Fréttablaðið - 22.09.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 22.09.2014, Síða 4
22. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Lyfjaval.is • sími 577 1160 15% afsláttur af öllum pakkni ngum Afslátturinn gildir í september. 19.615 börn voru á leikskóla í upp- hafi síðasta árs. 92 prósent leikskólabarna eru 7 tíma á dag eða lengur á leikskóla. HEILBRIGÐISMÁL Rúmlega helm- ingur starfandi lækna hér á landi er eldri en fimmtugur og það fjölgar hratt í elsta aldurs- hópnum á næstu árum. Starfandi læknum hefur fækkað um 110 frá árinu 2009. Í gögnum sem Læknafélag Íslands hefur tekið saman kemur fram að starfandi læknar hér á landi eru 1.100, af þeim fara 135 á eftirlaun á næstu fimm árum, eða meira en helmingi fleiri en fóru á eftirlaun á árunum 2009 til 2013 en þá fóru 65 læknar á eftirlaun. Þá hafa 330 læknar með lækn- ingaleyfi flutt af landi brott á síðustu fimm árum, á sama tíma hafa 140 flutt til landsins. Þetta þýðir að á hverju ári hafa að meðaltali 66 læknar flutt til útlanda en 28 komið til baka. Það virðist síður en svo vera að draga úr landflótta lækna því að frá því í febrúar 2013 og fram til fyrsta mars á þessu ári flutti 81 læknir af landi brott en 49 komu til baka. Það fækkaði því um 32 lækna á tímabilinu. Af 230 sem fengu almennt læknaleyfi á árunum 2009 til 2014 fluttu 90 af landi brott. Það þýðir að það eru rúmlega 110 færri starfandi læknar hér á landi en við upphaf tímabilsins. Á sama tímabili og læknum fækkaði fjölgaði íbúum landsins um 6.300 eða úr um 319 þúsund í 325 þúsund. Eins og staðan er í dag eru 295 einstaklingar á hvern lækni en þeim fjölgar hratt næstu árin. Miðað við nýja spá um fjölda lækna næstu 10 árin, að 303 fari á eftirlaun, 48 útskrifist frá HÍ á ári og mismunurinn á brottflutt- um og aðfluttum verði sá sami eða 38, þá verða 390 einstakling- ar á hvern lækni, eða 95 fleiri en í dag. johanna@frettabladid.is 66 læknar flytja burt árlega Mun fleiri læknar flytjast af landi brott en til landsins. Læknastéttin eldist hratt og á næstu árum fara 135 læknar á eftirlaun. Nú er einn læknir á hverja 295 íbúa en eftir tíu ár verður einn læknir fyrir hverja 390 íbúa. „Við höfum áhyggjur af þessu vegna þess að við teljum að þarna sé framtíð heilbrigðis- kerfisins undir; að okkur takist að manna og fá nýja lækna til starfa. Meðalaldurinn hefur hækkað um um það bil þrjú ár á sex árum og hækkar um sirka hálft ár á ári. Það er ein birtingarmynd þessa. Við bindum vonir við það að ríkisvaldið komi til móts við okkur í kjara- samningunum. Það er líklegast til að draga sérfræðilækna til landsins. Kjörin nálgist það sem læknar fá erlendis,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. ➜ Þurfa að nálgast kjör lækna erlendis ÞORBJÖRN JÓNSSON LÆKNASKORTUR Miðað við spár verða 390 ein- staklingar á hvern lækni eftir tíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/UNI- VERSAL IMAGES GROUP 330 Sá fj öldi lækna sem hefur fl utt burt á síðustu fi mm árum. 24-29 ára 30-34 ára 35-39 ára 40-44 ára 45-49 ára 50-54 ára 55-59 ára 60-64 ára 65-69 ára ALDURSDREIFING LÆKNA Á ÍSLANDI 78 84 52 121 129 181 156 169 134 STJÓRNMÁL Stjórn Kvennahreyfing- ar Samfylkingarinnar mótmælir fyrirhuguðum niðurskurði í kyn- ferðisbrotamálum. Til stendur að fella niður tímabundin fjárframlög innanríkisráðuneytisins sem eiga að tryggja skilvirk úrræði þolenda kynferðisbrota og markvissar for- varnaraðgerðir. „Með þessum niðurskurði mun meðferðartími í kynferðisbrota- málum fyrirsjáanlega lengjast en það er grundvallaratriði í kynferð- isbrotamálum að meðferðartíminn sé styttur, ekki lengdur,“ segir í til- kynningu frá stjórn Kvennahreyf- ingar flokksins. „Það er ljóst að ef þessar tillögur ná fram að ganga verður það mikil afturför í málefnum kynferðisbrota og við það er ekki hægt að una.“ - þij Kvennahreyfing XS ósátt: Gagnrýnir niðurskurð Heimild: Læknafélag Íslands STJÓRNMÁL Margar ályktanir voru samþykktar á landsfundi Ungra vinstri grænna á Eskifirði. Ný stjórn var einnig samþykkt sem skiptist í framkvæmda- og land- stjórn. Í ályktununum segir að UVG leggist „eindregið gegn aðför ríkisstjórnarinnar að íslenskri náttúru“. Einnig er óskað eftir umhverfisráðherra því „greinilegt er að enginn umhverfisráðherra er í ríkisstjórn, aðeins sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem þráði lengri starfstitil“. - þij Fordæma aðför að náttúru: Ný stjórn UVG samþykkt í gær SKIPULAGSMÁL Snjóflóðamannvirki undir Traðarhyrnu í Bolungarvík voru vígð um helgina en fram- kvæmdir við garðana hófust sum- arið 2008. Um er að ræða annars- vegar 710 metra langan garð sem nær í um 22 metra hæð þar sem hann er hæstur og hins vegar 240 metra garð sem er um 12 metrar á hæð. Ofan við garðana eru átta keil- ur sem hver um sig er um fjörutíu metra löng og tólf metrar á hæð. Meira en 400 þúsund rúmmetrar af jarðvegi og grjóti fóru í fram- kvæmdina. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flutti ávarp og vígði garðana form- lega. Hann segir mannvirki sem þessi nauðsynleg. „Dæmin hafa nú sýnt það. Meira að segja þar sem við stöndum hér kom snjóflóð rétt fyrir jólin 2012 og undanfarna tvo vetur hefði hugsanlega þurft að rýma hér hús,“ segir Sigurður og bætir við að garðarnir hafi nú þegar sannað gildi sitt. - sój Ráðherra vígði varnargarða undir Traðarhyrnu í Bolungarvík um helgina: Ný snjóflóðamannvirki vígð VÍGSLA Frá vígslu snjóflóðamannvirkis- ins undir Traðarhyrnu í Bolungarvík. MYND/HAFÞÓR GUNNARSSON JEMEN, AP Ríkisstjórn Jemens skrif- aði í gær undir friðarsáttmála við uppreisnarmenn úr röðum sjíta eftir nokkurra daga átök sem hafa kostað rúmlega 140 manns lífið. Vopnahlé hefur verið boðað í kjöl- far samkomulagsins og til stend- ur að koma á fót nýrri ríkisstjórn innan mánaðar eftir viðræður allra stjórnmálaflokka landsins. Enn ríkir þó nokkur óvissa um ástand- ið í Jemen og ber frásögnum til að mynda ekki saman um hvort for- sætisráðherra landsins hafi sagt af sér embætti í gær eður ei. - bá Ástandið óljóst í Jemen: Ríkisstjórnin semur um frið VOPNAÐUR UPPREISNARMAÐUR Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka uppreisnarmanna og stjórnarliða. NORDICPHOTOS/AFP AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HRESSANDI HAUSTLÆGÐIR! Í dag má búast við 5-10 m/s og rigningu eða skúrum, síst A-til. Það lægir til morguns og dregur úr vætu en á miðvikudaginn kemur ný lægð upp að landinu með strekkingi eða allhvössum vindi og töluverðri rigningu. 8° 7 m/s 9° 10 m/s 11° 7 m/s 12° 9 m/s Yfi rleitt fremur hægur vindur, 3-8 m/s. Strekki- nigur eða allhvasst S- og V-til, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 22° 28° 14° 19° 21° 12° 16° 14° 14° 27° 17° 24° 27° 31° 26° 13° 14° 14° 10° 4 m/s 11° 9 m/s 13° 5 m/s 9° 3 m/s 10° 6 m/s 11° 7 m/s 5° 6 m/s 10° 8° 6° 6° 8° 7° 10° 7° 9° 6° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.