Fréttablaðið - 28.10.2014, Qupperneq 2
28. október 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Björn Ingi, ná Hornfirðingar
ekki andanum?
Jú, þeir ná honum og anda í gegnum
nefið þó það sé gasalega erfitt.
Björn Ingi Jónsson er bæjarstjóri á Höfn í
Hornafirði. Mjög mikil gosmengun frá Holu-
hrauni hefur mælst þar síðustu daga og hafa
margir íbúar orðið fyrir óþægindum þess vegna.
HORNAFJÖRÐUR Brennisteinsdíoxíð mældist upp
undir tíu þúsund míkrógrömm á Höfn á sunnudag og
allt að tuttugu þúsund í Hoffelli. Mengunin mældist
um 1.400 míkrógrömm um miðjan dag í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNÞÓRA
HEILBRIGÐISMÁL 4.500 manns höfðu skráð vilja sinn
til líffæragjafar, þegar starfsmenn landlæknis skoð-
uðu gagnagrunninn í morgun.
Á föstudag var sett upp vefsíða þar sem fólk getur
skráð sig sem mögulega líffæragjafa. Kristján Þór
Júlíusson heilbrigðisráðherra varð fyrstur til að
skrá sig.
Áður en vefsíðan var opnuð voru engar tölur um
það hversu margir vildu gefa líffæri, segir Jórlaug
Heimisdóttir, verkefnastjóri hjá landlækni.
„Það hefur ekki verið hægt að skrá sig rafrænt.
Þetta hefur bara verið á líffæragjafakortinu þannig
að fólk hefur verið hvatt til að fylla það út og bera
í veskinu sínu. Við höfum ekki haft möguleika á að
halda utan um fjölda þeirra sem hafa skráð afstöðu
sína fram til þessa. Þetta er í fyrsta sinn sem við
höfum tækifæri til þess,“ segir hún. Hún segir að
þessi gagnagrunnur muni verða til frambúðar.
Við skráningu í gagnagrunninn getur fólk merkt
við líffæragjöf sem nær til allra líffæra, líffæragjöf
sem takmarkast við ákveðin líffæri, eða að heimila
ekki líffæragjöf.
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um ætlað sam-
þykki til líffæragjafa. Í umsögn um frumvarpið
segir Embætti landlæknis að frumvarp um ætlað
samþykki við líffæragjafir geti verið einn liður í að
fjölga líffæragjöfum hér á landi, en rekstur gagna-
grunns af þessu tagi sé einnig mikilvægur. - jhh
Landlæknir fylgist með því með gagnagrunni hve margir vilja gefa líffæri:
Hátt í 5.000 hafa skráð afstöðu
LANDLÆKNIR Vefsíðan fór í loftið á föstudaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
UMHVERFISMÁL Þrír loftgæðamælar á Reyðar-
firði og einn á Egilsstöðum sendu ekki frá sér
upplýsingar frá laugardegi fram á mánudags-
morgun vegna bilunar í gagnaflutningi. Mælir
í Hornafirði pípti svo mikið vegna gasmeng-
unar að rafhlaða sem átti að endast í þrjú ár
tæmdist.
Mælarnir á Reyðarfirði og Egilsstöðum eru
í eigu Alcoa. „Mælarnir söfnuðu upplýsingum
en það bilaði einfaldlega gagnaflutningurinn
frá þeim,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sér-
fræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.
Rafhlaða tæmdist í litlum handmæli sem
verið hefur við dvalarheimilið á Höfn en þar á
svæðinu hefur mengunin mælst mest undan-
farna daga. „Hann var búinn að pípa stöðugt
og það er greinilegt að þegar þessir mælar
pípa gleypa þeir batteríin miklu hraðar,“ segir
Þorsteinn og vísar til þess að rafhlaðan hafi
átt að endast í þrjú ár.
Handmælir eins og sá sem notaður hefur
verið á Höfn kostar að sögn Þorsteins innan
við eitt hundrað þúsund. Sjálfvirku og net-
tengdu mælarnir sem senda frá sér gögn inn
á síðu Umhverfisstofnunar kosta hins vegar
þrjár og hálfa milljón króna. Þorsteinn segir
nú unnið að því að setja upp slíkan mæli á
Höfn. - gar
SPURNING DAGSINS
Gæði fara aldrei úr tísku
Vaskar og
blöndunartæki
SAMGÖNGUR „Þetta helst í hendur,
bætt þjónusta og fjölgun farþega.
Farþegum hefur fjölgað mikið síð-
ustu misseri og því eðlilegt að halda
áfram að bæta þjónustuna,“ segir
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,
verkefnastjóri hjá Strætó. Frá því
í fyrra hefur strætisvagnafarþeg-
um fjölgað um 5,1 prósent. Gert er
ráð fyrir að heildarfjöldi farþega í
Strætó bs. í ár nemi um 10 milljón-
um og að farþegarnir verði hátt í 11
milljónir á næsta ári.
Á nýju ári verða verulegar breyt-
ingar á ferðatíðni hjá Strætó og 20
nýir strætisvagnar bætast í flotann.
Hver nýr vagn kostar að meðaltali
35 milljónir með virðisaukaskatti.
Það kostar Strætó því um 700 millj-
ónir króna að kaupa nýju vagnana.
„Nýju vagnarnir eru EUR06 sem
þýðir að þeir eru umhverfis-
vænstu vagnarnir sem eru
á markaðnum í dag,“ segir
Guðrún. Vögnunum fjölgar
raunar ekki um 20 við kaup-
in því 14 gömlum strætis-
vögnum verður lagt svo
strætisvagnaflotinn á höf-
uðborgarsvæðinu stækkar
um sex.
Ný tímaáætlun hjá strætó
á höfuðborgarsvæðinu
tekur gildi 4. janúar. Eftir þann tíma
hefst akstur á sunnudagsmorgnum
klukkan 9.30, eða tveimur tímum
fyrr en verið hefur undanfarin
misseri. Önnur stór breyting er að
ferðatíðni á mörgum leiðum eykst.
Strætisvagnar koma til með að aka
á 15 mínútuna fresti í Grafarholti,
Kópavogi, Árbæ, Norðlingaholti
og við HR. Auk þess verða strætis-
vagnasamgöngur bættar við Land-
spítalann í Fossvogi og Háskóla
Íslands. Með þessu verða
öll helstu hverfi á höfuð-
borgarsvæðinu komin með
15 mínútna tíðni á annatíma
kvölds og morgna. Jafn-
framt eru fyrirhugaðar
minni háttar breytingar á
einstökum leiðum og tíma-
áætlunum nokkurra leiða.
Í Reykjavík eru 540 bið-
stöðvar fyrir strætó. Á 370
þeirra eru biðskýli og á
Reykjavíkurborg og rekur um 230
skýli, en AFA JCDecaux á Íslandi á
og sér um rekstur og viðhald um 140
strætóskýla í Reykjavík samkvæmt
sérstökum samningi. Biðstöðvar án
biðskýlis eru um 170 talsins.
Hluti þeirra biðskýla sem Reykja-
víkurborg á er kominn til ára sinna.
Þetta eru gráu skýlin sem lokuð eru
á þrjá vegu. Starfshópur á vegum
Reykjavíkurborgar vinnur að því
að greina núverandi stöðu og koma
með tillögur um úrbætur á bið-
stöðvum strætó í Reykjavík. Meg-
ináhersla er lögð á úrbætur á bið-
stöðvum án skýlis. johanna@frettabladid.is
Strætó fær tuttugu
nýja strætisvagna
Um tíu milljónir farþega fara með strætó á þessu ári. Ef spár ganga eftir verða
þeir nálægt ellefu milljónum 2015. Vögnum fjölgar og ferðatíðni verður aukin á
annatímum auk þess sem strætisvagnar hefja akstur fyrr á sunnudagsmorgnum.
FARÞEGAFJÖLDI
MEÐ STRÆTÓ
10.000.000
8.000.000
6.000.000
4.000.000
2.000.000
0
2007 2009 2011 2013
7.696.
304
7.518.
506
9.012.
872
9.808.
103
NÝ BIÐSKÝLI Hluti biðskýla Reykjavíkurborgar er gamall og verður væntanlega
skipt út á næstunni. Það vantar hins vegar biðskýli á 170 biðstöðvar á höfuðborgar-
svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GUÐRÚN ÁGÚSTA
GUÐMUNDS-
DÓTTIR
Bilaðir gasmælar eystra komnir í lag og nýr sjálfvirkur mælir verður settur upp á Höfn í Hornafirði:
Tæmdi þriggja ára rafhlöðu yfir helgina
HEILBRIGÐISMÁL Fyrsti dagur í verkfalli lækna var í gær og var um 30
skurðaðgerðum á Landspítalanum frestað vegna verkfallsaðgerðanna.
Læknar á rannsóknarsviði Landspítalans og kvenna- og barnasviði sem
og hjá heilsugæslustofnunum um allt land lögðu niður störf í gær og í
dag. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum,
vonast eftir því að deiluaðilar nái sáttum sem allra fyrst. Mikil óvissa
sé uppi á spítalanum vegna verkfallsins og áhrifa gæti víða. „Við höfum
sinnt bráða- og neyðarþjónustu eins og venjulega en mikil röskun hefur
orðið á starfseminni hjá okkur, eins og við mátti búast,“ segir Ólafur.
Langt er á milli aðila í kjaradeilunni en samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hafa stjórnvöld boðið læknum 2,5 til 3 prósenta launahækkun en
læknar krefjast 30 til 36 prósenta hækkunar. - vh / fbj
Mikið ber í milli aðila í kjaradeilu lækna og stjórnvalda:
Mikil röskun á starfsemi spítala
FUNDAÐ Læknar mæta til fundar á ný hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú á mið-
vikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
HEILBRIGÐISMÁL Þegar varað er við
háum gildum brennisteinsdíoxíðs
(SO2) í lofti þurfa dýraeigendur
að hafa í huga að mengunin hefur
sambærileg áhrif á dýr og fólk.
Áhrifin eru þeim mun meiri
því lengur sem dýrin verða fyrir
menguninni. Dýraeigendur þurfa
að draga sem mest úr álagi á dýrin
þegar magn brennisteinsdíoxíðs í
andrúmslofti er mikið, líkt og við
hlaup, erfiða vinnu og streituvald-
andi aðstæður.
Fylgjast þarf með dýrum á úti-
gangi og hýsa þau ef vart verður
við einkenni eins og roða í augum,
hósta eða öndunarerfiðleika, eða
hegðun sem bendir til að dýrin
finni fyrir óþægindum. - glp
Áhrif brennisteinsdíoxíðs:
Draga þarf úr
álagi á dýrin
ÚKRAÍNA Flokkar sem styðja bæði
friðarsamkomulag um að binda
enda á átökin í Úkraínu og sam-
starf við Evrópusambandið sigr-
uðu í úkraínsku þingkosningunum
sem fram fóru um helgina.
Útgönguspár benda til þess að
flokkur Petrós Porósjenkó, for-
seta Úkraínu, verði stærsti flokk-
urinn á þingi en flokkur forsætis-
ráðherrans, Arsenís Jatsenjúk,
fylgir fast á eftir. Endanleg úrslit
koma í ljós á næstu dögum.
Porósjenkó ætlar að hefja við-
ræður um myndun nýrrar stjórnar
á næstu dögum en hann telur lík-
legt að Jatsenjúk, núverandi for-
sætisráðherra, verði áfram í því
embætti. - glp
Viðræður hefjast á næstunni:
Evrópusinnaðir
flokkar stærstir