Fréttablaðið - 28.10.2014, Blaðsíða 36
28. október 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 20
TÓNLIST ★★ ★★★
Við strjúkum þitt enni
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur og
Oliver Kentish
FRUMFLUTNINGUR Á 400 ÁRA AFMÆLI
HALLGRÍMS PÉTURSSONAR Í HALL-
GRÍMSKIRKJU LAUGARDAGINN 25.
OKTÓBER.
Um þessar mundir er haldið upp á
400 ára afmæli Hallgríms Péturs-
sonar. Líkið af honum er sjórekið
eins og Megas orti á sínum tíma
um Jónas Hallgrímsson. En önnur
kveður svo: „Spanskgrænan drýp-
ur af deyjandi hönd… Hallgrímur,
Hallgrímur hart ertu leikinn.“
Þessar línur eru ekki eftir
Megas, heldur er þær að finna í
ljóðinu Við strjúkum þitt enni eftir
Sigurbjörgu Þrastardóttur. Ljóð-
ið var pantað af Tónmenntasjóði
Hallgrímskirkju í tilefni hátíða-
haldanna. Oliver Kentish samdi
við það tónlist. Hún var flutt af
Steev van Oosterhout slagverks-
leikara og Birni Steinari Sólbergs-
syni orgelleikara ásamt kammer-
kórnum Hljómeyki undir stjórn
Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur.
Verkið var á dagskrá í Hallgríms-
kirkju á laugardaginn var.
Nú hefur maður farið á óteljandi
frumflutninga í Hallgrímskirkju
– það er frábært hvað kirkjan er
stórkostlegur vettvangur fyrir
nýsköpun. Þarna heyrðist fyrst
hin magnaða Passía eftir Hafliða
Hallgrímsson og orgelkonsert
Jóns Leifs svo eitthvað sé nefnt. Í
samanburðinum var tónlistin nú
fremur þunn. Fyrir það fyrsta var
hún nokkuð brotakennd. Í henni
voru bútar af hinu og þessu. Þetta
voru litlar hendingar sem viku svo
óvænt fyrir öðru. Þótt þær dúkk-
uðu aftur upp seinna urðu þær
aldrei að neinu bitastæðu. Maður
heyrði fallega lagstúfa sem líktust
helst sálmum. En svo var klippt á
þá, og við tók eitthvað sem var eins
og í hrollvekju. Og svo var ÞAÐ
líka búið, alveg fyrirvaralaust.
Ekkert í verkinu fékk að njóta sín
og komast á flug. Músíkin var full
af mótsögnum. Það var synd, því
í henni voru margar góðar hug-
myndir sem áttu skilið að fá að
lifa.
Fyrir utan þetta vantaði stíg-
andina í verkið. Undir lokin var
þó hápunktur, en hann virkaði til-
gerðarlegur í samhengi við hræri-
grautinn á undan. Tilgerðin var
svo undirstrikuð með ofnotuðum
rörklukkum, sem gáfu músíkinni
glimmerkennda, einhæfa áferð.
Eins og slagverk getur nú verið
fjölbreytt og spennandi.
Þetta kemur á óvart, því Oli-
ver hefur vissulega gert margt
vel. Hann er gott tónskáld og má
vera stoltur af flestum verkum
sínum. En kannski náði hann ekki
að tengja almennilega við ljóðið
hennar Sigurbjargar.
Hvað sem þessu líður var flutn-
ingurinn góður. Orgelparturinn
var einfaldur og hann var ágæt-
lega útfærður af Birni Steinari.
Sömuleiðis söng kórinn prýði-
lega. Fínlegur söngurinn var blæ-
brigðaríkur og frábærlega sam-
stilltur. Og ljóðið sjálft er magnað,
um að Hallgrímur sé dáinn, en að
orð hans lifi um ókomna tíð. Ég
er ekki viss um að tónlist Olivers
muni tóra svo lengi. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Klént, yfirborðslegt
tónverk sem þó var glæsilega flutt.
Hart varstu leikinn, Hallgrímur
KAMMERKÓRINN HLJÓMEYKI „Fínlegur söngurinn var blæbrigðaríkur og frábærlega samstilltur. Og ljóðið sjálft er magnað …“
Nú fer að líða að lokum Lestrar-
hátíðar í Bókmenntaborg, en
henni líkur föstudaginn 31. októ-
ber. Stærsti viðburðurinn í loka-
vikunni er pólskt-íslenskt smá-
sagnakvöld í Iðnó í kvöld klukkan
20. Þar er kastljósinu beint að
pólsku skáldunum Piotr Paziński
og Zienowit Szczerek og íslensku
skáldunum Kristínu Eiríksdóttur,
Halldóri Armand Ásgeirssyni og
Þórarni Eldjárn. Öll lesa þau upp
úr sögum sínum og ræða smá-
sagnaformið við rithöfundinn,
bókmenntafræðinginn og útvarps-
manninn Hauk Ingvarsson.
Dagskráin er hluti af evrópska
smásaganaverkefninu Transgres-
sions: International Narrat ives
Exchange sem Reykjavík Bók-
menntaborg tekur þátt í á þessu
ári. Höfundar frá Íslandi, Pól-
landi, Noregi og Liechtenstein
skrifuðu nýjar sögur af þessu til-
efni og birtust þær allar á pólsku
í safnritinu Transgressje: Anto-
logia, sem kom út í Wrocław,
Póllandi fyrr í þessum mánuði.
Íslensku sögurnar og tvær þær
pólsku munu einnig birtast á
íslensku í Nestisboxinu á vef Bók-
menntaborgarinnar frá og með
deginum í dag.
Þessar fimm sögur sem kynntar
verða í kvöld eru afar ólíkar að
inntaki og stíl. Allar eiga þær
þó það sameiginlegt að taka ein-
hvers konar mæri, mörk eða rof
til umfjöllunar, hvort sem þau eru
landfræðileg, sálfræðileg, menn-
ingarleg eða af einhverjum öðrum
toga. Á dagskránni í Iðnó lesa höf-
undarnir örstutt brot úr sögunum
og einnig mun Haukur Ingvarsson
spjalla við skáldin. Kynnir er Olga
Hołownia. Umræður fara fram á
ensku en sögurnar verða ýmist
lesnar upp á íslensku eða pólsku.
Þýðingum verður varpað á tjald,
íslenskri með pólsku sögunum og
pólskri með þeim íslensku. - fsb
Pólskar og íslenskar smásögur
Smásagnakvöld verður haldið á vegum Lestrarhátíðar í Iðnó í kvöld. Þar koma
fram þrjú íslensk skáld og tvö pólsk og lesa úr nýjum smásögum sínum.
TRANSGRESSIONS
Kristín Eiríksdóttir er
eitt fimm skálda sem
lesa upp úr nýjum
smásögum í Iðnó í
kvöld. Hér er hún á
smásagnahátíðinni
í Wroclaw fyrr í
mánuðinum.
MYND: OPOWIADANIE.ORG
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, kemur fram hádegistón-
leikum Íslensku óperunnar í dag ásamt píanóleikaran-
um Antoníu Hevesi. Á tónleikunum, sem haldnir verða í
Norðurljósum í Hörpu klukkan 12.15, verða meðal ann-
ars flutt Söngurinn til mánans úr óperunni Rúsölku
og rússneska þjóðlagið Solovej moi eða Næturgal-
inn, þar sem söngkonan líkir eftir hljóðum nætur-
gala með tilheyrandi trillum og háum tónum.
Diddú söng síðast í sýningu hjá Íslensku óper-
unni hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfra-
flautunni og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin
fyrir hlutverkið.
Blóm og næturgalar
Diddú á hádegistónleikum Íslensku óperunnar
MENNING
EKKI GLEYMA NESTISBOXINU
– ljúffeng saga á hverjum degi á
bokmenntaborgin.is
SJÁ DAGSKRÁ Á BOKMENNTABORGIN.IS
HVAÐ EIGA
BESSASTAÐIR, GEORGÍA,
KOLAPORTIÐ, BLAUT DÝNA OG
BÓKADÚFUR SAMEIGINLEGT?
Fram koma pólsku skáldin
Piotr Paziński og Ziemowit Szczerek
ásamt íslensku skáldunum Kristínu Eiríksdóttur,
Halldóri Armand Ásgeirssyni
og Þórarni Eldjárn.
Spjall verður á ensku og
upplestrar á íslensku
og pólsku.