Akureyri - 09.01.2014, Blaðsíða 14
14 9. janúar 2014
Segist gáttaður vegna reikn-
ingskúnsta Seðlabankans
Forstjóri Samherja hefur sagt á
opinberum vettvangi að fæst fyrir-
tæki myndu þola bókhaldslega þaul-
skoðun eins og Samerji hefur sætt án
þess að einhver álitamál kæmu upp.
Nú stígur samstarfsmaður Þorsteins
Más fram fyrirtækinu til varnar og
ræðir málshöfðun Seðlabankans á
svipuðum nótum.
Sigurður Ólason, starfsmaður
Samherja, hefur birt á heimasíðu
Samherja bréf þar sem hann lýsir
furðu sinni á vinnubrögðum Seðla-
bankans. Eins og kunnugt er stend-
ur yfir málshöfðun gegn Samherja
vegna meintra brota en Sigurður
segir að Samherji hafi nú loks feng-
ið í hendur hluta rannsóknargagna
Seðlabankans í máli hans á hendur
félaginu. „Það er ekki laust við að
okkur hafi brugðið við að skoða þá
aðferðafræði og þá útreikninga sem
þar eru viðhafðir. Ég, ásamt fleirum,
höfum að undanförnu verið að fara
í gegnum þau skjöl sem okkur voru
afhent og langar mig aðeins að deila
með ykkur nokkrum atriðum sem ég
hef rekist á í þeim,“ segir Sigurður
m.a.
Hann rekur að Seðlabanki Ís-
lands hafi rannsakað útflutning Ice
Fresh Seafood ehf. á tímabilinu 1.
apríl 2009 til loka mars 2012. Félagið
sé útflutningsfyrirtæki Samherja og
hafi velt á þessu 36 mánaða tímabili
um 96 milljörðum króna. Þorsteinn
Már Baldvinsson, forstjóri Samherja,
sé kærður af Seðlabanka Íslands sem
stjórnarmaður í Ice Fresh Seafood
vegna sölu á rúmum 5 tonnum af
bleikju til dótturfélags Samherja í
Þýskalandi og nemi fjárhæð hinna
meintu brota rúmum 2 milljónum
króna eða sem samsvarar 0,002%
af veltu félagsins.
„Í kæru Seðlabankans segir að
brotið hafi viðgengist að staðaldri og
yfir langt skeið. Af þeim 36 mánuðum
sem til rannsóknar voru, var þetta
langa skeið sem hin meintu brot
eiga að hafa átt sér stað tæpir tveir
mánuðir.
Til að búa til hið svokallaða
undirverð leggur Seðlabanki Íslands
að jöfnu sölureikninga með mis-
munandi söluskilmálum inn á ólík
markaðssvæði. Þessir mismunandi
skilmálar gera það að verkum að í
öðru tilvikinu ber söluaðilinn allan
kostnað upp að dyrum kaupanda,
þar með talda tolla (DDP skilmál-
ar), en í hinu tilvikinu er það kaup-
andinn sem ber þann kostnað (CIF
skilmálar).
Þannig er kært fyrir sölu sem
gaf samkvæmt útreikningum Seðla-
bankans 21% lægra verð til tengds
aðila en sem í raun skilaði 1% hærra
verði til Ice Fresh Seafood þegar fyr-
irtækið var búið að greiða öll þau
gjöld sem því var skylt samkvæmt
söluskilmálum. Í öllum tilfellum bar
Seðlabankinn saman CIF verð til
tengds aðila við DDP verð til ótengds
aðila til að búa til svokallað undir-
verð.“
Svo ræðir Sigurður óvissuþætti
og spyr: „Ef tafir verða og við þurf-
um að endursemja um verð, getur þá
stjórnarmaður Ice Fresh Seafood átt
von á kæru frá Seðlabanka Íslands
vegna gjaldeyrisbrota vegna þess að
hann hefur sýnt af sér saknæman
eftirlitsskort? Það er vissara fyrir
stjórnarmanninn að hann fylgist
vel með veðurspánni hér á landi,
í Bandaríkjunum, á Englandi og
meginlandi Evrópu og geti séð fyrir
um áhrif veðra og vinda á hugsanlegt
söluverð afurða félagsins.“
Síðan þetta mál hófst segir Sig-
urður að hann hafi í þrígang yfirfarið
útreikninga frá Seðlabanka Íslands.
„Í öll skiptin hef ég orðið jafn gáttað-
ur á þeim reiknikúnstum sem þar eru
viðhafðar og að kært sé fyrir magn
sem framleitt er á um 15 mínútum í
landvinnslum félagsins.“ a
Anna Kristín íþrótta-
maður Dalvíkur
Þann 3. janúar síðastliðinn var kjöri
Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar lýst.
Af því tilefni bauð íþrótta- og æsku-
lýðsráð til mannfagnaðar í safnað-
arheimili Dalvíkurkirkju. Íþrótta-
maður Dalvíkurbyggðar 2013 er
Anna Kristín Friðriksdóttir.
Anna Kristín Friðriksdóttir hefur
skarað fram úr hvað varðar félags-
menn Hrings á keppnisvellinum og
er komin á meðal þeirra fremstu á
landinu. Bak við slíkan árangur er
mikil vinna með miklum aga og áhuga
á íþróttinni. Henni hefur tekist að bæta
sig jafnt og þétt samhliða því að þjálfa
hesta sína þannig að saman eru þau í
fremstu röð. Anna Kristín vann sigur
á Íslandsmóti í Fimi A2, 3. sæti á Ís-
landsmóti í fjórgangi, 4. sæti A-úrslit á
Íslandsmóti í tölti. Anna Kristín er til-
nefnd í flokki Efnilegusti knapi ársins
2013 af Landsambandi Hestamanna.
Ásamt því að lýsa kjörinu voru
veittar viðurkenningar úr afreks- og
styrktarsjóði. Að þessu sinni fengu
þau Anna Kristín Friðriksdóttir,
Arnór Reyr Rúnarsson, Arnór Snær
Guðmundsson, Birta Dís Jónsdótt-
ir, Júlía Ýr Þorvaldsdóttir, Júlíana
Björk Gunnarsdóttir, Ólöf María
Einarsdóttir, Nökkvi Þórisson og
Skúli Lórenz Tryggvason einstak-
lingsviðurkenningar. Að auki fengu
viðurkenningar Grjótglímufélagið,
Barna- og unglingaráð knattspyrnu-
deildar UMFS og Björgunarsveitin
fyrir uppbyggingu í sínu starfi.
Heiðursviðurkenningu fékk Heið-
ar Helguson, en hann hefur verið
einn fremsti knattspyrnumaður
þjóðarinnar um árabil og var það
afi hans sem veitti viðurkenningunni
mótttöku.
Tilnefnd til Íþróttamanns
Dalvíkurbyggðar 2013 voru Anna
Kristín Friðriksdóttir hestamanna-
félaginu Hring, Arnór Snær Guð-
mundsson golfklúbbnum Hamar,
Jakob Helgi Bjarnason Skíðafélagi
Dalvíkur, Júlíana Björk Gunnars-
dóttir frjálsar UMFS, Karl Vernharð
Þorleifsson frjálsar UMFS, Kristján
Sigurólason Dalvík/Reyni, Ólöf Mar-
ía Einarsdóttir golfklúbbnum Hamar
og Thelma María Heiðarsdóttir sund-
félaginu Rán. a