Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2014, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 22.09.2014, Qupperneq 47
MÁNUDAGUR 22. september 2014 | LÍFIÐ | 23 TIL SÖLU EIGNIR Á AKUREYRI Tvö bil í verslunarkjarna. 104 fm bil á 1. hæð og 89 fm bil á 2. hæð. Verð: 1. hæð 104 fm kr. 5,2 milljónir. 2. hæð 89 fm kr. 4,5 milljónir. Samtals 243,2 fm á 1. hæð, þar sem rekið er bakarí og brauðgerð. Er í útleigu. Verð : kr. 25 milljónir. Skipagata 9, Akureyri Sunnuhlíð 12, Akureyri Tryggvabraut 22, Akureyri Skipagata 9 Samtals 1.246 fm, 1. 2. og 3ja hæð hússins. Allt í útleigu. Gott hús í góða ástandi, staðsett í miðbæ Akureyrar. Verð kr. 280 milljónir Sími 464 9955 www.byggd.is Sími 464 9955 www.fastmark.is Sími 464 5555 www.fasteignak.is Sími 460 6060 www.eignaver.is Sími 569 7000 www.miklaborg.is FREKARI UPPLÝSINGAR HJÁ SÖLUAÐILUM Trommuleikarinn Gunnlaugur Briem fer út fyrir þæginda ramm- ann á nýrri sólóplötu með því að syngja á nýju plötunni sinni og spila á píanó „Þetta er líklega það persónu- legasta sem ég hef gert í músík og ég ákvað að láta allt flakka. Maður er að opinbera sjálfan sig mikið á plötunni, meðal annars með því að spila á píanó og syngja þrjú lög” segir trommuleikarinn Gunnlaug- ur Briem. Hann sendir frá sér sína þriðju sólóplötu í vikunni og ber hún nafnið Liberté en sólóverkefni Gulla kallast Earth Affair og hefur hann einnig gefið út plöturnar Earth og Earth Affair Chapter One. Hann hefur unnið að gerð plöt- unnar í mörg ár og kallaði meðal annars breska strengjaútsetjarann Simon Hale til leiks, en Hale hefur meðal annars unnið með Björk og Jamiroquai. „Ég er búinn að vera nokkuð lengi að vinna þessa plötu og með smáhléum en í fyrra tók ég mér tak og ákvað að klára verk- ið. Ég fékk góða menn með mér í verkefnið eins og Jökul Jörgensen en hann hefur verið minn stærsti partner í þessu ferli, hann semur kynngimögnuð ljóð og spilar á bassa,“ útskýrir Gulli. „Þetta er analogue, meira dökkur hljóð- heimur þar sem fléttast saman órafmögnuð hljóðfæri, strengir, píanó sem og trommur, steinharpa frá Páli á Húsafelli, klukkuspil og hljóðgervlar.“ Þá spilar Frank Aarnik á slag- verk, Arnar Guðjónsson úr Leaves á gítara, Joo Kraus og Sebastian Studn itzky leika á blásturshljóð- færi. „Suður-afríski söngvarinn Vusi Mahlasela syngur líka í einu lagi. Hann er eins konar Bob Dylan Suður-Afríku, var öflugur mótmæl- andi á sínum tíma gegn aðskilnað- arstefnunni og góður vinur Nelsons Mandela.” Gulli sem er líklega þekktast- ur fyrir að leika á trommur með hljómsveitinni Mezzoforte semur tónlistina sjálfur og segir tals- vert öðru vísi að tjá sig í gegnum trommusettið annars vegar og söng og píanóleik hins vegar. „Það er mjög ólíkt að tjá sig með rödd- inni og píanói eða trommusetti. Það væri ekki möguleiki í Mezzoforte því það eru aðrar leikreglur sem gilda þar. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt á þessum tímapunkti að fara út fyrir þægindahringinn og sjá hvað ég kemst langt án þess að brotna. Þessa dagana reyni ég að ögra sjálfum mér alveg stöðugt, hvort sem það er að spila á tromm- ur, semja nýja tónlist eða gefa út disk,“ útskýrir Gulli. Liberté kemur út á Íslandi í vik- unni og víða í Evrópu 26. septem- ber. gunnarleo@frettabladid.is Gulli Briem leggur kjuðunum um sinn Gunnlaugur Briem, trommuleikari Mezzoforte, syngur og spilar á píanó á nýrri sólóplötu. Hann segir plötuna það persónulegasta sem hann hafi gert í músík. Suður-afríski söngv- arinn Vusi Mahlasela syngur líka í einu lagi. Hann er eins konar Bob Dylan Suður-Afríku. ÁKVAÐ AÐ LÁTA ALLT FLAKKA Gulli Briem stígur út fyrir þægindarammann á nýrri plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Söngvarinn Simon Le Bon á í erf- iðleikum með að fá dætur sínar þrjár til þess að flytja að heiman. Hann segir þær vera orðnar svo góðu vanar í foreldrahúsum að það sé ólíklegt að þær flytji út á næstunni. Dætur hans, Amber 25 ára, Saffron 22 ára og Tallulah 20 ára, búa allar enn í foreldrahúsum og Simon segir í samtali við Daily Telegraph að þær vilji ekki flytja út. „Fjölskyldan mín er öll uppkom- in núna. Það er samt enginn séns að fá þær til að flytja að heim- an.“ Í viðtalinu talar hann um að það sé jafnvel vegna þess að þær hafi það svo gott í foreldrahúsum. „Hótel mamma og pabbi er greini- lega betra en allar íbúðir,“ sagði hann einnig í viðtalinu. Dæturnar gætu þó neyðst til þess að flytja í eigin íbúðir á næstunni þar sem Simon og eiginkona hans, Yasm- in, eru að fara að gera upp heimili sitt í Suður- London og ætla sér að fækka herbergjunum í húsinu. Dæturnar vilja ekki fl ytja að heiman Simon Le Bon á í erfi ðleikum með dætur sínar. GOTT AÐ VERA Í FOR- ELDRAHÚSUM Simon Le Bon segir dætrum sínum greini- lega líða vel á hóteli mömmu og pabba. Keanu Reeves lenti í heldur óskemmtilegum aðstæðum á dög- unum. Leikarinn vaknaði um miðja nótt við skrýtin hljóð á heimili sínu í Hollywood-hæðum í Los Angeles. Hljóðin bárust frá bókasafni kapp- ans og þegar hann opnaði hurð- ina að herberginu til þess að sjá af hverju hljóðið stafaði blasti við honum kona sem hafði komið sér notalega fyrir í stól í herberginu. Reeves talaði við konuna sem var hin rólegasta og sagði honum að hún hefði komið til þess að ná tali af honum. Reeves hringdi í fram- haldinu í lögreglu sem kom og náði í konuna og fór með hana á við- eigandi sjúkrastofnun en hún hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Atvikið átti sér stað aðeins nokkr- um mánuðum eftir að leikkonan Sandra Bullock, sem lék með Reev- es í myndinni Speed, lenti í svip- uðum aðstæðum á heimili sínu. Þá hafði karlmaður sem hefur haft Söndru á heilanum komist inn á heimili hennar og var að róta í persónulegum munum hennar. Braust inn til Keanu Reeves

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.