Fréttablaðið - 03.10.2014, Síða 24

Fréttablaðið - 03.10.2014, Síða 24
FRÉTTABLAÐIÐ Spotify Streituráð Borghildur gefur ráð. Sólveig sneri blaðinu við. Sigga Dögg. Elma Stefanía viðtal. Fataskápurinn. Trend af pöllunum. Samfélagsmiðlar 2 • LÍFIÐ 3. OKTÓBER 2014 ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Umsjón Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Valgarður GíslasonLífi ðwww.visir.is/lifid M arkmið eru góð til að setja sér stefnu og gera sér grein fyrir því hvað maður vill, það er því mikil- vægt að markmiðin sem við setj- um okkur hafi merkingu fyrir okkur og séu virkilega það sem við viljum í hjartans einlægni,“ segir Borghildur Sverrisdóttir en á næstunni kemur út bók eftir hana sem heitir Hamingjan eflir heils- una og fjallar m.a. um mikilvægi hamingjunnar og vellíðunar gagn- vart heilsu. „Markmið geta hjálp- að okkur að sækja það sem við vilj- um í lífinu en aðeins ef það skiptir okkur máli í raun og veru.“ Hún segir hamingjuna ekki endilega liggja í því að ná mark- miðunum sjálfum heldur því hug- arfari sem við beitum og hvaða af- stöðu við höfum til þeirra. „Mörg markmið renna út í sand- inn af því að afstaða okkar til þeirra og leiðarinnar að mark- miðinu er ekki okkur í hag. Til að auka líkur á að við náum þeim markmiðum sem við setj- um okkur skiptir miklu máli að efla með sér jákvæðni, það þýðir annars vegar að æfa sig í jákvæðri afstöðu til hlutanna, eins og að sjá tækifæri í stöðunni í staðinn fyrir erfiðleika og veita litlum árangri athygli í stað þess að vilja sjá meiri árangur,“ segir hún. Það getur verið and- lega krefjandi þegar illa gengur að ná sett- um markmiðum og til- finningar eins og reiði, kvíði, pirringur eða hræðsla geta látið á sér kræla. Borghildur segir mikilvægt að leyfa þess- um tilfinningum að koma og reyna um leið að dæma þær ekki. „Það er ekki hægt að ætla sér að ná markmiði án þess að þurfa að takast á við neikvæðar tilfinningar, því stærri sem mark- miðin eru, því fleiri og erfiðari geta tilfinningarnarnar orðið. Það er því gott að hafa í huga að þegar við berjumst ekki gegn þeim og látum þær ekki draga okkur niður heldur eflum með okkur jákvæðni fara hlutirnir að ganga betur,“ segir hún. Borghildur vill frekar leggja áherslu á það að fólk temji sér já- kvætt hugarfar og með því víkka sjóndeildarhringinn og auka sköp- unargáfu. „Jákvæðni hjálpar okkur að hugsa skýrar, meðtaka meira og er talin auka líkur á því að við vinnum okkur betur og fljót- ar út úr erfiðum aðstæðum. Já- kvæðni eykur sköpunargáfu okkar og eykur þar með virkni til fram- kvæmda sem aftur eykur ánægju okkar og með fleiri ánægjustund- um aukum við hamingju okkar til framtíðar. Það mætti því segja að ef við virkilega viljum ná mark- miðum okkar þurfum við að huga að því að efla með okkur jákvæðni um leið með markvissum og með- vituðum hætti,“ segir hún. Annað sem hún telur vera mik- ilvægan hlekk í því að ná árangri í lífinu er að sýna sjálfum sér sam- kennd og vinsemd. Það hefur ekk- ert með sjálfsvorkunn né dekur að gera heldur byggist það á því að tala við sjálfan sig eins og maður myndi gera við góðan vin. „Við erum ótrúlega góð í að tala okkur niður, ekki aðeins þegar illa gengur heldur bara svona dagsdag- lega,“ segir Borghildur. Að lokum hvetur Borghildur les- endur til þess að veita því athygli næstu daga hvernig við tölum til okkar sjálfra. Munu orðin bæta líðan okkar? Myndum við tala svona við okkar besta vin? HEILSA MÖRG MARKMIÐ VILJA RENNA ÚT Í SANDINN Margir setja sér markmið í Meistaramánuði en til þess að ná þeim þarf að hafa jákvæða afstöðu til þeirra og temja sér sjálfsvinsemd. Borghildur Sverrisdóttir er höfundur bókarinnar Hamingjan efl ir heilsuna sem kemur út síðar í mánuðinum. Hún segir jákvætt hugarfar og sjálfsvinsemd vera lykilatriði í því að ná settu marki. Lífið mælir með því að þú hugsir jákvætt til sjálfs þín og umhverfisins. Allt byrjar og endar innra með þér. Hugleiðslugúrúinn Andrew Johnson er búinn að búa til hið fullkomna snjallsímaforrit sem hjálpar þér við að slaka á, bæta þankaganginn og krydda hann með jákvæðum hugsunum. Forritið var valið eitt af þeim allra vinsælustu af starfsfólki Apple-risans og ekki að ástæðu- lausu. Forritið er bæði til fyrir iP- hone og Android-síma. LÍFIÐ MÆLIR MEÐ … JÁKVÆÐRI HUGSUN INN Í HELGINA Heilsuvísir er kominn á Spotify. Þar finnurðu frábæra tónlist sem hvetur þig áfram við íþróttaiðkun eða slökunina og allt þar á milli. Listi vikunnar er orkumikill og upp- lagður fyrir útiskokkið. 1 DO IT AGAIN RÖYKSOPP & ROBIN VS. MOBY MIX 2 SATISFY NERO 3 COME GET IT BAE PHARRELL WILLIAMS 4 CHANDELIER SIA 5 STAY HIGH – HABITS REMIX TOVE LO 6 A SKY FULL OF STARS COLDPLAY 7 PRAYER IN C – ROBIN SCHULZ REMIX LILLY WOOD & THE PRICK 8 FIVE HOURS DEORRO 9 PARÍS NORÐURSINS PRINS PÓLÓ 10 ALL OF ME – TIESTO’S BIRTHDAY TREAT- MENT REMIX JOHN LEGEND á Spotify Oft þegar álagið er mikið, finnst þér þú einangrast með hugsanir þínar og vandamál. Streituráð vikunnar Deildu vandamálum þínum með öðrum. Heilsuvísir Borghildur Sverrisdóttir segir hamingjuna ekki endilega liggja í markmiðinu sjálfu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Deildu vandamálum þínum með öðrum. Þá færð þú skilning, ráð og stuðning. Og gleymdu ekki að styðja aðra. Það er þér mjög mikilvægt að geta gefið af þér og það veitir þér gleði að deila reynslu þinni og veita öðrum stuðning. Um leið eflir það þig og veitir þér tilgang. Heimild: Stress.is Miracle Cream Kremið sem umbreytir húð þinni frá fyrstu snertingu Nýjung UMBREYTIR HÚÐINNI GEGN ÖLDRUN OG AÐLAGAST HÚÐLIT ÞÍNUM FULLKOMLEGA /garniericeland UMBREYTING Á AUGABRAGÐI Einstök innihaldsefni í kreminu eru rík af örsmáum litarögnum, sem sjálfkrafa aðlaga sig að húð þinni a Formúlan gegn öldrun inniheldur 7 virk innihaldsefni Prófað á yfir 1500 konum með mismunandi húðgerð og húðlit. „Það er ekki hægt að ætla sér að ná markmiði án þess að þurfa að takast á við neikvæðar tilfinningar.”

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.