Fréttablaðið - 11.08.2014, Side 8
11. ágúst 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Prófaðu reiknivélina á www.on.is og sjáðu hvað ísskápurinn,
frystikistan og önnur eldhústæki nota mikið rafmagn.
Við erum heppin að náttúran skuli sjá okkur fyrir meira en nóg
af orku til að létta okkur lífið svo um munar. Forsenda þess
að við getum farið vel með auðlindirnar og lækkað kostnað
er að vita hvað er í gangi og hversu mikla orku raftækin nota
að staðaldri. Á on.is er handhæg reiknivél sem auðveldar þér
að sundurliða orkunotkun heimilisins og meta kostnaðinn í
heild og við einstaka þætti.
Orka náttúrunnar framleiðir
og selur rafmagn til allra
landsmanna á samkeppnishæfu
verði. Við viljum nýta auðlindir
af ábyrgð og nærgætni og bæta
lífsgæðin í nútíð og framtíð.
ORKA NÁTTÚRUNNAR
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
HVAÐ FER MIKIL ORKA Í AÐ HALDA MJÓLKINNI KALDRI?
Búist er við því að Seðlabanka-
stjóri verði skipaður í vikunni,
jafnvel í dag. Ekki er víst að sátt
verði á meðal stjórnmálamanna
um skipanina. Már Guðmundsson
var skipaður til fimm ára þann 20.
ágúst 2009, í ríkisstjórnartíð Sam-
fylkingarinnar og Vinstri grænna.
Hann tók við af Norðmanninum
Svein Harald Øygard, sem hafði
verið settur tímabundið eftir að
lögum um Seðlabanka Íslands
var breytt fyrr á sama ári. Ein af
helstu breytingum í nýju lögun-
um var að seðlabankastjórum var
fækkað úr þremur í einn. Þar með
varð ljóst að Davíð Oddsson, Eirík-
ur Guðnason og Ingimundur Frið-
riksson myndu ekki gegna stöðum
seðlabankastjóra lengur.
Ríkisstjórn Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks tók við í
fyrravor og frá þeim tíma hefur
á köflum gætt pirrings hjá stjórn-
inni í garð núverandi seðlabanka-
stjóra. Þessi pirringur var ber-
sýnilegur á Viðskiptaþingi þann
12. febrúar síðastliðinn, sama dag
og Seðlabankinn birti greiningu á
efnahagslegum áhrifum skulda-
leiðréttingarinnar. „Það er út af
fyrir sig áhugaverð forgangsröðun
að Seðlabankinn skuli leggja mikla
vinnu í slíka greiningu óumbeðinn,
á meðan ríkisstjórn Íslands bíður
enn eftir greiningu á greiðslujöfn-
uði Íslands sem óskað var eftir
fyrir nokkru síðan,“ sagði Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra í ræðu á þinginu.
Bjarni Benediktsson, fjármála-
og efnahagsráðherra, tilkynnti
síðar í febrúar að staða seðla-
bankastjóra yrði auglýst að nýju.
Bjarni rökstuddi ákvörðunina
með því að hann vildi endurskoða
þær breytingar sem gerðar voru
á lögum um Seðlabanka Íslands
í febrúar 2009 og fleiri þætti er
varða lög um Seðlabanka Íslands.
Staðan yrði auglýst að nýju, sam-
hliða þessum breytingum. Nefnd
var skipuð til þess að móta tillögur
að breytingunum en þær tillögur
hafa ekki verið gerðar opinberar.
Af þeim tíu, sem sóttu um stöð-
una, þóttu þeir Már Guðmundsson,
Friðrik Már Baldursson og Ragnar
Árnason vera hæfastir.
jonhakon@frettabladid.is
Bitbein í bankanum
Fjármálaráðherra þarf að skipa í stöðu seðlabankastjóra fyrir 20. ágúst. Þeir Már
Guðmundsson, Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson koma allir til greina.
Friðrik Már Baldursson fæddist árið 1957. Hann lauk
B.Sc.-prófi í stærðfræði og stærðfræðilegri tölfræði frá
Háskólanum í Gautaborg árið 1982. Árið 1985 lauk hann
við Ph.D.-gráðu í tölfræði og hagnýtri líkindafræði frá
Columbia-háskóla. Eftir það var hann lektor við Columbia
til ársins 1988. Þá flutti Friðrik heim til Íslands og vann
hjá Þjóðhagsstofnun árin 1988-1999. Síðasta árið þar
var hann settur forstjóri. Árið 1994 lauk Friðrik Már
M.Sc.-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands. Friðrik hefur
unnið við fræðistörf og kennslu allt frá árinu 1999, bæði
við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Friðrik hefur gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir íslensk stjórnvöld. Hann hefur meðal annars verið
varamaður og aðalmaður í bankaráði Seðlabankans og leiddi samningavið-
ræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir Íslands hönd árið 2008.
Friðrik Már Baldursson
Már Guðmundsson, núverandi seðlabankastjóri, er
fæddur árið 1954. Hann lauk BA-gráðu í hagfræði frá
háskólanum í Essex í Englandi árið 1979. Árið 1980 lauk
hann svo M-phil.-gráðu í hagfræði frá háskólanum í Cam-
bridge í Englandi. Már var hagfræðingur í Seðlabanka Ís-
lands allt til ársins 1988. Það ár varð Ólafur Ragnar Gríms-
son fjármálaráðherra og réð Má sem efnahagsráðgjafa
sinn. Már starfaði fyrir ráðherrann allt til ársins 1991. Það
ár var hann ráðinn forstöðumaður hagfræðisviðs Seðla-
banka Íslands og gegndi því starfi til ársins 1994, þegar
hann varð aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann var aðalhagfræðingur til
ársins 2004. Már varð síðar aðstoðarframkvæmdastjóri peningamála- og
hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel. Hann gegndi því starfi allt
þar til hann varð skipaður seðlabankastjóri á Íslandi sumarið 2009.
Már Guðmundsson
Ragnar Árnason er fæddur 1949. Hann lauk Cand.Oecon.-
prófi í hagfræði og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla
Íslands árið 1974. Hann lauk svo M.Sc.-prófi í hagfræði
frá London School of Economics árið 1975 og M.Sc. í
hagrannsóknum frá sama skóla tveimur árum seinna.
Hann lauk Ph.D.-prófi frá Háskólanum í Bresku-Kólumbíu
í Vancouver í Kanada árið 1984 með áherslu á auðlinda-
hagfræði. Hann var stundakennari við sama háskóla
á árunum 1977-1980. Hann var líka hagfræðingur hjá
Þjóðhagsstofnun á árunum 1974-1977. Hann hefur verið
prófessor í auðlindahagfræði við Háskóla Íslands frá 1989 en var fyrst
ráðinn lektor við deildina árið 1980. Ragnar hefur gegnt fjölmörgum trún-
aðarstörfum fyrir stjórnvöld. Hann situr í bankaráði Seðlabanka Íslands.
Hann var einnig skipaður formaður ráðgjafaráðs fjármála- og efnahags-
ráðherra fyrir ári.
Ragnar Árnason
Á ÁRSFUNDI
SEÐLABANKA
ÍSLANDS
Það er Bjarni
Benediktsson
fjármálaráð-
herra sem
skipar seðla-
bankastjóra.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM.