Fréttablaðið - 22.09.2014, Blaðsíða 16
22. september 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
Innilegar þakkir fyrir hlýhug
og auðsýnda samúð við andlát og útför
okkar elskulegu eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÖNNU GÍGJU GUÐBRANDSDÓTTUR
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins-
deildar Landspítalans, Ljóssins og Karitas
fyrir einstaka umönnun og hlýhug.
Haraldur Eiríksson
Agnes Úlfarsdóttir Kristján Þ. Björgvinsson
Eiríkur Haraldsson Guðrún Olsen
Pétur Haraldsson Soo-Kyung Pak-Haraldsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar,
SIGURSTEINN HJALTESTED
blikksmiður,
lést að heimili sínu 15. september. Útförin fer
fram fimmtudaginn 25. september klukkan
13.00 frá Fossvogskirkju. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Íslands.
Systkini hins látna.
Eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VALUR ÓSKARSSON
kennari,
lést fimmtudaginn 18. september.
Ásdís Bragadóttir
Jóhanna Ósk Valsdóttir Bjartur Logi Guðnason
Eva Huld Valsdóttir Ólafur Rúnar Ísaksson
Bragi Þór Valsson Christina Van Deventer
og barnabörn.
MERKISATBURÐIR
1930 Ferðafélag Íslands tekur fyrsta sæluhús sitt í notkun. Það
er í Hvítárnesi við Langjökul.
1957 Árbæjarsafn er
opinberlega opnað
almenningi með við-
höfn.
1960 Frakkar viður-
kenna sjálfstæði Malí.
1964 Söngleikurinn
Fiðlarinn á þakinu er
frumsýndur á Broad-
way.
1973 Menntaskólinn
í Kópavogi er settur í
fyrsta skipti.
1980 Írak ræðst á Íran
og þar með hefst átta
ára stríð.
2006 Fréttastöðin NFS
hættir útsendingum.
Fyrstu Ólympíuleikum fatlaðra lauk
í Madrid á Spáni þennan dag árið
1992. Sundkonan Sigrún Huld Hrafns-
dóttir fór heim með flest verðlaun allra
keppenda á mótinu, enda stóð henni
enginn á sporði. Hún vann til níu gull-
verðlauna, þar af fimm í einstaklings-
greinum.
Almennt voru Íslendingar sigursælir
á leikunum og vakti frammistaða þeirra
almenna athygli, einkum skaraði ís-
lenska sundfólkið fram úr og hlaut alls
tuttugu og ein verðlaun, tíu gull, sex
silfur og fimm bronsverðlaun.
Ólympíuförunum var vel fagnað við
heimkomuna. Forseti Íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, Davíð Oddsson for-
sætisráðherra og Jóhanna Sigurðardótt-
ir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra
sem tóku á móti þeim í Leifsstöð.
ÞETTA GERÐIST: 22. SEPTEMBER 1992
Sigrún Huld með fl est verðlaun
„Það var kona sem sagðist muna eftir
mér í afmæli árið 1947. Þá var ég að
spila á trommur þannig að ég byrjaði
ferilinn 13 ára,“ segir Ragnar Bjarna-
son, en hann fagnar áttræðisafmæli
sínu í dag. Ragnar ætlar að syngja á
meðan heilsan leyfir enda líður honum
best í kringum tónlist.
Tónlistarhæfileikana fékk hann í
vöggugjöf því foreldrar hans voru
hljómlistarfólkið Bjarni Böðvarsson
og Margrét Lárusdóttir. Tvítugur var
Raggi búinn að syngja inn á sína fyrstu
plötu og skömmu síðar lék hann með
KK sextettinum, Hljómsveit Svavars
Gests og var í rúm tuttugu ár með
sína eigin sveit, Hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar, á Hótel Sögu. Eitt mesta
ævintýrið á ferlinum segir Raggi hafa
verið stofnun Sumargleðinnar sem
ferðaðist um landið að sumri í fimmtán
ár. „Það var bara allt brjálað í kringum
þetta. Söngur, gleði og grín.“
Árið 1960 kom út lagið Vertu ekki að
horfa svona alltaf á mig sem lands-
menn þekkja flestir. Til að byrja með
varð Raggi að syngja það á hálftíma-
fresti til að fá frið á böllum. „Það eru
54 ár síðan ég söng þetta inn í Kaup-
mannahöfn. Ég vissi alltaf að þetta
yrði vinsælt.“
Ragnar hélt upp á afmælið um
helgina með tvennum tónleikum í
Eldborgarsal Hörpu en um næstu
helgi ferðast hann til Akureyrar þar
sem tónleikarnir verða settir upp í
Hofi. Að auki kom út sextíu laga safn-
plata með hans helstu perlum. Platan
heitir einfaldlega, Raggi Bjarna 80
ára. Eitt lagið sker sig úr af lögun-
um sextíu á disknum en það er lagið
Barn sem Ragnar samdi sjálfur.
„Svavar Gests kom og sagði Raggi,
þú verður að semja lag. Ég sagði
við hann, ertu vitlaus maður ég hef
aldrei samið lag. Það passar, sagði
Svavar. „Þú ert alveg mátulega vit-
laus til að gera það“.“
Aðspurður segist Ragnar ekki til-
búinn til að hætta í tónlist. „Þetta er
nú sú spurning sem er búin að vera
gutla í kringum mig í rúm 20 ár. Ég
svara henni ekki neitt. Ég get ekki
sagt það. Ég spurði konuna hvort
ég ætti ekki að hætta eftir áttræð-
isafmælið. Hún sagði, ertu vitlaus
maður, þú verður brjálaður. Hún
veit hvernig mér líður best og það
er í tónlistinni. Ég er ekki tilbúinn
ennþá.“
Nánar verður rætt við Ragnar
Bjarnason í Íslandi í dag á Stöð 2 í
kvöld klukkan 18.55 í opinni dagskrá.
asgeire@frettabladid.is
Raggi Bjarna er ekki
að hætta áttræður
Tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Hann segist ekki
tilbúinn að hætta í tónlistinni, enda líði honum best þar.
Hvað segja samstarfsmennirnir?
VISSI ALLTAF AÐ LAGIÐ YRÐI VINSÆLT Raggi Bjarna efaðist aldrei um að Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig yrði vinsælt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Ég held að Raggi sé einn
mesti gleðigjafi sem þjóðin
hefur eignast.“
Magnús Ólafsson leikari.
„Hann er léttur og skemmti-
legur. Mátulega kærulaus en
samt algjör fagmaður.“
Jón Ólafsson
tónlistarmaður
„Það eru ekki margir sem
þekkja týpuna. Hún er allt frá
því að vera þessi kæruleysis-
legi og lífsglaði lífskúnstner og
í það að vera mjög vandaður
listamaður, þvert ofan í það
sem hann lætur uppi.“
Ómar Ragnarsson
fjölmiðlamaður