Fréttablaðið - 11.08.2014, Blaðsíða 4
11. ágúst 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Framúrkeyrsla
í milljónum króna
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti: (2.916 m.kr. undir heimildum)
Veðurstofa Íslands 123 m
Náttúrufræðistofnun 80 m
Aðalskrifstofa 37 m
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti: (849 m.kr. undir heimildum)
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 508 m
Jöfnun flutningskostnaðar 100 m
Matvælarannsókn 100 m
Mennta- og menningarmálaráðuneyti: (2.703 m.kr. undir heimildum)
Landbúnaðarháskóli Íslands 207 m
Landsbókasafn 106 m
Rannsóknarmiðstöð Íslands 73 m
Utanríkisráðuneyti: (1.035 m.kr. undir heimildum)
Forsætisráðuneyti: (408 m.kr. undir heimildum)
Innanríkisráðuneyti: (1.608 m.kr. fram úr heimildum)
Vegagerðin 1.663 m
Málskostnaður í opinberum málum 186 m
Sérstakur saksóknari 120 m
Velferðarráðuneyti: (1.397 m.kr. fram úr heimildum)
Sjúkratryggingar 1.764 m
Landspítali 1.685 m
Sóltún 191 m
Fjármála- og efnahagsráðuneyti: (3.659 m.kr. fram úr heimildum)
Fjármagnstekjuskattur 3.191 m
Lífeyrisskuldbindingar 1.615 m
Fasteignir ríkissjóðs 69 m
Stofnanir hvers ráðuneytis sem
mest fóru fram úr heimildum
Stofnanir hvers ráðuneytis sem mest
fóru fram úr heimildum
Vordís Eiríksdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
SÓLRÍKT NÆSTU DAGA á S- og V-landi og mun hiti ná allt að 20 stigum í
innsveitum S-lands í dag. Svalara á N-hluta landsins og kólnar örlítið næstu daga.
Yfirleitt úrkomulítið á landinu en þó stöku skúrir A-lands og um tíma NA- og SA-lands.
10°
6
m/s
12°
8
m/s
16°
5
m/s
13°
4
m/s
5-10m/s,
N- eða
NA-læg
átt
Minnk-
andi N-átt,
víða hæg
breytileg
S- og
N-lands.
Gildistími korta er um hádegi
28°
32°
20°
21°
20°
22°
21°
20°
20°
26°
21°
35°
34°
34°
28°
22°
20°
22°
18°
5
m/s
17°
13
m/s
9°
7
m/s
9°
9
m/s
10°
5
m/s
11°
8
m/s
8°
7
m/s
15°
13°
7°
9°
17°
12°
9°
7°
8°
6°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
MIÐVIKUDAGUR
Á MORGUN
FÆREYJAR Dómstóll í Færeyjum
dæmdi 23 ára karlmann í fjög-
urra vikna gæsluvarðhald í gær
en hann er grunaður um morð
á hinum 36 ára Hjalmar Holm í
bænum Hvalba á Suðurey. 39 ára
karlmaður var einnig handtek-
inn vegna málsins en honum var
sleppt úr haldi í gær. Hinn látni
hafði verið stunginn þrívegis í
hálsinn og leiddu áverkarnir til
dauða hans.
Morð eru afar fátíð í Færeyjum
og því hefur færeyska lögreglan
fengið dönsku lögregluna til þess
að aðstoða við rannsókn máls-
ins. Árið 2012 var Færeyingurinn
Dánjal Petur Hansen myrtur en
það var fyrsta morðið í 23 ár. - ka
Morðmál til rannsóknar:
Maður myrtur
í Færeyjum
NEYTENDUR Neytendastofa hefur
sektað Bauhaus vegna þess að
fyrirtækið auglýsti vörur á lækk-
uðu verði án þess að hafa nokk-
urn tíma lækkað verð vörunnar.
Sektin hljóðar upp á hálfa milljón
króna.
Vörurnar sem um ræðir eru
leikjahús og sumarhús. Neyt-
endastofa krafði Bauhaus um
sannanir þess efnis að vörurnar
hefðu verið seldar á verðinu sem
tilgreint var sem fyrra verð. Bau-
haus gat ekki fært sönnur á það
og var bannað að viðhafa slíka
viðskiptahætti. - nej
Tilboðsvara seld á fullu verði:
Bauhaus sektað
um hálfa milljón
BAUHAUS Í BOBBA Auglýsti lækkað
verð á fölskum forsendum.
Ráðuneytin sem standa best Ráðuneytin sem fóru fram úr heimildum
Framúrkeyrsla
í milljónum króna
STJÓRNSÝSLA Vigdís Hauksdóttir,
formaður fjárlaganefndar Alþing-
is, segir ákveðin atriði í skýrslu
um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri
helmingi ársins koma á óvart. Um
tíu stofnanir fóru rúmlega hundr-
að milljónir króna fram yfir heim-
ild.
„Þetta eru vonbrigði, hvað
sumar stofnanir eru að keyra
fram úr,“ segir Vigdís. „En það
eru fjórir mánuðir eftir af árinu
og ég ætla ekki að fella neinn
dóm. Það verður bara að sjá
þegar upp er staðið hvernig
þetta kemur út.“
Vigdís segir að með níu mán-
aða uppgjöri, sem út kemur í
september, muni staðan skýr-
ast betur. Sumar stofnan-
ir geti þá verið búnar að
laga rekstur sinn ef sér-
tekjur eiga eftir að ber-
ast þeim á seinni hluta
árs. Þó hefur fjárlaga-
nefnd boðað til fundar
í næstu og þar næstu viku vegna
stöðunnar.
„Við erum að fara að kalla til
okkar ráðuneytin þar sem er
áberandi mikil framúrkeyrsla,“
segir Vigdís. Hún nefnir Land-
spítala, Sjúkratryggingar Íslands
og Vegagerðina í þessu samhengi,
en útgjöld þessara þriggja stofn-
ana námu öll rúmlega einum og
hálfum milljarði meira en nam
heimild fyrri hluta árs.
„Annað sem kemur á óvart
er að Rannsóknarnefnd
Alþingis skuli fara fram
úr,“ segir hún, en útgjöld
nefndarinnar fyrri
hluta árs námu alls
106 milljónum. „Þegar
sparisjóðsskýrslan
kom út var okkur sagt
að það væri loka-
greiðslan.“
Hún segir mark-
mið ríkisstjórn-
a r i n n a r u m
hallalaus fjárlög fyrir árið enn
raunhæft, þó til þess þurfi sam-
eiginlegt átak kerfisins alls.
„Við gefum ekki afslátt á því,“
segir Vigdís. „Þetta er bara eins
og fyrirtæki. Innkoman verður að
vera meiri á þessu ári en útgjöld-
in.“ bjarkia@frettabladid.is
Talsvert um framúrkeyrslu
ríkisstofnana fyrri hluta árs
Formaður fjárlaganefndar segir það „vonbrigði“ hvað sumar stofnanir hafa farið mikið fram úr gjaldaheim-
ildum sínum á fyrri hluta árs. Enn sé þó stefnt að hallalausum fjárlögum fyrir árið 2014. Útgjöld Landspítala,
Sjúkratrygginga Íslands og Vegagerðarinnar fóru rúmlega einn og hálfan milljarð fram yfir heimild.
FRAM ÚR HEIMILDUM Útgjöld Landspítala fóru alls 1.685 milljónir króna fram yfir
heimildir fjárlaga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIGDÍS
HAUKSDÓTTIR
249 mörk hafa verið skoruð í Pepsi-deild
karla
í knattspyrnu það sem af er sumri.
FH, Stjarnan og Fjölnir hafa skorað
flest eða 24 mörk hvert á meðan
Framarar hafa skorað fæst eða 17
mörk. HEIMILD: KSÍ.IS
TYRKLAND Recep Tayyip Erdogan, forsætisráð-
herra Tyrklands, var í gær með flest atkvæði í
fyrstu beinu forsetakosningum landsins þegar 96
prósent atkvæða höfðu verið talin. Hann hafði þá
hlotið rúmlega 52 prósent atkvæða. Engar form-
legar niðurstöður verða kynntar fyrr en í dag.
Sigur Erdogans þýðir að tíu ára valdatíð hans
lengist um fimm ár.
„Erdogan vann kosningarnar. Á morgun rís nýr
dagur fyrir Tyrkland,“ sagði Huseyin Celik, starf-
andi formaður flokks Erdogans, Réttlætis- og þró-
unarflokksins.
Þá hafði helsti andstæðingur Erdogans, Ek-
mel eddin Ihsanoglu, hlotið 38 prósent atkvæða og
Selahattin Demirtas 10 prósent. Kjörið markar
tímamót í tyrkneskri stjórnmálasögu þar sem
þetta er í fyrsta sinn sem Tyrkir kjósa forseta
sinn beinni lýðræðislegri kosningu.
Erdogan hefur látið í ljós þann vilja sinn að færa
forsetaembættinu aukin völd en fram að þessu
hefur forseti Tyrklands verið fremur valdalítill.
Andstæðingar Erdogans hafa gagnrýnt hann
fyrir að sýna einræðistilburði en fylgjendur hans
segja hann hafa bjargað landinu úr kreppunni
og gert Tyrkland að virtu landi þar sem hagsæld
ríkir.
Erdogan hefur verið gagnrýndur fyrir að nota
opinbera fjármuni í kosningaherferð sinni. - nej
Tíu ára valdatíð forsætisráðherrans Erdogans í Tyrklandi framlengist að öllum líkindum um fimm ár:
Erdogan með flest atkvæði í forsetakjöri
STUÐNINGSMENN Stuðningsmenn Erdogans
þakka honum fyrir að hafa bjargað Tyrklandi úr
kreppunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP