Fréttablaðið - 29.07.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.07.2014, Blaðsíða 38
29. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 26 „Við höfum fengið frábærar viðtökur þó svo að það sé alltaf hiti í bílastæðaumræðunni í borginni,“ segir Jón Pétur Þorsteinsson, en hann ásamt Helgu Hrönn Þorsteinsdóttur og Ölbu Solís stendur fyrir því að lífga upp á Káratorg. Torgið sem er við gatnamót Njálsgötu, Frakka- stígs og Kárastígs hefur hingað til verið nýtt sem bílastæði. „Reykjavíkurborg stendur fyrir þessu verkefni sem kallast Torg í biðstöðu og vill fá hópa til að gera vannýtt svæði í borginni að flottum almenn- ingsrýmum. Á þessu bílastæði sem okkur var úthlutað komast fjórir bílar fyrir en á opnunar- deginum okkar, sem var síðast- liðinn laugar dag, voru um fimm- tíu manns á þessu fjögurra bíla svæði hverja stund þannig að það var mjög góð mæting,“ útskýrir Jón Pétur. Á Káratorgi verða þau með ýmsa viðburði og ætla að sjá til þess að torgið verði vel nýtt og að almenningur geti tekið þátt í að lífga upp á torgið. „Við viljum fá fólk til þess að taka þátt með okkur og þræddum til dæmis streng á vegg þar sem fólk getur hengt upp skilaboð sem það festir með þvotta klemmu. Það eru meðal annars ýmsar kyn- legar athugasemdir á veggnum,“ segir Jón Pétur. „Það virðist vera að langflestir séu mjög hrifnir, en það eru alltaf einhverjir sem vilja bíla stæðin. Það komu nokkrir brjálaðir einstaklingar sem voru ekki ánægðir með að við værum að taka þessi fjögur bílastæði.“ Jón Pétur er ánægður með þetta átak Reykja- víkur borgar í að glæða flotta og hentuga staði lífi. „Það vantar svona staði í Reykjavík, það er ekki svo sterk menning af þessu tagi í borginni, ég fagna þessu átaki.“ Fram undan hjá þeim eru ýmsir viðburðir og er til dæmis á dagskránni útibíó, ýmsar innsetningar, plötusnúðar og tónleikar. - glp Kynleg komment borin á torg Þrjú ungmenni vinna að því að glæða Káratorg lífi og bjóða upp á fl otta dagskrá. „Okkur þykir þetta vera komið gott í bili og er þetta því síðasta giggið okkar í óákveðinn tíma,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, söngv- ari hljómsveitarinnar Ultra Mega Technobandsins Stefáns, en sveit- in kemur fram á sínum síðustu tón- leikum um óákveðinn tíma á Mýrar- boltahátíðinni á Ísafirði um helgina. UMTBS, eins og nafn sveitarinnar er að jafnaði skamm stafað, hefur verið starfandi frá árinu 2006 og hefur verið talin ein hressasta tón- leikasveit landsins. „Það er engin sérstök ástæða fyrir því að við erum að hætta, menn vilja bara fara að gera eitthvað annað,“ segir Sigurður. Hann var sjálfur að ljúka mastersnámi í hagnýtri menningar- miðlun. „Mig langar að taka pásu frá tónlistinni og vil prófa eitthvað nýtt.“ Þá eru fleiri meðlimir sveit- arinnar að mennta sig og hefur það einnig áhrif. „Jón gítarleikari er að fara til Svíþjóðar í nám,“ bætir hann við. Lokatónleikar sveitarinnar fara fram á laugardagskvöldið á Ísa- firði og lofa þeir félagar flottum tón leikum, enda sveitin þekkt fyrir að vera frábært tónleikaband. „Við vildum ekki hafa einhverja sérstaka lokatónleika en við leggjum alltaf mikið í tónleika okkar. Þetta verð- ur mjög skemmtilegt, sérstaklega vegna þess að við erum að spila með svo frábærum tónlistar mönnum eins og Agent Fresco og Emmsjé Gauta svo einhverjir séu nefndir. Það er gaman að enda þetta á svona nótum,“ segir Sigurður. Fyrr á árinu gerði hljóm sveitin samning við norska kynningar- fyrirtækið Indianer en það annast kynningarmál fyrir listamenn sem eru á tónleikaferðalagi um Noreg. Arctic Monkeys, Adele, Prodigy og Franz Ferdinand eru á meðal þeirra risanafna í tónlistarheiminum sem fyrirtækið hefur unnið með. „Við höfum spilað mikið erlendis og þurfum ekki að fara meira út. Það er ekki alltaf nóg fyrir hljóm sveitir að fá samning, það er alltaf mikil vinna sem fylgir.“ Sveitin skilur eftir sig tvær breið- skífur, Circus og !. gunnarleo@frettabladid.is Hljómsveitin UMTBS syngur sitt síðasta Ultra Mega Technobandið Stefán, ein vinsælasta hljómsveit landsins, hefur ákveðið að hætta störfum. Sveitin kemur fram á sínum síðustu tónleikum um helgina. SYNGUR SITT SÍÐASTA Hljómsveitin Ultra Mega Technobandið Stefán kemur fram í síðasta sinn á Ísafirði um helgina. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON UMTBS, sem var stofnuð 2006, hefur að undanförnu skipt um stíl og hafa tveir nýir meðlimir bæst við hópinn undanfarin ár, þeir Vignir Rafn Hilmarsson á hljómborð og Jón Helgi Hólmgeirsson á gítar. Fyrir voru í sveitinni ásamt Sigurði þeir Arnþór Jóhann Jónsson hljómborðsleikari, Arnar Freyr Gunnsteinsson bassa- leikari og Guðni Dagur Guðnason trommuleikari. Hljómsveitin lenti í 2. sæti á Músíktilraunum 2006, en undanúrslitakvöldið var fyrsta skiptið sem þeir spiluðu á tónleikum. Árið 2007 fór sveitin í ýmis tónleikaferðalög og kom meðal annars fram á hátíðum By:Larm í Noregi, G! Festival í Færeyjum og víðar. Hljómsveitin gaf út fyrri plötu sína árið 2008, Circus, en lag af henni, Story Of A Star, var mikið spilað í útvarpi og seldist vel á vefnum Tonlist.is. Sveitin gaf út seinni plötu sína ! árið 2013. UMTBS Í ÁRANNA RÁS JÓN PÉTUR ÞORSTEINSSON GÓÐ STEMNING Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á Káratorg þegar það var opnað um helgina. MYND/EINKASAFN AROS BORÐSTOFUSTÓLL – KOMDU NÚNA – TAXFREE DAGAR 20,32% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM – EKKI MISSA AF ÞESSU – – Reykjavík – Akureyri – TAXFREE VERÐ! 11.944 KRÓNUR Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðisaukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. TAXFREE VERÐ! 15.928 KRÓNUR WOODY stóll, margir litir Priscilla Queen of the Desert. Þetta er uppáhaldsmyndin okkar mömmu frá því ég man eftir mér. Þrjár dragdrottningar túra um óbyggðir Ástralíu og lenda í ævin- týrum. Ótrúlega skemmtilegt. Allir karakterarnir eru líka mjög töff og leikaravinnan æði. Þuríður Blær Jóhannsdóttir, rappari og leikaranemi. BESTA BÍÓMYNDIN „Sævar Freyr, nýráðinn for- stjóri 365, hafði samband og sagði sig vanta vanan mann í vandaða og fagurfræðilega fjöl- miðlaumfjöllun um þessa hátíð í Eyjum,“ segir fjölmiðlamað- urinn Níels Thibaud Girerd en hann stýrir sérstökum Þjóðhá- tíðarþáttum næstu helgi. „ Sjálfur hef ég aldrei komið til Eyja en ég hef heyrt að þar séu afbragðskokkar og hafi ein- stakan smekk á músík og menn- ingu,“ segir Níels sem bætir því við að hann hafi ný verið klárað nám í söng og fjölmiðlafræði í Frakklandi, það hefur þó ekki fengist staðfest. „Ég greip allavega gæsina og það verður einn þáttur á dag frá fimmtudegi til sunnudags,“ segir fjölmiðlamaðurinn. „Þetta er krefjandi viðfangsefni enda hefur Þjóðhátíðin verið í háveg- um höfð í 140 ár en ég hlakka til að takast á við þetta og sér- staklega til þess að hitta þessa svokölluðu Eyjamenn.“ - bþ Forstjórinn vildi engan nema Nilla til Eyja Gleðigjafi nn Níels Thibaud Girerd, eða Nilli, mun stýra sérstökum Þjóðhátíðarþáttum sem sýndir verða á Vísi. SANNUR GLEÐIGJAFI Jón Jónsson er einn af viðmæl- endum Nilla í fyrsta Þjóðhátíðar- þættinum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.