Fréttablaðið - 22.09.2014, Side 20

Fréttablaðið - 22.09.2014, Side 20
KYNNING − AUGLÝSINGBílskúrar og geymslur MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 20142 Þó nokkrar heimsfrægar hljómsveitir hófu ferilinn á heldur hóflegri nótum en þær urðu síðar þekktar fyrir. Fyrsta æfingaaðstaðan var iðulega í bílskúrnum hjá mömmu og pabba. The Ramones Þegar Ramones var stofnuð árið 1974 höfðu þeir John Cummings og Thomas Erdelyi þegar verið í menntaskólagrúpp- um sem æfðu í bílskúrum. Síðar skiptu allir meðlimir hljómsveitarinnar um eft- irnafn og kölluðu sig Ramone þó þeir væru alls óskyldir. Ramones er gjarnan nefnd upphafssveit pönktónlistarinnar. Þrátt fyrir takmarkaðar vinsældir á sínum tíma hafði sveitin gríðarlega mikil áhrif á upphaf og þróun pönkrokksins. Eitt fræg- asta lag sveitarinnar er „I Wanna Be Seda- ted,“ (1977). Creedence Clearwater Revival John og Tom Fogerty ásamt Doug Clifford stofnuðu sveitina árið 1959 en þá hét hún „The Blue Velvets“. Nafnið breyttist síðar í Golliwogs áður en hið víðfræga nafn Creedence Clearwater Revival kom til. Nirvana Hljómsveitin Nirvana var stofnuð af Kurt Cobain og bassaleik- aranum Krist Novoselic árið 1987. Þeir nutu mikillar hylli í há- skólaútvarpi en urðu síðar heimsþekktir fyrir sérstæðan tón- listarstíl. Þekktasta skífa þeirra félaga er Nevermind frá 1991. The Kinks Bandið var stofnað árið 1964 af Ray og Dave Davies í Norður- London. Frægasta lagið þeirra er líklega „You Really Got Me“. The Who The Who varð til í London 1964. Hljómsveitin gekk reyndar undir ýmsum nöfnum áður á borð við Detour og The Confederates. Hljómsveitin sam- anstóð af söngvaranum Roger Daltrey, gítarleikaranum Pete Townshend, bassaleikaranum John Entwistle og trommuleikaranum Keith Moon sem lést árið 1978. Hljómsveitin er talin ein af þremur stærstu rokkhljómsveitum Bretlands og stendur þar við hlið Bítlanna og Rolling Stones. Weezer Á fyrstu árum Weezer spilaði hljómsveitin í bílskúr sem hún leigði í Los Angeles. Þessi sami skúr kemur fyrir í tónlistarmyndbandi þeirra árið 1995 við lagið „Say It Ain’t So“. Byrjuðu í bílskúrnum Fyrirtækið Geymsla Eitt býður upp á yfirburðalausnir þegar kemur að geymsluþörf einstak- linga, iðnaðarmanna og fyrirtækja. Þar skiptir miklu máli aðgengilegur opnunartími og gott aðgengi að sögn Sigurðar Hafsteinssonar, rekstrar- stjóra fyrirtækisins. „Hjá okkur er opið frá kl. 8 til 22 alla daga ársins. Þessi óviðjafnanlegi opnunartími gerir fólki kleift að sinna geymslu- málum sínum utan vinnutíma sem skiptir auðvitað miklu máli. Við- skiptavinir þurfa heldur ekki frá að hverfa kringum stórhátíðir, hjá okkur er opið 365 daga ársins.“ Mjög gott aðgengi er að geymslu- plássinu að sögn Sigurðar sem sparar mikinn tíma og vinnu fyrir viðskipta- vini fyrirtækisins. „Það skiptir ekki síður miklu máli fyrir viðskiptavini að geta keyrt beint upp að geymslu- plássinu. Hjá mörgum sambærilegum fyrirtækjum þurfa viðskiptavinir jafn- vel að leggja bílnum á planinu fyrir utan og trilla farangrinum inn í hús, stundum meira að segja með lyftu. Svo þarf að fara til baka alla leið til að sækja meira dót. Viðskiptavinir okkar keyra beint upp að hurð geymslunnar og klára sín mál fljótt og örugglega. Í því felst auðvitað mikill tímasparnað- ur sem viðskiptavinir okkar kunna svo sannarlega að meta. Ekki má gleyma beinhörðum peningasparnaði ef við- komandi er með sendibíl á leigu með mælinn í gangi.“ Stærstur hluti af geymsluplássi fyrirtækisins eru bílskúrar í mis- munandi stærðum. „Allt geymslu- húsnæði okkar er nýbyggt og um leið sérhannað og byggt sem geymslu- hús. Fyrir vikið er það þannig úr garði gert til að auðvelda viðskipta- vinum lífið, tryggja öryggi og lág- marka leigu.“ Allir viðskiptavinir fá sér geymslu- pláss sem þeir hafa einir aðgang að. „Við bjóðum upp á sjö stærðir, frá þremur fermetrum upp í sautján fer- metra. Allar geymslur eru sérrými og upphitaðar. Hver og einn við- skiptavinur læsir geymsluplássinu með eigin lás sem tryggir að hann einn hafi aðgang og enginn annar.“ Öll geymslusvæði eru vöktuð með myndavélum allan sólarhringinn. Leigugreiðslur fara fram með kreditkortum til að lágmarka um- stang og halda niðri kostnaði að sögn Sigurðar. „Þetta er mjög þægilegt fyr- irkomulag þar sem greitt er eftir á fyrir hvern mánuð. Leigutíminn er heldur ekkert vandamál, þeir sem þurfa bara einn mánuð geta fengið hann án vandkvæða og lítið mál er að segja upp leigunni. Einnig er hægt að hefja leigu í miðjum mánuði og þá er bara greitt fyrir þá daga sem nýtt- ir eru í mánuðinum. Lágmarksleigu- tíminn er þó einn mánuður. Þetta er því afskaplega sveigjanlegt og þægi- legt fyrirkomulag fyrir alla aðila.“ Allar nánari upplýsingar má finna á geymslaeitt.is. Yfirburða- lausnir á góðu verði Gott aðgengi og mjög hentugur opnunartími skapar fyrirtækinu Geymslu Eitt sérstöðu. Viðskiptavinir spara bæði tíma og peninga enda öll aðstaða til fyrirmyndar. Eigin lásar eru notaðir þannig að enginn annar hefur aðgang. Viðskiptavinir geta keyrt beint upp að geymsluplássinu. MYNDIR/ERNIR Stærstur hluti geymsluplássins eru bíl- skúrar í mismunandi stærðum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.