnum verður fjölgað ásamt því að við munum bæta við gæsluna á álags- tímum.“ Þar að auki segir Birgir: „Við verðum með mjög öflugt teymi í þessu, lækna, hjúkrunar- fræðinga og sálfræðinga þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar.“ Jóhann Bæring Gunnarsson, drullusokkur Mýrarboltans á Ísa- firði, segir: „Við munum íhuga það alvarlega hvort við munum halda svona hátíð aftur verði ein- hverjum nauðgað.“ Jóhann bætir við að hátíðin hafi blessunarlega verið laus við nauðganir hingað til. Halldór Óli Kjartansson, einn af skipuleggjendum Einnar með öllu á Akureyri, segir ljóst að breyta þyrfti einhverju við skipulagningu hátíðarinnar væri nauðgun framin í tengslum við Eina með öllu. „Við myndum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur.“ ingvar@frettabladid.is Kynferðisbrot verði ekki liðin á hátíðum Skorað hefur verið á skipuleggjendur útihátíða að fylgja fordæmi hátíðar haldara Eistnaflugs og heita því að hátíðin verði ekki haldin að ári verði hátíðargesti nauðgað. Skipuleggjendur segja allir að allt verði gert til koma í veg fyrir nauðganir. NAUÐGANIR Í EYJUM Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að allt verði gert til að koma í veg fyrir kynferðisbrot í ár. STEFÁN MAGNÚSSON JÓHANN BÆRING GUNNARSSON Þetta er bara ofbeldi sem við viljum ekki sjá á eyjunni eða annars staðar. Það verður allt gert til þess að reyna að stoppa þetta.“ Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar. VIÐSKIPTI Nettóeignir heimila á Íslandi jukust um 6,1 prósent á síðasta ári. Framtaldar eignir þeirra námu 3.989 milljörðum króna í lok síðasta árs og jukust um 3,3 prósent. Þetta sýna niðurstöður embættis ríkisskattstjóra sem hefur nú lokið álagn- ingu opinberra gjalda árið 2014 á einstaklinga og birt niðurstöðurnar á vefsíðu sinni. Tekur álagn- ingin mið af tekjum einstaklinga árið 2013 og eign- um þeirra í lok sama árs. Niðurstöðurnar leiddu meðal annars í ljós að jákvæð þróun er hvað varðar eignir heimilanna. Eigið fé heimila í fasteign sinni hefur einnig auk- ist en það er nú í heild um 58 prósent af verðmæti þeirra í árslok. Þetta er töluvert mikil hækkun frá árinu 2010 en þá var sú tala 49 prósent og hefur aldrei verið lægri. Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga hækkaði talsvert á árinu eða um 23,7 prósent frá fyrra ári. Þannig nemur skatturinn 14,5 milljónum króna. Um 45 þúsund manns teljast til gjaldenda fjármagnstekjuskatts og hefur fjölgað í þessum hópi um 8 prósent á árinu. - nej Álagningu ríkisskattstjóra á einstaklinga er lokið og hún birt á vefsíðu þeirra: Eignastaða heimilanna batnar EIGNIR Heimilin í landinu eiga nú meira í fasteign sinni en árið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÝSKÖPUN „Það er mjög erfitt að átta sig á styrkjakerfinu hérna,“ segir Valdimar Össurarson, fram- kvæmdastjóri Valorku sem vinn- ur að þróun hverfils til að virkja sjávar strauma. Verkefnið hlaut frumherjastyrk á sínum tíma og síðan þriggja ára styrk upp á 40 milljónir en nú í ár fékk Valorka ekkert svo ekki var hægt að prófa hverfilinn eins og fyrirhugað var. Valdimar segir að skynsamleg- ast væri að klára verkefnin svo þau gætu farið að skila einhverju aftur til samfélagsins. Og eftir miklu er að slægjast, Valdimar segir að orkan umhverfis landið sé um 330 teravattsstundir en það er tíu sinnum meira en gert er ráð fyrir í rammaáætlun. Þrátt fyrir þurrð í augnablik- inu er Valdimar bjartsýnn. Til dæmis hefur hann fengið vilyrði frá stjórnvöldum um að styðja við verkefnið og eins hefur Alþingi samþykkt ályktun um að styrkja rannsóknir á umfangi og nýtingar- möguleikum sjávarorku. - jse Þróun fyrsta hverfilsins til að virkja annesjastrauma er í nokkurri óvissu: Virkjun sjávarorku sett á ís VALDIMAR Á FLEKANUM Í FYRRA Ekki fékkst nægur styrkur til að prófa verðlaunað tæki Valorku í ár. MYND/JÓHANN EYVINDSSON DANMÖRK Danski stjórnmála- maðurinn Inger Støjberg, sem er í flokknum Venstre, skrifaði í aðsendri grein í blaðinu Berl- ingske að gera ætti meiri kröfur til innflytjenda frá löndum sem ekki eru vestræn, eins og til dæmis frá Pakistan og Sómalíu. Talsmaður félags múslíma í Danmörku, Imran Shah, segir tillögu hennar í ætt við aðskiln- aðarstefnu. Slíkt geti verið í andstöðu við stjórnarskrá Dan- merkur. - ibs Danskur stjórnmálamaður: Vill meiri kröfur til innflytjenda NOREGUR Þrátt fyrir að bann við kaupum á vændi hafi verið í gildi í Noregi í rúmlega fimm ár eykst götuvændi þar stöðugt, segir í Dagsavisen. Í fyrra voru samtök á vegum kirkjunnar í sambandi við vændisfólk frá 53 löndum miðað við 41 land árið 2012. Bent er á að samkvæmt strangri innflytjendalöggjöf geti þessir einstaklingar ekki verið á vinnu- markaði í Noregi. Margir geti það auk þess ekki þar sem þeir eru hvorki læsir né skrifandi. - ibs Vændisfólk frá 53 löndum: Aukið götu- vændi í Noregi NOREGUR Atvinnu- og félagsmála- ráðherra Noregs, Robert Eriks- son, vill herða skilyrðin fyrir réttinum til félagslegra bóta. Á fréttavef norska ríkisútvarps- ins er vitnað í þau ummæli ráð- herrans að félagsleg aðstoð sé smitandi. Vitað sé að þeir sem eiga foreldra sem eru á félagsleg- um bótum séu líklegri til þess að verða sjálfir bótaþegar. Ráðherrann vill að gerðar verði auknar kröfur um virkni til þeirra sem fá framfærslustyrki. Kominn sé tími til að breyta velferðarrík- inu í velferðarsamfélag. - ibs Félagsmálaráðherra Noregs: Auka á kröfur til bótaþega

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.