Fréttablaðið - 11.08.2014, Side 17

Fréttablaðið - 11.08.2014, Side 17
SÁRSAUKAFULLAR OG ÞREYTANDI BLÖÐRUR Stöðugur þrýstingur eða álag á einn tiltekinn stað á fætinum getur fljótt myndað blöðrur sem valda óþægindum. Plástrarnir styðja við aumar blöðrurnar og hlífa þeim og þær gróa fyrr því að þær haldast rakar og mjúkar auk þess sem komið er í veg fyrir nudd og núning. LAUSN Á ÓÞÆGINDUM SEM STAFA AF SPRUNGNUM HÆLUM Sprungur á hælum eru algengt og stundum sársaukafullt fótavandamál. Þær myndast þegar þurr og hörð húð verður fyrir álagi því að hún er ekki eins teygjanleg og mjúk og venjuleg húð. Hælakremið frá Scholl lagar og bætir hrjúfa og sprungna hæla þannig að munur er sjáanlegur á aðeins þremur dögum. Húðin á hælunum verður slétt og sveigjanleg á aðeins einni viku. Kremið inniheldur karbamíð (25%) sem hjálpar til við náttúrulegt endurnýjunar- ferli húðarinnar og skapar náttúrulega hindrun á myndun sprungna á hælum. Kremið er ekki feitt, smýgur hratt inn í húðina og hentar viðkvæmri húð. Þykk og hörð húð myndast við stöðugt álag, svo sem nudd eða núning, sem húðin verður fyrir í langan tíma. Þetta getur orsakast af daglegum athöfnum, svo sem því að vera í skóm sem nuddast við húðina eða einfaldlega álaginu af líkamsþyngdinni á fæturna. Sigg getur orðið óþægilegt og jafnvel valdið sársauka með tímanum. Sigg getur verið sársaukalaust en einnig valdið óþægilegri sviðatilfinningu við göngu eða stöður. SCHOLL-KREM SEM MÝKIR HART SKINN Mýkjandi krem fyrir hart skinn, til- valið til að fjarlægja stór svæði af þykkri harðri húð. Kremið inniheldur salisýru sem brýtur niður og fjarlægir dauðar húðfrumur og mjólkursýru sem gefur húðinni raka og mýkir hana. Sigg og hörð húð minnka og húðin verður mjúk og slétt á sjö dögum. Berið kremið á húðina og leyfið því að liggja á húðinni þar til það hefur dregið sig alveg inn í húðina. GOTT FYRIR HLAUPARA HALLDÓR JÓNSSON KYNNIR Daglegt álag á fæturna, svo sem að hlaupa og ganga mikið, getur haft í för með sér sprungur á hælum, harða húð og sigg. Scholl býður heildarlínu sem er fyrir hæla, til að mýkja húð og fjarlægja harða húð og er sérstaklega hönnuð til að draga úr sársauka og óþægindum og gera fæturna slétta og mjúka. GEITUNGANA BURT Eru geitungar að trufla þig? Sagt er að þeir séu öfl- ugastir í ágúst. Taktu tóma plastflösku undan gosi, klipptu hana í sundur rétt fyrir ofan miðju. Stingdu stútnum öfugt ofan í neðri helminginn og rúmlega botn- fylltu með sætum drykk, til dæmis appelsíni. Geitunga- gildran mun fyllast fljótt. SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.