Fréttablaðið - 29.07.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.07.2014, Blaðsíða 32
29. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 20 ➜ EIRÍKUR „Ég er almennt jákvæður gagnvart útihátíðum enda snúast þær um að fólk eigi að skemmta sér saman,“ segir Eiríkur Björn Björgvins- son, bæjarstjóri á Akureyri, en hann hefur góða reynslu af útihátíðum og þá sérstak- lega á Akureyri þar sem hann hefur starfað sem bæjarstjóri frá árinu 2010. „Það sem skiptir höfuð- máli er að fólk taki tillit hvert til annars, ekki síst til þeirra sem dragast óvart inn í útihátíðarstemninguna eins og margir íbúar Akureyrar.“ Eiríkur Björn segir að útihátíðir eigi sér ríka hefð á Íslandi enda hafa margar íslenskar útihátíðir verið haldnar í tugi ára. „Það er þó mikilvægt að stilla öllu í hóf og fara aldrei yfir strikið.“ ➜ ELLIÐI „Ég er hlynntur öllum þeim heilbrigðu skemmtunum og útihátíðum sem boðið er upp á,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, en sjálfur hefur hann 46 ára reynslu af Þjóðhátíð. „Mín reynsla er sú að það sem skiptir allra mestu máli er að bera ábyrgð á sjálfum sér og sínum. Það hvernig við göngum fram hefur áhrif á okkar velferð og velferð annarra,“ segir bæjarstjórinn. „Fyrir þá sem eru gestkom- andi skiptir miklu máli að vera undirbúnir, að kynna sér út á hvað hátíðin gengur og virða hefðir heimamanna. Svo á auðvitað að ganga hægt um gleðinnar dyr.“ ➜ KOLFINNA „Ég er náttúrulega Vest- mannaeyingur og hef því farið ansi oft á Þjóðhátíð,“ segir fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir en hún segist líka vilja að hún hefði aldrei farið á neina aðra útihátíð en Þjóðhátíð yfir verslunar- mannahelgina. „Ég held samt að upp- lifunin af Þjóðhátíð sé allt öðruvísi ef þú ert frá Eyjum,“ segir hún. „Öll fjölskyldan mín er þarna og allir gömlu vinirnir þannig að þetta er allt annað en fyrir Reykvík- inga.“ Kolfinna hefur því virkilega gaman af Þjóðhátíðinni og segir að Vestmannaeyjar séu rosalega fallegur staður en hún hefur þó eitt út á há- tíðina að setja. „Ég vildi óska þess að það væri ekki svona mikið ofbeldi á hátíðinni.“ ➜ MARÍA RUT „Ég fór á Mýrarboltann á Ísafirði en ég gisti alltaf í heimahúsi, ég er ekki mikið fyrir svona tjaldferðalög,“ segir María Rut Kristinsdóttir. „Ég hef allavega aldrei farið á Þjóðhátíð, ég er alin upp á Vestfjörðum og þaðan er bara svo langt að fara á Þjóðhátíð,“ segir hún og hlær. „Ég er líka með svona sjúkdóm, ég á mjög erfitt með að breyta til, þannig að það gæti alveg verið partur af því að ég vil alltaf hafa allt í föstum skorðum.“ María Rut segist vera reynslulítil þegar kemur að útihátíðum en hún fór samt á hátíðina Halló Akureyri þegar hún var sautján ára. „Það var brilljant en ég hef eiginlega ekki tjaldað síðan,“ segir hún. „Ég nenni bara ekki að lenda í því að tjaldið mitt rifni niður, þá verð ég svo vonsvikin og leið.“ ➜ ÁGÚSTA EVA „Ég er engan veginn útihá- tíðartýpa,“ segir leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir. „Þar sem ég er alin upp er svo heitt að ég get eiginlega ekki verið í miklum kulda,“ segir hún og hlær. „Ég get því ekki sofið í tjaldi og í þau fáu skipti sem ég hef reynt þá hef ég annaðhvort vakið alla nóttina, sofið inni í bíl eða farið grátandi heim.“ Ágústa Eva segir það ekki á dagskránni að tjalda um verslunarmannahelgina heldur ætlar hún að halda sig heima í hlýjunni með fjölskyldunni. Ef hún myndi þó fara eitthvert þá segir hún að Þjóðhátíð í Eyjum yrði líklegast fyrir valinu. „Kærastinn minn er ættaður þaðan og ég hef aldrei farið þannig að ég myndi örugg- lega mæta þangað og taka þetta alla leið,“ segir leikkonan hlæjandi. „Alveg í þremur kraft- göllum með landa í vasanum og sofa ekki neitt.“ BAKÞANKAR Kjartans Atla Kjartanssonar NORSKI vefmiðillinn Verdens Gang sagði frá því í gær að aðrar reglur giltu um útlendinga en innfædda Norðmenn þegar kæmi að landamæraeftirliti, en lögreglan hafði þá hert mjög allt eftirlit á flugvöll- um eftir að viðbúnaðarstig vegna hryðju- verkaógnar þar í landi var hækkað. Og þetta aukna eftirlit virtist beinast að fólki með „erlent yfirbragð“, samkvæmt frétt Verdens Gang. Í FRÉTTINNI var sagt frá því að blaða- maður Verdens Gang hefði fengið sent myndband sem sýndi lögregluna sigta út ferðalanga með „erlent yfirbragð“. Rætt var við mann sem sagðist hafa orðið vitni að slíku framferði lögreglunnar. Talsmaður lögreglunnar neitaði hins vegar að hún veldi fólk til að fylgjast með eftir útliti. Hann viðurkenndi þó að samspil þjóðernis og hvaðan farþegarnir koma væri notað til þess að finna út hverjum ætti að fylgj- ast sérstaklega með. NÚ er erfitt að sitja hér heima á Íslandi og segja lögreglumönnum í Noregi hvernig eigi að vinna vinn- una sína. Þeir eru örugglega undir miklu álagi og geta eflaust rökstutt vinnu- lag sitt með einhvers konar rökum.En ein- hvern veginn getur maður ekki annað en hugsað þrjú ár aftur í tímann, þegar hræði- leg hryðjuverkaárás var gerð á norskan almenning. Og þar var ekki að verki útlend- ingur heldur Norðmaður í húð og hár sem var á móti útlendingum. Maður sem gat ekki sætt sig við að mannlegt samfélag þró- ast. Maður sem gat ekki sætt sig við að búa í sátt og samlyndi við fólk af ólíkum upp- runa. Ef þetta eru vinnubrögð lögreglunnar í Noregi núna virðist boðskapur Breiviks hafa komist til skila. SVO virðist sem okkur mannfólkinu þyki auðveldara að benda á einhvern sem er ólíkur okkur sjálfum, ef okkur vantar söku- dólga. Við virðumst eiga auðveldara með að búa til skúrka úr útlendingum en okkur sjálfum. Umburðarlyndið virðist vera meira í orði en á borði. „Burtu með fordóma,“ sungum við Íslendingar í Eurovision í vor, en nokkrum vikum seinna var stór hópur af fólki tilbúinn að taka lóð af Félagi múslima. Enginn á að þurfa að líða fyrir hvaðan hann kemur, hvernig hann lítur út eða hverju hann trúir. Almenn sátt um að ganga eigi hægt um gleðinnar dyr Nú styttist óðum í verslunarmannahelgina en helgin er þekkt fyrir rosalegan fj ölda útihátíða. Fréttablaðið bað því nokkra einstaklinga að viðra skoðanir sínar á útihátíðum og taka afstöðu til þeirra. Erlent yfi rbragð hryðjuverkamanna Ofurfyrirsætan Cara Delevingne er nýjasta and- lit tískumerkis- ins Topshop en svo virðist sem hún sé ein sú eftirsóttasta í tískubransanum í dag. Í nýjustu auglýsingaher- ferð Topshop þar sem auglýst eru föt fyrir komandi haust má sjá tólf myndir af fyrirsætunni í helsta klæðnaði nýju línunnar. Þetta er í fyrsta skiptið sem Delevingne situr fyrir hjá breska tískumerkinu. Meðal fatnaðar sem sjá má í herferðinni er ný útgáfa af hinum klassíska „biker“ jakka, hlébarða- pils og leðurstígvél. Má því búast við ansi grófri en skemmtilegri fatalínu ef miðað er við fyrstu myndir. Aðrar fyrirsætur sem hafa unnið fyrir Topshop eru til dæmis Rosie Huntington-Whiteley, Lily Donaldson, Rosie Tapner og Eliza Cummings. Cara er nýtt andlit Topshop CARA DELEVINGNE SEX TAPE 5:50, 8, 10:10 HERCULES 8, 10:10(P) PLANET OF THE APES 7:30, 10:10 AÐ TEMJA DREKAN SINN 2D 5 22 JUMP STREET 5 TÖFRALANDIÐ OZ 2D 4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas SEX TAPE KL. 5.45 - 8 - 1010 SEX TAPE LÚXUS KL. 3:30 - 5.45 - 8 - 10.10 DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D KL.- 5 - 8 - 10.45 THE PURGE: ANARCHY KL. 8 - 10.20 DELIVER US FROM EVIL KL. 8 EARTH TO ECHO KL. 3.20 TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 TEMJA DREKANN 2 3D ÍSL. TAL KL. 3:30 22 JUMP STREET KL. 10.40 VONARSTRÆTI KL. 5.20 SEX TAPE KL. 5.40 - 8 - 10.10 DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D KL. 6 - 9 THE PURGE: ANARCHY KL. 10.40 DELIVER US FROM EVIL KL. 10.40 TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL KL. 5.45 FAULT IN OUR STARS KL. 8 VONARSTRÆTI KL.8 -DV S.R.S -T.V., BIOVEFURINN.IS-H.S.S., MBL ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK NEW YORK DAILY NEWS LOS ANGELES TIMES SAN FRANCISCO CHRONICLE Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.