Fréttablaðið - 28.10.2014, Síða 22

Fréttablaðið - 28.10.2014, Síða 22
KYNNING − AUGLÝSINGVetrardekk ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, s. 512-5429, jonivar@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Vetrarfærð gerir aukn-ar kröfur til ökumanna. Margt breytist þegar ekið er í snjó og hálku, svo sem heml- un, útsýni úr bílnum og stýriseig- inleikar. Besta ráðið er að aka á hófleg- um hraða, beita mýkt við stýr- ið við hemlun og vera ávallt við- búin(n) hinu óvænta,“ segir Þóra Magnea Magnúsdóttir, fræðslu- stjóri hjá Samgöngustofu. Þóra segir mikilvægt að gæta þess að hafa nóg bil á milli bíla þar sem hemlunarvegalengd aukist í hálku og snjó. „Ef eitthvað bregður út af og fólk missir stjórn á bílnum skipt- ir sköpum að bregðast við af yfir- vegun og öfgalaust og reyna í ró- legheitum að leiða bílinn aftur inn á veginn. Varast skal að kippa snöggt í stýrið eða hemla snögg- lega. Slík viðbrögð geta gert illt verra og leitt til þess að bíllinn veltur. Ísing og hálka eru þeir þættir sem hvað oftast valda því að öku- menn bregðast rangt við aðstæð- um og slys hlýst af. Mikilvægt er að kunna að bera kennsl á hálku og þekkja þær aðstæður sem helst geta skapað hálku og ísingu.“ Eftirfarandi atriði geta skipt miklu máli þegar kemur að því að bera kennsl á hálku: 1. Landslag – meiri hætta er á næturfrosti á sléttlendi en í halla og meiri í dældum en uppi á hæðum. 2. Veðurfar – meiri hætta er á frosti þegar himinn er heiðskír í rökkri og á nóttu. 3. Nálægð við vatn eða sjó – þar sem vegur liggur nærri árbökk- um, við vatnsföll eða nærri fjöru- borði er rakinn meiri í loftinu og því auknar líkur á staðbundinni ísingu. 4. Skjól – aukin hætta er á hálku þar sem er staðbundið skjól t.d. við skóga eða kletta. 5. Hitamælir í bílnum – vara- samt er að treysta á hitamæli í bíl þar sem hiti niðri við jörðu getur verið allt annar. Ef hita- mælir bílsins sýnir minna en 4 til 5°C hita í lygnu veðri skal fylgjast vel með aðstæðum og hafa í huga að hálka getur myndast samfara úrkomu eða þegar bleyta er á vegi. Röng viðbrögð gera illt verra Ísing og hálka eru þeir þættir sem hvað oftast valda því að ökumenn bregðast rangt við aðstæðum svo slys hlýst af. Þóra Magnea Magnúsdóttir, fræðslustjóri hjá Samgöngustofu, segir mikilvægt að kunna að lesa í aðstæður og bregðast við af yfirvegun. Kunna þarf að lesa í aðstæður og bregðast við af yfirvegun ef bíllinn lætur ekki að stjórn. MYND/NORDIC PHOTOS GETTY Besta ráðið er að aka á hóflegum hraða og beita mýkt við stýrið við hemlun. www.n1.is facebook.com/enneinn ÍSLE N SK A /SIA .IS E N N 70873 10/14 Jeppaeigendur þekkja að við íslenskar aðstæður veltur mikið á að hjólbarðarnir séu af bestu gerð. Láttu dekkin frá Cooper draga fram það besta í jeppanum þínum í vetur. Hjólbarðaþjónusta N1: Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægissíðu 440-1320 Langatanga Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut Akranesi 440-1394 Opið mánudaga-föstudaga kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is www.dekk.is  Cooper undir jeppann í vetur • Nýtt og endurbætt vetrardekk með öflugu gripi • Mikið skorið og neglanlegt fyrir veturinn • Hentar íslenskum aðstæðum enda hannað fyrir norræna vegi Cooper Discoverer M+S 2 • Nýtt óneglanlegt vetrardekk • Mikið skorið, mjúkt og góðir aksturseiginleikar • Míkróskorið með góða vatnslosun og magnað veggrip Cooper SA2 Cooper Discoverer M+S • Vetrardekk fyrir jeppa, mikið skorið með sérhönnuðu snjómynstri • Neglanlegt með nákvæmri röðun nagla sem grípur vel á hálum vegum • Endist vel og vinsælt sem heilsársdekk

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.