Fréttablaðið - 03.10.2014, Qupperneq 28
FRÉTTABLAÐIÐ Elma Stefanía viðtal. Fataskápurinn. Trend af pöllunum. Samfélagsmiðlar
6 • LÍFIÐ 3. OKTÓBER 2014
M
ig langaði alltaf að
verða leikkona en ég
sagði engum frá því,
ég veit ekki af hverju,
ég hafði bara engan
áhuga á að auglýsa það sérstak-
lega,“ segir leikkonan Elma Stef-
anía Ágústsdóttir sem leikur nú í
leikritinu Konan við 1000 gráður.
Elma útskrifaðist úr leiklistardeild
Listaháskóla Íslands í fyrra og
hefur síðan þá leikið í hverju verk-
inu á fætur öðru og fengið glimr-
andi góða dóma fyrir. Hún vakti
athygli í leikritinu Harmsögu sem
eiginmaður hennar, Mikael Torfa-
son, skrifaði en þar fór hún með
annað aðalhlutverkið en hitt var í
höndum Snorra Engilbertssonar.
„Ég var nýútskrifuð og við
vorum tvö á sviðinu, ég og Snorri,
að halda uppi heilli sýningu. Það
var mjög stressandi, sérstak-
lega af því þetta var fyrsta verk-
ið sem ég tók þátt í eftir útskrift.
En við unnum þetta vel saman og
þegar ég horfi til baka þá sé ég
að þetta var ótrúlega erfitt en líka
skemmtilegt. Og við gátum þetta.
Það er svo fínt að vita hvað maður
getur,“ segir hún brosandi. Harm-
saga var síðar sett upp í Kennedy
Center í Washington og fékk lof-
samlega dóma víðast hvar, meðal
annars í hinu virta blaði Washing-
ton Post.
Elma segist alltaf hafa haft
áhuga á leiklist þó það hafi ekki
farið hátt fyrr en á fullorðinsár-
um. Hún ólst upp á Hvolsvelli en
flutti í bæinn sem unglingur. „Það
voru mikil forréttindi að alast upp
í frelsinu úti á landi. Maður hljóp
bara út og það voru engar áhyggj-
ur. Ég finn það enn í dag hvað það
er gott að komast í sveitina. Tím-
inn er öðru vísi þar. Allt er svo
miklu rólegra,“ segir hún og bætir
við að sér finnist mikilvægt að
komast annað slagið út úr bænum.
„Ég hef til dæmis verið að hug-
leiða mikið undanfarin ár og það
er hvergi betra en í sveitinni. Með
hugleiðslunni verð ég bæði betri í
því sem ég geri, á sviðinu, og svo
er ég líka bara betri manneskja
fyrir vikið. Hugleiðsla gerir mann
rólegri í eigin skinni og umburðar-
lyndari gagnvart öllu. Svo bjargar
hún geðheilsunni á ögurstundum,“
segir Elma og hlær.
Leiðinlegt að vera unglingur
Sextán ára gömul flutti Elma í
borgina til þess að fara í Kvenna-
skólann í Reykjavík. Hún bjó fyrst
um sinn hjá vinafólki foreldra
sinna. „Mér fannst ég vera orðin
fullorðin 16 ára en ég var það svo
sannarlega ekki þegar ég lít til
baka. Ég beið eftir því að flytja í
bæinn. Mér fannst svo lítið spenn-
andi að vera unglingur úti á landi,
reyndar fannst mér bara ekkert
skemmtilegt að vera unglingur
yfirhöfuð, úti á landi eða ekki.“
Elma segir menntaskólaár-
in ekki hafa verið neitt sérlega
skemmtileg. „Kvennó er ágætur
skóli en ég hafði engan sérstakan
áhuga á náminu og fannst þessi ár
frekar leiðinleg. Ég tók stúdents-
prófið bara af skyldurækni.“ Hún
ákvað svo að freista þess að láta
leiklistardrauminn rætast og sótti
um í Leiklistarskólanum þegar hún
var 23 ára gömul. Þá orðin móðir,
en dóttir Elmu, Ísold, var rúmlega
eins árs á þeim tíma.
Sér ekki eftir að hafa hætt
„Ég hefði alls ekki viljað vera
yngri þegar ég fór í skólann. Þetta
er rosalega krefjandi nám og
maður þarf að hafa mikinn sjálf-
saga. Ég var í skólanum frá níu
á morgnana til sex á kvöldin og
síðan var alltaf heimavinna eftir
það,“ segir hún. Elma var eins og
fyrr segir einstæð móðir á meðan
á náminu stóð en var heppin að fá
góða aðstoð frá skyldfólki sínu.
„Ég fékk hjálp frá frændfólki mínu
hér í bænum sem sótti hana fyrir
mig á leikskólann og þau hjálpuðu
mér mikið. Þá hefði verið gott að
vera búin að uppgötva hugleiðsl-
una!“
Námið var krefjandi og Elma sá
að hún þurfti að skipuleggja líf sitt
í kringum það. „Þegar það er mikil
pressa þá fer maður að endurskoða
líf sitt og endurskipuleggja sig.
Ég er mjög metnaðarfull í því sem
ég tek mér fyrir hendur. Ég skila
af mér hlutum af heilum hug og
geri það vel. Þarna ákvað ég því að
hætta að drekka sem er ákvörðun
sem ég sé ekki eftir. Þar fékk ég
fullt af tíma og meiri orku sem ég
gat beint í réttar áttir.“
Vill beina orkunni á rétta staði
„Það fór mér ekki að drekka,“
segir hún aðspurð hvort áfeng-
ið hafi verið henni fjötur um fót.
„Það er líka bara þannig að maður
ELMA STEFANÍA ÁTTI SÉR
LEYNDA LEIKLISTARDRAUMA ALLA TÍÐ
Elma Stefanía Ágústsdóttir hefur haft nóg að gera síðan hún útskrifaðist sem leikkona á síðasta ári. Hún segist alltaf hafa vitað að sig langaði til að verða
leikkona en sagði engum frá því. Draumurinn rættist þegar hún skráði sig í leiklistarskólann, þá einstæð móðir og sá að hún þyrfti að beina orkunni í rétt-
ar áttir og skipuleggja sig upp á nýtt til þess að námið og móðurhlutverkið færu saman Hún leikur í Konunni við 1000 gráður..
IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk.
opið til 22 alla daga.
Elma segir leiklistarnám-
ið hafa verið krefjandi
og hún hafi þurft að ein-
beita sér að því að beina
orkunni í réttar áttir,
meðal annars með því
að hætta að drekka.
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI