Akureyri


Akureyri - 19.07.2012, Page 8

Akureyri - 19.07.2012, Page 8
8 19. JÚLÍ 2012 Hugspretta virkjuð við Glerárgötuna Það þekkja vafalaust flestir þá undarlegu tilhneigingu hug- mynda að verða að engu. Þær sem slá í gegn eiga það þó allar sameiginlegt að hafa orðið að veruleika, hvort sem þær eru stórar eða litlar. Ljósmyndari Akureyrar- blaðsins fangaði eina hugmynd á viðkvæmu stigi þar sem lista- maður varpaði hugmyndum úr myndvarpa eins og þeim sem dönskukennarar fortíðarinnar notuðu til að kenna íslendingum að þekkja falska vini frá þeim sem eru vinir í raun. AÐSEND GREIN Æskulýðsmót á Akureyri Æskulýðsstarf Akureyrarkirkju stendur fyrir 70 manna fjölþjóð- legum ungmennaskiptum dagana 20. – 30. júlí. Yfirskrift ungmenna- skiptanna er“ European Youth and the Icelandic Forces of Nature“ og er styrkt af Evrópu unga fólksins en Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópu- sambandsins, Youth in Action, og er samstarfsverkefni ESB, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Áætlunin veitir styrki fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára og þá sem starfa með ungu fólki. Ungmennaskiptin í Akureyrar- kirkju eiga sér þó orðið langa sögu en Svavar Alfreð Jónsson, sóknar- prestur Akureyrarkirkju, hóf sam- starf ´99 við þýskan prest í Bochum, Ortwin Pflaging á grundvelli æsku- lýðsstarfs um árleg ungmennaskipti. Núna er svo komið að um ræðir samskipti fjögurra Evrópulanda og hefur verið styrkt af ungmennaá- ætlun Evrópusambandsins - Youth in Action Program um nokkurt skeið. Í vetur hlaut æskulýðsstarf kirkj- unnar stóran styrk til að halda þessi ungmennaskipti, með þeim stærstu sem EUF styrkir eða fyrir 60 ung- menni, sjálfboðaliða og hópstjóra, alls 68 manns. Þetta eru ungmenni úr lúterskum kirkjum í Eistlandi, Finn- landi, Þýskalandi og Íslandi. Við verðum núna hér dagana 20. – 30. júlí, byrjum í Kirkjumið- stöðinni við Vestmannsvatn og end- um í heimagistingu á Akureyri en lokadagurinn 30. júlí verður stór í Akureyrarkirkju en þá höldum við upp á fjögurra ára afmæli þessa stóra verkefnis (áður voru það bara Akureyrarkirkja og Þýskaland, tveggja þjóða samstarf). Þar mun- um við vera með sýningu á því sem við höfum verið að gera, ásamt því að vera með eitthvað skemmtilegt frá ungmennaskiptum liðinna ára og hefst viðburðurinn kl.17.00 í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju. Við mun- um í þessu verkefni skoða íslenska náttúru og munum halda umhverfis- þing og skoða virkjanir, óbeislaða náttúru og hafið sem sérstakt nátt- úruafl. Að auki sem þetta verkefni er á kirkjulegum grunni, þá fjöllum við um Guð og sköpunina og veltum fyrir okkur náttúruöflunum og guð- fræðinni. Förum að Kárahnjúkum, í hvalaskoðun, skoðum Kröfluvirkjun og Dettifoss svo eitthvað sé nefnt. Markmiðið er að reyna að ná fram hjá ungmennunum þeirra skoðun- um og þeirra gagnrýna sjónarhorni á þessar stóru virkjanaframkvæmdir gegn óbeislaðri náttúrunni og hennar kröftum. Þetta verkefni er gríðarlega mikil vægt og hefur mikið forvarnar- gildi og hefur að auki gert það kleift að það er öflugt ungmennastarf menntaskólanema í Akureyrar- kirkju, eitthvað sem hefur átt erfitt uppdráttar í kirkjum landsins og þessir unglingar hafa m.a haldið tvö ár í röð styrktarbingó fyrir Mæðra- styrksnefnd fyrir jólin. Algjörlega frábærir unglingar á Akureyri. Á lokadeginum okkar í Akureyrar- kirkju kemur líka Svavar Knútur trúbador og heldur styrktartónleika í kirkjunni fyrir æskulýðsstarfið og eru þeir tónleikar kl. 21.00 og kostar 1000kr inn. Hvetjum fólk til að koma og leggja okkur lið : ) ! a Sunna Dóra Möller Við munum í þessu verkefni skoða ís- lenska náttúru og munum halda um- hverfisþing og skoða virkjanir, óbeislaða náttúru og hafið

x

Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.