Fréttablaðið - 22.09.2014, Síða 12

Fréttablaðið - 22.09.2014, Síða 12
22. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 12 FRÓÐLEIKSFUNDUR Er ferðaþjónustan að fara í vaskinn? 23. sept. | kl. 8:30 | Borgartúni 27 KPMG í samstarfi við Samtök ferða - þjónustunnar býður til morgunverðar- fundar um boðaðar breytingar á lögum um virðisaukaskatt og áhrif þeirra á fyrirtæki í ferðaþjónustu. Skráning á kpmg.is EITT ÁR FRÁ ÁRÁS Eitt ár var í gær liðið síðan byssumenn réð- ust inn í verslunarmiðstöð í borginni Naíróbí í Kenýa og drápu 67 manns. Ættingjar fórnarlambanna söfnuðust saman á minn- ingarreit sem var afhjúpaður í Karuara-skóginum í Naíróbí. MÓTMÆLTU STRÍÐI Þúsundir manna söfnuðust saman í miðborg Moskvu í gær og mótmæltu átökunum sem hafa geisað í Úkraínu að undanförnu. SÆKIR VATN Þyrla sækir vatn úr Hagg-vatni í Oregonríki í Bandaríkjunum. Mörg heimili vestur af borginni Portland voru í hættu vegna skógarelda á svæðinu og átti að nota vatnið til að slökkva eldana. KYNNTU NÝJA LÍNU Tískumógúlarnir Domenico Dolce, til hægri, og Stefano Gabbana veifuðu til áhorfenda eftir að hafa kynnt kvenfatalínu sína fyrir vorið 2015 á tískuvikunni í Mílanó á Ítalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „SELFIE“ Yurina Yamada, til vinstri, Liliana Garcia og Maria Fernandez stilla sér upp á sjálfsmynd í „járnbrautagarðinum“ High Line í New York. Garðurinn var opnaður almenningi til fulls í gær. BJÖRGUN Flutningaskipið Green Freezer hefur verið dregið til hafnar í Fáskrúðsfirði og afhent eiganda sínum. Skipið, sem strandaði síðastliðinn miðviku- dag, er ekki talið í mjög slæmu ásigkomulagi. Varðskipinu Þór tókst að draga Green Freezer á flot á laugar- dagsmorgun eftir misheppnaða tilraun deginum áður. Landhelgisgæslan kannaði svo flutningaskipið, sem þunglestað er frystum sjávarafurðum, og mat skemmdir áður en því var beint til hafnar. - bá Strandað skip dregið á flot: Green Freezer komið í höfn GREEN FREEZER Skipið sat fast frá miðvikudegi til laugardags. MYND/HJÁLMAR HEIMISSON ÁSTAND HEIMSINS 1 1 4 4 2 2 5 5 3 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.