Akureyri - 09.01.2014, Blaðsíða 21
219. janúar 2014
AÐSEND GREIN ÁSGEIR ÓLAFSSON SKRIFAR
Að þekkja sig
“Nýtt ár ný tækifæri , nú er það
brettið” er einn af fjöldamörgum
“statusum” sem ég sé hjá Facebook
fíklum þessa dagana. Það er í raun
magnað að sjá hvað fólk er
yfirleitt virkjað á sama tíma
árs, ár eftir ár. Í september
og í janúar. Sérstaklega í
janúar þegar þeir fá nýtt
ár með í kaupbæti. Þá er
allt hægt. Ætli þeir sem
virkilega trúa á nýtt ár og
ný tækifæri séu í raun að
skrifa þessa statusa? Eða
er mögulegt að það eru þeir
sem vilja vera með í umræðunni og
halda svo fyrstir kjafti þegar rukkað
er um árangur hálfu ári síðar?
Er þetta ekki eins með kaup-
manninn sem skortir umsvif og við-
skiptavini en blæs hæst í pottinum
á kvöldin af eigin frumkvæði um
að það sé brjálað að gera. Á móti
honum situr svo kollegi hans sem
hefur nóg að gera en talar ekki um
það. Hjá hverjum heldur þú að það
sé meira að gera?
Þeir sem segjast ætla að ná ein-
hverju ná því yfirleitt. En ekki alltaf.
Þannig stillum við blessaðann hausinn
á okkur, sem oft veit ekki neitt, í réttar
áttir. Góður vinur minn sagði mér að
það væri betra að vera markmiða-
laus og þurfa ekki að hafa áhyggjur
af þeim óvætti og leyfa þessu að koma.
Ég hló að honum reynslulaus og vit-
laus fyrir mörgum árum síðan. Hon-
um hefur vegnað mjög vel. En hverjir
erum þá þeir sem nærast á markmiða-
setningu í janúar og september? Er
mögulegt að “markmiðalaus” vinur
minn sé haldinn þeirri innri ró um
að hann viti hvað hann vill
og gefur sér allan þann tíma
í að ná, og nær því án þess
að láta það stýra lífi sínu? Á
meðan leitar september og
janúar fólkið að einhverju
sem það veit ekki hvað er, en
stillir sig að samfélagsímynd
og lætur heltaka sig í háleit-
um líkamlegum “opinberum”
markmiðum.
Sjálfur er ég einhleypur í dag
og því miður finn ég að tíminn fyrir
sjálfan mig er meiri en þegar ég var
í sambandi. Af hverju er það? Þegar
ég var í sambandi, var ég í sambandi
og ég gerði það að vinnu minni. Ég
fór beint heim eftir vinnu og sinnti
þar annarri vinnu heima. Á maður
að þurfa að vinna heima hjá sér í
þeirri merkingu sem ég legg í orðið?
Ég gleymdi að vera ég sjálfur. Ég
gleymdi að vera örlítið eigingjarn. Ég
gleymdi að vera einhleypur á meðan
ég var í sambandi. Þá á ég við hluti
líkt og að kíkja í heimsókn hjá besta
vini mínum eftir vinnu. Eða setjst á
kaffihús eftir vinnu með erlend blöð
og rjúkandi heitan bolla og koma
svo heim.
Eini tíminn sem ég þóttist geta
selt maka mínum, sem þá voru mis-
tök og veit ég það betur nú, var að
afsaka mig í ræktina. Ræktin var
eini staðurinn sem mér þótti ég geta
farið á og fengið að vera einn þegar
ég var í sambandi. En það nærði mig
ekki neitt. En af hverju er þetta hjá
svona mörgum?
Af hverju kaupa makar þá afsök-
un um ræktina og láta mann vera á
meðan, en senda svo tíu sms þegar
þú ert hjá vini eða á kaffíhúsi? “Ferðu
ekki að koma heim”? Tíminn sem
þú nýtir í annað en ræktina virðist
ómerkari í umhverfi umvöfðu sam-
böndum.
Málið er að það eru færri en
margir kunna að halda sem hafa
einhvern áhuga á ræktinni og finna
virkni sína í allt öðrum áhugamálum.
En þeir eru ekki samþykktir jafn
auðveldlega og “ræktarmýsnar”. Nú
tala ég af 25 ára reynslu í faginu en
vitna ekki í rannsóknir fræðimanna.
Staðreyndin er að þú, líkt og flest-
ir, vilt að maki þinn eyði “frítíma”
sínum í ræktinni en í eitthvað annað
sem kann að fylla sál hans og hjarta
af hamingju og lífsgleði. Það er tíma-
eyðsla, og þá getur hann alveg eins
verið heima og sinnt börnunum og
heimilinu ekki satt?
Svo sér maður þessi grey á nýju
ári. Á Facebook, þrýstandi á rétta
takka á lyklaborðinu til að búa til
flottan opinberan “ræktarstatus” svo
makinn sé ánægður. Grunlausir um
loforðin sem munu svíkjast á næstu
vikum vegna áhugaleysis á verkefn-
inu. Allt til að þóknast öðrum.
En það kemur alltaf september.
Við ættum fyrst að vita hvaða
mann við geymum og setja okkur
markmið með réttan einstakling í
huga eða einfaldlega að sleppa því
að setja okkur markmið þar til við
kynnumst sjálfum okkur betur.
Gleðilegt nýtt ár!
„Höfundur er þjálfari til 25 ára
og höfundur bókarinnar
Létta leiðin”.
AÐSEND GREIN AÐALSTEINN ÁRNI BALDURSSON SKRIFAR
Um hirðfífl
Eitthvað virðist jólasteikin hafa far-
ið þversum ofan í kokið á Sighvati
Björgvinssyni, fv. ráðherra
og „jafnaðarmanni“.
Í kostulegri grein sem
hann skrifar í áramóta-
blað Fréttablaðsins fer hann
hamförum í skömmum og
lítilsvirðingu gagnvart
formönnum stéttarfélaga
innan Starfsgreinasam-
bands Íslands sem voru
ekki tilbúnir að setja nafn
sitt undir þann gjörning sem skrifað
var undir eftir næturbrölt forsvars-
manna ASÍ og Samtaka atvinnulífs-
ins þann 21. desember. Hann leyfir
sér að kalla menn lýðskrumara og
reyndar skrumara líka í grein sem
hann nefnir „Um lýðskrumara“.
Það fór vel á því að skrifað væri
undir samninginn í svartasta skamm-
deginu enda verkafólk sjaldan eða
aldrei séð það svartara í kjaramálum.
Á meðan þessar samningaviðræður
fóru fram voru fyrirtæki víða um
land að verðlauna sína starfsmenn
með góðum launahækkunum þvert
á markmið nýju kjarasamninganna.
Sem dæmi má nefna Samherja sem
greiddi hverjum og einum starfs-
manni fyrirtækisins í landi allt að
hálfa milljón í launaauka á árinu
2013. Fór þetta alveg fram hjá „jafn-
aðarmanninum“. Menn eru greinilega
of uppteknir við skrif þessa dagana
til að hlusta á daglegar fréttir.
Það verður hins vegar að virða
Sighvati „jafnaðarmanni“ það til
vorkunnar að hann virðist ekkert
inni í þessum málum og skrifar því
af mikilli vanþekkingu svo ekki sé
meira sagt. Hefur hann
lesið yfir kjaramálaálykt-
un þings Starfsgreinasam-
bandsins sem fram fór á
Akureyri í október?
Þar stendur m.a.: „Þing
Starfsgreinasambandsins
fordæmir skattabreytingar
sem færa tekjuhæstu hóp-
um samfélagsins umtals-
verða skattalækkun á með-
an skattbyrði láglaunahópa helst
óbreytt og krefst þess að því svig-
rúmi sem er til skattalækkana verði
ráðstafað til þeirra sem minnst hafa
milli handanna… Þing Starfsgreina-
sambandsins vill brjóta á bak aftur
þá láglaunastefnu sem hefur ríkt hér
á landi á undanförnum árum og ára-
tugum.“ Svokallaðir lýðskrumarar
hafa unnið eftir þessari samþykkt
þingsins enda kjörnir til þess meðan
aðrir formenn stukku frá borði.
Það eina rétta í greininni hjá
Sighvati er að samningsrétturinn
er hjá hverju félagi. En eftirfarandi
fullyrðing er úr lausu lofti gripin:
„Forystumenn þessara félaga ákváðu
sjálfir að afhenda samningsrétt fé-
laganna í hendur sameiginlegs
vettvangs þeirra í Starfsgreinasam-
bandinu. Það gátu þeir gert án þess
að sækja til þess leyfi til nokkurs
annars aðila en sjálfra sín.“
Er von að spurt sé, er ekki allt
í lagi? Formenn stéttarfélaga hafa
ekki þennan rétt. Þeir verða að
sjálfsögðu að sækja umboð til sinna
félagsmanna. Ég neita að trúa því
að maður eins og Sighvatur sé ekki
betur inni í þessum málum en þetta.
Sighvatur hafðu skömm fyrir svona
fullyrðingar.
Það má vel vera að gáfnafar mitt
og annarra formanna sem skrifuðu
ekki undir kjarasamninginn sé af
skornum skammti þrátt fyrir að við
höfum sloppið ágætlega frá námi.
Sighvatur orðar það svo „smekklega“
að við höfum ekki getu til að svara
spurningum fjölmiðlamanna af
skynsömu viti, ekki nokkra minnstu
getu, skrifar „jafnaðarmaðurinn“ og
hallar sér aftur í leðurstólnum á góð-
um öruggum lífeyri frá ríkinu.
Um leið póstar hann greininni og
ASÍ birtir hana strax á Facebook-
síðu sambandsins. Nokkuð sérstakt
en hverju trúir maður ekki upp á
talsmenn ASÍ sem eru í nauðvörn
þessa dagana. Í leiðinni skamm-
ast „jafnaðarmaðurinn“ út í Egil
Helgason sem ásamt valinkunnum
Íslendingum hefur skrifað málefna-
legar greinar um gjörninginn án þess
að valta yfir mann og annan með
rógburði í neðanbeltisgreinum eins
og „jafnaðarmaðurinn“.
Sighvatur, eru þessar fullyrðingar
dæmi um lýðskrumara?
Formenn sem barist hafa fyrir því
að jafna lífeyrisréttindi landsmanna.
Formenn sem barist hafa fyrir því
að skattalækkanir ríkistjórnarinnar
næðu ekki bara til millitekjufólks
og hátekjufólks heldur einnig til
lágtekjufólks.
Formenn sem barist hafa fyrir
því að lægstu mánaðarlaun á Íslandi
verði ekki lægri en kr. 225.000. Það
er lágmarkstekjur fyrir fullt starf
á mánuði.
Formenn sem barist hafa gegn
ójöfnuði og vaxandi fátækt á Íslandi.
Sem birtist meðal annars í því að
fólk hefur ekki lengur efni á því að
sækja sér læknisþjónustu, versla í
matinn eða kosta börnin sín í fram-
haldsnám.
Þú vilt kannski meina að lág-
tekjufólkið sé hluti af sjálfhverfu
kynslóðinni sem þér hefur orðið svo
tíðrætt um? Lágtekjufólkið sem get-
ur keypt sér 79 lítra af mjólk fyrir
hækkunina á mánuði meðan þeir
sem tala mest fyrir samþykkt samn-
inganna og leiða Alþýðusamband Ís-
lands og Samtök atvinnulífsins geta
keypt sér allt að 667 lítra af mjólk
fyrir hækkunina sem þeim er ætl-
uð. Þessir menn telja sér trú um að
hafa gert vel við tekjulægsta fólkið.
Sighvatur, getur verið að þetta séu
lýðskrumararnir sem þú áttir við?
Til fróðleiks fyrir Sighvat má geta
þess að einn af þessum svokölluðum
lýðskrumurum og skrifar þessa grein
er formaður í rúmlega tvöþúsund
manna stéttarfélagi í Þingeyjarsýsl-
um. Samkvæmt könnunum sem gerð-
ar hafa verið m.a. af Starfsgreina-
sambandi Íslands nýtur Framsýn
– stéttarfélag Þingeyinga mestrar
virðingar meðal félagsmanna innan
aðildarfélaga sambandsins sem telur
um 50 þúsund félagsmenn.
Niðurstaða könnunarinnar er að
97% félagsmanna Framsýnar bera
traust til félagsins og 3% tóku ekki
afstöðu til starfsemi félagsins. Miðað
við þín skrif eru Þingeyingar upp
til hópa lýðskrumarar, hverjir aðrir
en sjálfhverfir lýðskrumarar kjósa
sér lýðskrumara, eða skrumara til
formennsku. En skyldi Sighvatur
„jafnaðarmaður“ hafa heyrt talað
um hirðfífl, spyr sá sem ekki veit?
Höfundur er Formaður
Framsýnar
Aðalsteinn
Árni Baldursson
Ásgeir Ólafsson
VINNANDI FÓLK ER ekki ánægt með kjör sín þessa dagana. Völundur