Fréttablaðið - 22.09.2014, Page 54

Fréttablaðið - 22.09.2014, Page 54
22. september 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566 2015-LÍNAN KOMIN Í BETRA BAK BETRA BAK Á R A A F M Æ L I20% KYNNINGAR- AFSLÁTTUR KOMDU OG UPPLIFÐU GÆÐADÝNU FRÁ „Ég held það sé það allra versta og ógeðslegasta sem ég hef gert,“ segir Hugleikur Dagsson um daga- tal sem hann var að skila af sér. For- lagið gefur dagatalið út fyrir næsta ár og myndskreytir Hugleikur það. Hver mánuður ársins er saga og allir dagar mánaðarins rammi í sögunni. „Sögurnar eru allar mín persónulega tilraun til að toppa sjálfan mig, því mér fannst ég vera orðinn soldið „mainstream“, segir Hugleikur, sem er þekktur fyrir hnyttnar skopteikningar sínar sem oft fara ansi langt yfir strikið. Hug- leikur slær ekki slöku við með dagatalinu og lofar að sjokkera landann duglega. Dagatalið verð- ur á ensku. „Enda eru lesendur mínir orðnir svo alþjóð- legir,“ segir Hug- leikur. Það er þó ekki bara saga hvers mán- aðar sem fylgir daga- talinu heldur fylgir auk þess stjörnuspá með sem má með sanni segja að sé ólík flestum stjörnu- spám og alls ekki upp- lífgandi. „Nei, hún er mjög leiðinleg, ég stal stjörnuspá af netinu, víxlaði textum og stjörnumerkjum. og bætti við einhverj- um óskunda. Bara til að vera kvik- indi,“ segir Hug- leikur um spána. - vh „Versta og ógeðslegasta sem ég hef gert“ Hugleikur Dagsson gerir dagatal þar sem hver mánuður er ein saga og allir dagar eru hluti af sögunni. TOPPAR SIG Hugleiki fannst hann vera orðinn of venjulegur og reynir því að toppa sig með gerð dagatalsins. „Ég elska námið mitt,“ segir Anna Þóra Alfreðsdóttir, nemi í tann- lækningum og fyrirsæta. „Ég veit að ég er á hárréttri hillu í lífinu. Svo er þetta líka fjölbreytt og gef- andi starf,“ segir Anna. Hún segir módelstörfin og tannlæknanám- ið fara ágætlega saman en þó hún láti námið ganga fyrir þá situr hún fyrir þegar hún getur. „Það er líka svo skemmtilegt, ég hef alltaf haft ánægju af því að vinna á setti. Það er einnig fjölbreytt og maður kynn- ist góðu og skemmtilegu fólki í þess- um bransa“ segir Anna, en margir muna eftir henni sem stelpunni sem lék í myndbandinu hjá bresku sveit- inni Hurts. Hún og aðalsöngvari sveitarinnar, Theo, halda enn góðu sambandi. „Já, við dóum næstum því við tökur á fyrra myndband- inu þegar stór alda kom yfir okkur, hnéskelin mín hoppaði úr stað og brotnaði og eina ástæðan fyrir að ég sogaðist ekki út með straumn- um var því hann ríghélt í höndina á mér. Þetta var sem betur fer síð- asta skotið og ég man, í hálfgerðri móðu, eftir þegar verið var að bera mig í sjúkrabílinn að hafa verið mjög harðorð við leikstjórann um að það væri eins gott fyrir hann að nota þetta skot því annars yrði ég brjáluð,“ segir Anna og hlær. „Upp frá þessu urðum við góðir vinir og hann kemur oft til Íslands.“ Það kom Önnu skemmtilega á óvart um dag- inn að finna Facebook-síðu tileink- aða henni, stofnaða af hópi búlg- arskra stúlkna. „Það eru einhver hundrað manns búin að líka við síð- una, mér finnst þetta mjög fyndið og við vinirnir höfum flissað mikið yfir þessu.“ - asi Vinsælasti tannlæknanemi í Búlgaríu Anna Þóra er ef til vill best þekkt fyrir leik sinn í tónlistarmyndbandi Hurts. VÍGALEG Í LÆKNAGALLANUM Fyrirsætan og tannlæknaneminn Anna Þóra finnur sig svo sannarlega í tannlæknanáminu. „Ég er haldin alvarlegri morgun- maníu á háu stigi, þar sem ég er mest aktív og með ferskastan huga upp úr sjö á morgnana. Þannig að ég er alltaf tilbúin í slaginn við sólarupprás. Það hefur hingað til ekki unnið með mér í tónlistinni. Þar er betra að vera í stuði á kvöld- in og sofa fram eftir,“ segir Val- dís Þorkelsdóttir tónlistarmaður sem stofnaði nýverið fyrirtæk- ið Morning Mania Management í Bretlandi. „Fyrirtækið er minn eigin frí- lansvettvangur þar sem ég gegni hlutverki creative manager sem er eins konar umboðsmaður skap- andi lista,“ heldur Valdís áfram. Hún segir verkefni sín marg- þætt. „Ég er til dæmis að vinna með Heru Hilmarsdóttur leik- konu í að víkka verkefnahring hennar hér í London. Auk þess er ég umboðsmaður Ara Braga Kárasonar trompetvirtúóss og sérlegur sendiherra Hjaltalín í Bretlandi. Einnig er ég yfir tón- listardeild listafyrirtækisins ART NAKED sem hefur starfsemi sína hér í London. Þar felast verkefni mín meðal annars í því að velja inn smart tónlistarmenn fyrir mánaðarlega viðburði í funheit- um einkaklúbbi í Covent Garden,“ segir Valdís, létt í bragði. „Í náinni framtíð ætla ég síðan að vinna að því að koma fleiri snið- ugum listamönnum á framfæri, bæði hér í London og á Íslandi. Ég er rosalega spennt fyrir þessu öllu saman,“ heldur hún áfram. Hugmyndina að fyrirtækinu fékk Valdís daginn eftir að hún skilaði mastersritgerð sinni í menningarstjórnun. „Hera spurði mig þá hvort ég vildi gera eitthvað sniðugt með henni þar til ég fyndi alvöru vinnu hér í London. Undan- farnar vikur hefur þetta undið upp á sig og er orðið að fullri vinnu,“ segir Valdís og bætir við. „Ég þarf mögulega bráðum að fara að leita eftir starfsnemum á næstunni.“ Starfið segir Valdís gríðarlega fjölbreytt. „Þetta er náttúrulega starf sem ég bjó mér bara til. Það má segja að þetta sé eins konar samsuða af fyrri reynslu sem tón- listarkona, skrifta á RÚV, af veru minni á IMG-umboðsskrifstofunni í London auk akademískra fræða úr mastersnáminu,“ segir Valdís að lokum. olof@frettabladid.is Morgunmanía skilaði sér loksins í vinnunni Valdís Þorkelsdóttir stofnaði fyrirtækið Morning Mania Management í London á dögunum. Hún vinnur meðal annars með Heru Hilmarsdóttur og Hjaltalín. Hera spurði mig þá hvort ég vildi gera eitt- hvað sniðugt með henni þar til ég fyndi alvöru vinnu hér í London. Und- anfarnar vikur hefur þetta undið uppá sig og er orðið að fullri vinnu. LAUK NÝVERIÐ MASTERS- GRÁÐU Í MEN- NINGARSTJÓR- NUN Valdís Þorkelsdóttir er búsett í London. MYND/ÚR EINKASAFNI Það er Rosanna með hljómsveitinni Toto. Eiríkur Þór Hafdal. MÁNUDAGSLAGIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.