Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2014, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 11.08.2014, Qupperneq 16
11. ágúst 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Ástkær bróðir minn og frændi okkar, JÓN ÁRNI VILMUNDARSON loftskeytamaður og fyrrv. deildarstjóri hjá Landssímanum, Dunhaga 11, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 13. ágúst kl. 13.00. Þórunn Vilmundardóttir Kolbrún Baldursdóttir Guðmundur Fr. Ottósson Guðmundur Einarsson Alda Elíasardóttir Guðmundur B. Salómonsson Svava Benediktsdóttir önnur frændsystkini og makar. Ástkær eiginmaður, faðir og tengdafaðir okkar, GUÐMUNDUR S. JÓNSSON læknir og eðlisfræðingur, lést á Landspítalanum þann 3. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þann 12. ágúst klukkan 13.00. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. Sigríður Ingvarsdóttir Ingvar Guðmundsson Hrefna Guðmundsdóttir Rut Steinsen Jens Páll Hafsteinsson önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elskulegur eiginmaður minn og vinur, faðir, tengdafaðir, tengdasonur og afi, GUÐJÓN BREIÐFJÖRÐ ÓLAFSSON lést á gjörgæsludeild Landspítalans 1. ágúst. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju 13. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Ljósberasjóð Vídalínskirkju. Finnbjörg Skaftadóttir Erna Rós Ingvarsdóttir Hörður Óskarsson Guðrún Karólína Guðjónsdóttir Birgir Már Guðmundsson Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir Gunnar Þór Bergsson Erna Hannesdóttir Helgi Arnlaugsson og barnabörn. MERKISATBURÐIR 1580 Katla gaus. 1794 Sveinn Pálsson og maður með honum gengu á Öræfajök- ul. Var þetta önnur ferð manna á tindinn. Talið er að Sveinn hafi fyrstur manna gert sér grein fyrir eðli og hreyfingum skriðjökla í þessari ferð. 1951 Á Bíldudal var afhjúpaður minnisvarði um Pétur J. Thor- steinsson og konu hans, Ásthildi, en Pétur rak þar verslun og þil- skipaútgerð og gerði síðar út frá Reykja- vík. 1973 Austurstræti í Reykjavík var gert að göngugötu til reynslu. Síðar var það opnað bílaumferð aftur að hluta. 1979 Flak af Northrop-flugvél sem nauðlenti á Þjórsá og sökk þar 1943 var tekið upp og gefið safni í Noregi. 2006 Síðustu þrjár F15-þoturnar yfir- gáfu Keflavíkurstöðina og þar með var Ísland herþotulaust í fyrsta skiptið síðan 1953. „Læknirinn sagði að venjulegt ferli væri aðgerð, geislameðferð og lyf. Ég stoppaði hann aðeins og sagðist vilja skoða málið aðeins og strax eftir þrjá daga var ég byrjaður á 40 daga djús- föstu með ákveðnum efnum í sem eiga að hafa áhrif,“ segir Gunnar L. Frið- riksson, nuddari og sjúkraliði, sem greindist með krabbamein á 2. stigi í byrjun júní í sumar. Hann kveðst hafa fengið leiðbeiningar hjá góðu fólki með reynslu af því að bæta ristilvandamál, jafnvel krabbamein, með sérstöku mat- aræði, og einnig lesið ógrynnin öll af efni á netinu um ýmsar aðferðir. „En ég hef hvergi hitt fólk sem hefur læknast með óhefðbundnu aðferðunum eða fengið svör um hvar það fólk sé. Mig langar að lýsa eftir því,“ segir hann. Meðal þess sem Gunnar hefur fræðst um á síðustu vikum er matar- sódameðferð, nálastungur og notkun fæðubótarefna gegn ristilvandamálum. „Það er enginn að láta mig gera neitt – enginn sem segir: „Ekki fara hefð- bundnu leiðina,“ fólk kemur bara með hugmyndir í púkkið en ég útbjó sjálfur þann pakka sem ég er að prófa. Lækn- irinn minn leyfir mér að ráða ferðinni en leynir því ekki að ef hann fengi að ráða mundi hann skera mig strax. Ég mun hitta lækninn aftur í byrjun sept- ember og þá kemur í ljós hvernig stað- an er.“ Auk þess að vera nuddari er Gunn- ar í 40% vinnu á Grund sem sjúkra- liði en er í sjúkraleyfi þaðan núna. Svo hefur hann líka kennt nudd og núvit- und í Hugleiðslu-og friðarmiðstöðinni. Hann á konu og samanlagt eiga þau sjö börn, þó engin saman. Gunnar kveðst sofa meira en áður og hafa minna starfsþrek. Hann neit- ar því ekki að mikinn andlegan styrk þurfi til að standa í svona baráttu. „Í þessu ferli legg ég áherslu á að halda voninni og trúa á bata. Ég hef hug- leitt mikið síðustu ár, nú hugleiði ég enn meira. Það tók mig þrjá daga að fá óttann í burtu með ákveðnum aðferð- um. En ég finn óttann hjá fjölskyld- unni og út um allt, líka hjá heilbrigð- isstarfsfólki. Ég segi bara: „Slakið á, þetta er mitt líf og minn líkami. Ég verð að díla við vandamálið á minn hátt“,“ segir Gunnar. „Ég vona að ein- hver sem getur miðlað mér af reynslu sinni hafi samband við mig í gegnum netfangið gunnar@dao.is. Einhver sem hefur læknað sig með svipuðum aðferðum og ég er að reyna, eða látið þær hjálpa hefðbundnu leiðinni.“ gun@frettabladid.is Legg áherslu á að halda voninni og trúa á bata Gunnar L. Friðriksson, nuddari og sjúkraliði, greindist með krabbamein í ristli en hefur ekki farið í hefðbundna meðferð heldur freistar þess að ná bata með óhefðbundnum aðferðum. Hann langar að ná sambandi við fólk sem hefur reynt það sama og haft sigur. GUNNAR „Það tók mig þrjá daga að losna við óttann með ákveðnum aðferð- um,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Upphafsmaður skátahreyfingarinnar, Robert Baden-Powell lávarður, kom til Íslands ásamt konu sinni, Olave St. Claire Baden-Powell, og dóttur þeirra þennan dag árið 1938. Baden-Powell var þá áttatíu og tveggja ára en kona hans fimmtug. Þau komu með breska skátaskipinu Orduna til Reykjavíkur eftir þriggja daga siglingu frá Liverpool. Á skipsfjöl voru hvorki meira né minna en 464 skátaforingjar frá Englandi. Mest bar á kvenskátaforingjum en þó voru drengjaforingjar einnig með í för. Bandalag íslenskra skáta og stjórn kvenskáta tóku virðulega á móti Powell-fjölskyldunni og fylgdarliði hennar í borginni. Að því búnu steig öll hersingin upp í bifreiðir sem fluttu hana austur í Árnessýslu að skoða nátt- úruperlurnar Gullfoss og Geysi. Baden-Powell gerði sér far um að koma til sem flestra landa veraldar og var nýlega kominn frá Afríku þegar hann lagði upp í Íslandsferðina. ÞETTA GERÐIST 11. ÁGÚST 1938 Baden-Powell skátahöfðingi kom til Íslands

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.