Akureyri


Akureyri - 09.01.2014, Blaðsíða 22

Akureyri - 09.01.2014, Blaðsíða 22
22 9. janúar 2014 Föstudagsfreisting á morgun Fyrstu tónleikar ársins í tónleikaröð- inni Föstudagsfreistingar verða í Hömr- um, Menningarhúsinu Hofi á morgun, föstudaginn 10. janúar kl. 12:00. Að þessu sinni kemur fram ungverski píanóleikarinn Zoltán Rostas. Hann mun flytja eina þekktustu píanó- sónötu allra tíma, Sónötu í f-moll Op.57 „Appassionata” eftir L.v. Beethoven. Zoltán Rostas er fæddur árið 1984 og útskrifaðist frá Franz Liszt tónlistarháskólanum í Búdapest. Undanfarin ár hefur hann spilað víða í Evrópu og árið 2006 fékk hann 1. verðlaun í alþjóðlegu píanókeppn- inni í Bekescsaba. Hádegistónleikaröð Tónlistarfé- lags Akureyrar Föstudagsfreistingar, eru löngum orðnar þekktar meðal Akureyringa en Tónlistarfélag Ak- ureyrar hefur undanfarin ár haldið úti hádegistónleikaröð undir þessu nafni og 1862 Nordic Bistro matreið- ir súpu sem tónleikagestir geta notið á meðan tónleikum stendur. Aðgangseyrir er kr. 2.500 en 2.000 krónur fyrir félaga í Tónlistarfélagi Akureyrar. a Parkinsonfélagið fundar um réttindi og þjónustu Parkinsonfélag Akureyrar og ná- grennis boðar til fræðslufundar í safnaðarheimili Glerárkirkju laugar- daginn 11. janúar kl. 13.30. Þorgerð- ur Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Tryggingastofnunar (TR) mætir, kynnir málaflokkinn og situr fyrir svörum. Sigríður Stefánsdóttir formaður félagsins segir: „Hér er um mikil- vægt málefni að ræða og nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir réttindum sínum og hvernig tryggt er að það njóti þeirra. Félagar og aðrir þeir sem láta sig málefnið varða eru vel- komnir og hvattir til að mæta.“ Í Parkinsonfélagi Akureyrar og nágrennis eru tæplega 70 félagar úr Eyjafirði, Skagafirði og Þingeyjar- sýslu. Félagið heldur uppi fræðslu og félagsstarfi fyrir þá sem greindir eru með Parkinson, aðstandendur þeirra og aðra sem áhuga hafa og vilja leggja málefninu lið. Í febrúar til mars ætlar félagar að hittast á „opnu kaffihúsi“ fyrsta laugardag hvers mánaðar kl. 13 - 14 á veitingastaðnum 1862 í Hofi. Ekki verður um formlega fundi að ræða, heldur mun fólk hittast og spjalla saman. Hist verður í fyrsta sinn laugardaginn 1. febrúar. Nýir félagar eru velkomnir á fund- inn á laugardaginn og í kaffið í Hofi. Nánari upplýsingar gefa Sigríð- ur Stefánsdóttir formaður, sími 863 1403 og Rósa Eggertsdóttir ritari, sími: 894 0568. a The Darkness “Will I need to bring a flashlight?” I asked the English musician who interviewed me for the job in 1971. I imagined six months of darkness. During the first few months people kept asking me how it affected me. I didn’t find it very different from dreary old England in the winter. My grandmother always used the phrase “It won’t always get dark at six” al- though then I never really understood what she meant. Now I know, except that in Iceland it gets dark at three. Though the first few winters almost went by unnoticed, the bright summer nights were exot- ic and entrancing. I would lie for hours out in a field looking up at the clouds rolling over the pastel summer night skies. With passing winters the dark- ness has crept up on me. Icelanders don’t count in years, they count in winters. These days I not only know the exact day that things turn round again, I know the exact hour, minute and milli- second. Ask any depres- sive. Just the knowledge that tomorrow the days will get brighter three seconds earlier gives you a reason for living. This process goes on for the next six months until Midsummer’s Day. Then you can roll naked in the dew-laden grass. That is if you can find a green patch in-between the snowfields. By midsummer you have hardly noticed it’s summer at all. The migratory birds are back, standing on one leg (the other tucked under their wings to thaw out) waiting for the snow to melt so they can build their nests. From then on it’s downhill all the way. The days are getting shorter, even before you have the chance to strip off one of your lopi sweaters. To be fair-the summers are often lovely. Suddenly, like after rainfall in Death Valley, there are grasses, flowers, birds everywhere. A black-and-white gothic montage suddenly turns into a technicolor shampoo advert. The hardships of winter are wiped instantly from your memory. It never really hap- pened! It will always be summer! But as for Adam, too soon comes the fall, a much more eloquent word for it than the English “au- tumn.” You open the door and the hoary arctic breath wafts in your face. The Ghost of Winter Present is back! Eerie silence. The birds have gone. There is frost on the grass. Out comes the calendar. It’s Payback Time. It will be getting light again in 96 days and 12 hours. The great hangover of wintertime is upon you again! There is only one way to beat it. Canary Isles! These days I not only know the ex- act day that things turn round again, I know the exact hour, minute and millisecond. Ask any depressive. Just the knowledge that tomorrow the days will get brighter three seconds earlier gives you a reason for living. This process goes on for the next six months until Midsummer’s Day. Then you can roll naked in the dew-laden grass. That is if you can find a green patch in-between the snowfields. By midsummer you have hardly noticed it’s summer at all. THE ENGLISH CORNER WITH MICHAEL CLARKE MICHAEL CLARKE Gleðilegt nýtt ár og þökkum samfylgdina á liðnu ári 10 | SÓKNARFÆRI Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441 „Þróun á veiðarfærum er mikilvægur þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets. Þegar veiðarfæri er þróað, annað- hvort frá grunni eða eldri gerðir veiðarfæra endurbættar, þá er í öll- um tilfellum unnið eð skipstjórum fiskiskipa annars vegar og birgjum félagsins hins vegar. Það er megin markmið okkar að prófa þau veiðar- færi sem við þróum í tilraunatanki til að fá sem bestar niðurstöður um veiðarfærin áður en þau eru fram- leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir Agnarsson framleiðslustjóri og Kári Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti en í október fór um 50 manna hóp- ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan- mörku þar sem ný dragnót og rækjutroll frá fyrirtækinu voru kynnt. Í hópnum voru innlendir og erlendir viðskiptamenn félagsins, ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor- gére og Garware Wall-Ropes og starfsmönnum Ísfells. Hægt er að segja að hópurinn hafi verið fjöl- þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís- landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan- mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska- landi, Kanada og Indlandi. Ný dragnót lítur dagsins ljós Starfsfólk Ísnets hefur undanfarna mánuði þróað nýja gerð dragnótar. Á meðan á þróunarferlinu stóð var verkefnið unnið í samstarfi við skip- stjóra á dragnótabátum. Megin markmiðið var að hanna alhliða d agnót sem væri létt í drætti og fari vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð áhersla á góða lárétta og lóðrétta opnun, styrk og góða endingu sem og einfaldleika í allri meðhöndlun. Meðal nýjunga í dragnótinni er ný gerð af neti frá Garware sem heitir SNG. Netið er ný kynslóð af Safír neti sem er mun sterkara og nún- ingsþolnara en hefðbundið PE net. Með þessu neti er hægt að hafa efnið grennra án þess að skerða styrk og endingu. Þá var möskvastærð einnig breytt frá hefðbundnum dragnótum til þess að létta hana í drætti og gera hana fisknari,“ segir Birkir en meðal annarra nýjunga má nefna breyting- ar á lögun á dragnótinni, fiskilínu, höfuðlínu og fótreipi. „Viðbrögð skipstjóra, sem voru viðstaddir tankprófun á dragnótinni, voru strax jákvæð og nú þegar er bú- ið að panta hjá okkur dragnætur af þessari gerð. Það var samdóma álit viðstaddra að um vel heppnaða hönnun væri um að ræða sem von- andi á eftir að skila sér í auknu og hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir. Ísnet 2967 Lukkutroll Á undanförnum árum hefur Ísnet unnið að þróun á svokölluðu Luk- kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig- urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur- borgin hefur notað Lukkutroll frá árinu 2005 með ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið frá upphaflega trollinu sem var 2512 möskva. Nýjasta útfærslan af trollinu var svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til Hirtshals en um er að ræða 2967 möskva troll og segja þeir Birkir og Kári að mönnum hafi borið saman um að trollið liti mjög vel út í tanknum. Lukkutrollið hefur lengst af verið eingöngu úr Safírneti, en í nýja trollinu er auk þess notað hnútalaust Dyneema net til að létta það enn frekar í drætti. Í upphafi var Lukkutrollið tveggja grandara og er það ennþá valmöguleiki þó nýjasta útgáfan sé þriggja grandara. „Ísnet kynnti þetta troll á síðasta ári fyrir öðrum viðskiptavinum og hafa nokkur slík verið afhent undan- farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar, sem við mælum með á trollið, eru svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær líta út eins og golfkúlur á yfirborð- inu og eru hannaðar til að veita minna togviðnám. Þess má geta að trollið hefur ekki einungis gefist vel við rækjuveiðar heldur veiðir það grálúðu einnig vel en núorðið má hirða þann fisk sem kemur í rækjutroll með svokölluð- um yfirpoka. Það má því segja að Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek- ur bæði hátt og breitt og hægt er að fá í öllum stærðum,“ segir Kári. Ísnet 4200 Gigantus „breiðskafa“ til rækjuveiða Gigantus troll er einnig nýjung frá Ísneti og var það hannað í samstarfi við Selstad í Noregi. Meginmark- miðið við hönnunina segja Birkir og Kári að hafi verið hönnun á trolli sem væri fyrst og fremst breitt og létt í drætti en þyrfti ekki að taka neitt sérstaklega hátt. „Ísnet hefur þegar framleitt tvö Gigantus troll fyrir grænlenska rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau voru að stærstum hluta gerð úr Saf- írneti en þó var notað hnútalaust Dyneema í hluta af yfir- og hliðar- byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð- um árangri með þessi troll og en skipið dregur tvö 3960 möskva troll. Við veiðarnar hafa bæði verið notað- ir hefðbundnir botntrollshlerar eða flottrollshlerum.“ isfell.is Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhuginn leynir sér ekki. Rækjutroll Gigantus, 4200 möska. Dragnót, 38 faðma. Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva. Dragnót, 38 fm í köstun. Ísnet: Ný hön un á d agnót og Lukkutr ll SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstidælur Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota HD 10/25-4 S ■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör ■ 500-1000 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX ■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör ■ 230-600 ltr/klst ■ 15 m slönguhjól ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% Ögurvík býður sjómönnum, starfsmönnum sínum, sem og öllum landsmönnum, gleðilegt ár.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.