Fréttablaðið - 11.08.2014, Side 6

Fréttablaðið - 11.08.2014, Side 6
11. ágúst 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is 25% afsláttur FÓLK „Þetta gekk alveg framar vonum, það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu fyrir þeim sem ekki voru á staðnum,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Júlíus telur að gestir Fiskidagsins hafi verið álíka margir í ár og í fyrra en þá sóttu 26 þúsund manns hátíðina. Veðrið var með besta móti á sjálfum Fiskideg- inum en örlítil rigning lét á sér kræla á föstudag- inn. „Á súpukvöldinu okkar á föstudaginn var veðrið örlítið hryssingslegt en á laugardaginn kom Fiskidagsveðrið svokallaða, fjórtánda árið í röð, þar sem hlýtt var og sólin lét sjá sig.“ Júlíus segir margt hafa staðið upp úr um helgina. „Við heims- frumsýndum neðansjávarmyndbönd sem vöktu mikla athygli og leyfðum fólki að smakka það allra nýjasta á matseðlinum, fiskipylsur eða filsur, sem slógu alveg í gegn og eru komnar til þess að vera á Fiskideginum. En það sem stendur eiginlega allra mest upp úr er að á hverju ári náum við að búa til fjölskylduhátíð yfir daginn þar sem ekki sést vín á nokkrum manni og við erum einstaklega stolt af því.“ Hann segir svo tónleikana á laugardagskvöldinu hafa toppað allt en þar tróðu Dalvíkingarnir Eyþór Ingi, Matti Matt og Friðrik Ómar meðal annars upp. Lokahnykkur hátíðarinnar var svo heljarinn- ar flugeldasýning sem vakti mikla lukku meðal gesta. - ka Fiskidagurinn mikli á Dalvík var haldinn í fjórtánda sinn um helgina: Frábærir Fiskidagar á Dalvík NÓG AÐ SMAKKA Gestir hátíðarinnar fóru tæpast svangir heim á laugardaginn. Þessi ungi herramaður gæddi sér á veit- ingum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN 1. Hvað stríða mörg prósent þjóðar- innar við heyrnarskerðingu? 2. Hvert er listamannsnafn Ojay Morgan sem dvelur hér á landi? 3. Hvenær verður dæmt í máli Oscars Pistoriousar? SVÖR1. 16% 2. Zebra Katz 3. Í september ÍRAK Talið er að um tuttugu þúsund manns af ættbálki Jasída hafi kom- ist niður af Sinjar-fjalli í gærdag en Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í síðustu viku að um fimmtíu þúsund manns sætu þar föst í herkví öfga- manna í samtökunum Íslamskt ríki. (ÍS) ÍS-liðar réðust inn á landsvæði hinna kristnu Jasída í fjöllunum í síðustu viku og ættbálkurinn flúði af ótta við að verða drepinn en ekki komust allir undan. Talið er að hundruð manna hafi verið drepin nú þegar, konur hafi verið hneppt- ar í þrældóm og tugir barna látist úr þorsta. „Við heyrðum í sprengjuvörpum morguninn sem þeir [herskáu ísl- amistarnir] komu á Sinjar-fjall,“ segir Zahra Jardo, Jasídakona, í samtali við Reuters. „Þannig að við flúðum til fjalla og þeir sem þar eru þjást af miklum þorsta. Það er ekk- ert vatn. Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasíd- ar verði að snúast til íslamstrúar.“ Þeir sem ekki komast af fjallinu hafa úr tveimur jafn slæmum kost- um að velja: Annars vegar deyja úr þorsta eða hungri á fjallinum þar sem ÍS leyfir ekki að þangað séu fluttar nauðþurftir eða koma niður af fjallinu og verða slátrað af her- flokknum sem ferðast um landið allt og þvingar kristin samfélög til þess að taka upp íslamstrú eða láta lífið ella. Bandaríkjamönnum hefur fimm sinnum tekist að sleppa matarpökk- um til ættbálksins síðan á fimmtu- dag en talið er að tuttugu slíkar ferðir þyrfti til þess að halda þeim þúsundum einstaklinga, sem fast- ir eru á fjallinu, á lífi í viku. Bar- ack Obama, forseti Bandaríkj- anna, hefur lofað að koma fólkinu til aðstoðar með einhverjum hætti en viðurkennir að erfitt sé að koma upp öruggum undankomuleiðum af fjallinu. Bandarískar orrustuþotur hafa varpað sprengjum á meðlimi ÍS síðan á laugardag en landhernað- ur kemur þó ekki til greina að sögn forsetans. nanna@frettabladid.is Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli Jasídaættbálkurinn situr fastur í herkví vígamanna úr Íslömsku ríki. Hundruð hafa látið lífið, konur hnepptar í þrældóm og börn deyja úr þorsta. Þó komust tutt- ugu þúsund þeirra af fjallinu í gær. Barack Obama lofar neyðaraðstoð. SLOPPIN Þessir Jasídar komust úr herkvínni eftir undankomuleið Kúrda og fengu að fara til Sýrlands. NORDICPHOTOS/GETTY FÁ EKKI VATN Margir þeirra sem kom- ust niður af fjallinu eru aðframkomnir af þorsta og hungri. NORDICPHOTOS/GETTY ➜ Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar. GASA Bæði Ísraelar og Hamas-lið- ar samþykktu í gær þriggja sólar- hringa vopnahlé sem gerir samn- ingaviðræður milli hinna stríðandi fylkinga mögulegar. Vopnahléið hefst á miðnætti að staðartíma. Þetta fékk CNN-fréttastofan staðfest frá báðum hliðum. Átökin hafa staðið yfir í rúman mánuð og hafa Ísraelsmenn ekki viljað fara inn í samningaviðræð- ur á meðan þeir mega enn búast við eldflaugum frá Gasasvæðinu. Ísra- elar hafa mætt eldflaugaárásum Hamas-liða af fullri hörku síðast- liðna daga sem hefur veikt vonina um að hægt sé að koma á vopnahléi. Í síðustu viku gengu samninga- menn Ísraela frá borðinu. „Við semjum ekki á meðan við þurf- um að verja okkur,“ sagði Moshe Ya’alon, varnarmálaráðherra Ísra- els, í gær. Palestínumenn segja að ef Ísra- elsmenn hefji ekki samningavið- ræður við þá á ný að þá hverfi Pal- estína einnig frá viðræðunum. „Við létum egypsku sáttanefndina hafa kröfur okkar fyrir viku. Við höfum ekki enn fengið svör,“ sagði Izzat Al-Risheq, palestínskur samninga- maður. „Við snúum ekki aftur í óbreytt ástand,“ sagði í tilkynningu á vef- síðu Hamas-samtakanna. „Við veitum mótstöðu áfram og munum ekki hætta að berjast fyrir kröfum okkar fólks.“ - nej Ísraelsmenn neita að semja á meðan Hamas sendir enn eldflaugar frá Gasasvæðinu: Samþykktu loksins þriggja daga vopnahlé SORG Móðir ellefu ára palestínsks drengs sem lést í árásum Ísraelsmanna grét sáran í jarðarför hans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP EFNAHAGSMÁL Krónan stóð áfram óhögguð í júlímánuði. Í lok mánað- arins var gengi krónunnar 154,2 á móti evru í samanburði við 154,5 í lok júní. Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að krónan hefur hald- ið sér nokkurn veginn í kringum 155 á móti evru sex mánuði í röð. Krónan veiktist lítillega á móti Bandaríkjadal og stóð í 115,2 í lok mánaðar, sem er um 2 prósenta veiking milli mánaða. Gengisvísi- talan hækkaði um 0,4 prósent. Í mánuðinum tilkynnti SÍ að bank- inn hygðist auka regluleg gjald- eyriskaup. - jhh Gengi krónu breytist lítið: Krónan stöðug á þessu ári BRUNI Eldur kviknaði í veitinga- staðnum Kebab grilli við Lækj- argötu um tvöleytið í gær og var slökkviliðið kallað út. Eldurinn hafði kviknað út frá grilli veit- ingastaðarins en þegar slökkvi- liðið bar að garði höfðu starfs- menn þegar slökkt eldinn sjálfir með slökkvitækjum. Þó nokkurn reyk lagði frá staðnum og vann slökkviliðið því að því að reykræsta staðinn og var Lækjargata lokuð um tíma. Skemmdir urðu ekki miklar. - ka Kviknaði í Kebab grilli: Eldur í grilli í Lækjargötu AFRÍKA Ríki í Vestur-Afríku hafa gripið til örþrifaráða í tilraunum sínum til þess að hefta frekari útbreiðslu ebólu. Landamærum Gíneu og Sierra Leone hefur nú verið lokað. Á sama tíma hafa yfirvöld í Zamibíu bannað fólki inngöngu í landið sem ferðast frá löndum þar sem e-bóla hefur gert vart við sig. Sjúkdómurinn er bráðsmit- andi og heldur áfram að dreifast hratt frá upptökum sínum í Sierra Leone til nálægra landa. Að minnsta kosti 960 einstak- lingar hafa látið lífið vegna vír- usins í Vestur-Afríku. - nej Grípa til örþrifaráða: Landamærum lokað út af ebólu BIÐJA Munkar í Vatíkaninu báðu í gær fyrir þeim sem hafa látist af völdum ebólu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SÚÐAVÍK Sveitarstjórn Súðavík- urhrepps taldi brýnt að leggja Raggagarði lið í lokafasa fram- kvæmdanna sem eiga sér stað við garðinn. Því var ákveðið að verða við erindi Vilborgar Arnarsdóttur, stjórnanda Raggagarðs í Súðavík, og styrkja framkvæmdirnar um hálfa milljón króna. Þetta gerir aðstandendum Raggagarðs kleift að ljúka við framkvæmdirnar fyrir tíu ára afmæli garðsins á næsta ári. Pétri G. Markan sveitarstjóra var falið að vinna að útfærslu styrksins í samráði við stjórn Raggagarðs en frá þessu var greint á bb.is í gærdag. - nej Súðavíkurhreppur leggur lið: Hálf milljón fer til Raggagarðs FYRIR KRAKKANA Raggagarður er kallaður fjölskyldugarður Vestfjarða og þekktur áningarstaður ferðamanna í Súðavík. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.