Akureyri


Akureyri - 09.01.2014, Blaðsíða 2

Akureyri - 09.01.2014, Blaðsíða 2
2 9. janúar 2014 Tjái mig ekki um þessa sorpblaðamennsku „Ég vil ekkert tjá mig um sorp- blaðamennsku 365 miðla Jóns Ás- geirs,“ sagði Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs þegar Akureyri vikublað bar undir hann upplýsingar og ávirðingar um að vinnulag og öryggis hafi ekki verið gætt sem skyldi. Mikael Tryggvason, bróðir sjúkraflutninga- manns sem fórst í flugslysi í ágúst þegar sjúkraflutn- ingavél Mýflugs brotlenti á kappakstursbraut Bílaklúbbs Akur- eyrar, hefur sagt í fjölmiðlum 365 að gera þurfi opinbera lögreglurannsókn á rekstri Mýflugs í kjölfar slyss þar sem tveir létust við Hlíðarfjallsveg um verslunarmannahelgina. Mikael teljur að misræmi sé milli framburðar vitna og ýmiss konar rannsóknargagna og þess sem gefið hefur verið út í bráða- birgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samsönguslysa. Hann hefur sagt að rannsóknin til þessa kunni að vera lítils virði ef ekki eigi að leiða sann- leikann í ljós. M.a. er tekist á um merkingu þess að flugvél missi hæð eins og segir að gerst hafi í frumskýr- slu eftirlitsaðila. Af myndum af dæma flaug flugstjórinn of lágt með hörmu- legum afleiðingum. Strax sama daga og slysið varð, þar sem tve- ir menn létust, flugstjóri og sjúkraflutningamaður, bróðir Mikaels Tryggva- sonar, gáfu vitni sig fram og töldu í samtölum við Ak- ureyri vikublað að varúðar- rregur hefðu verið brotnar þennan dag. Vegna þess hve málið er viðkvæmt hafa ýmsir fjölmiðlar farið varlega í birtingu upplýsinga en nú þegar aðstandendur hinna látnu hafa stigið fram og læknir sem flaug mörg flug með Mýflugi hefur gagnrýnt glannaskap í fluginu inn- an fyrirtækisins hafa kviknað nýjar spurningar. Mörg vitni hafa nefnt hetjuskap starfsfólks fyrirtækisins þegar um líf sjúklinga hefur verið að tefla en kastljósið beinist nú að háttum flugmanna þess á gáska- fullum stundum. Akureyri vikublað hefur áður spurt framkvæmdastjóra Mýflugs hvort rannsóknarniðurstaða, þ.e. hvort meint gáleysi flugstjórans kunni að hafa áhrif á trygginga- eða bótamál. Hann vildi ekki láta hafa neitt eftir sér opinberlega um það. Þekkt er samkvæmt sérfræðingi sem blaðið ræddi við að mórall og vinnusiðferði innan flugfélaga sé tekið til sérstakrar skoðunar að loknum harmleik eins og þeim er varð um verslunarmannahelgina á Akureyri. Leifur Hallgrímsson seg- ir að menn hafi verið harmi slegnir eftir atburðinn og í raun eitt stórt spurningarmerki. Flugstjórinn sem flaug vélinni hafi verið einn sá besti sem félagið hafi haft í vinnu. Ómar Ragnarsson, einn reyndasti flugmaður Íslendinga segir eftir að hafa horft á myndbandið af slysinu: „Rannsókn er ekki lokið. Það er aðal- atriðið. Þó sést að vélin hallar minnst 70 gráður, hvernig sem á því stendur. Í þeirri stöðu getur hún ekki haldið hæð nema á 250 mílna hraða (400 km) sem er alger hámarksflughraði vélarinnar.“ a LEIFUR HALLGRÍMSSON Stjórnsýsluleg óhæfa? „Rekstrarumsvif Sambands íslenskra sveitarfélaga eru stjórnsýsluleg óhæfa og millistjórnendaþensla í sveitarfélögum og innan grunnskól- anna leiðir ekki til bættrar kennslu og aukinnar þjónustu við börn og foreldra.“ Þetta skrifar Benedikt Sigurðar- son í aðsendri grein í blaðinu í dag en þar bendir hann á að fjármunir sveitarfélaga fari í allt annað en þeir eigi að fara. Fyrir það gjaldi íslensk skólabörn. „Alltof margir kennarar eru því miður í hálfgerðri gíslingu sinna eigin stéttarfélaga – undirlagðir af innihaldsrýrri kröfu um að hver og einn skuli fremur vera sérfræðing- ur í háskólakennslugreinum,“ segir Benedikt ennfremur. Benedikt er sérfræðingur í skóla- stjórnun og stjórnsýslu – með meist- arapróf frá University of British Col- umbia í Vancouver í Kanada. Hann var m.a. skólastjóri í Barnaskóla Akureyrar (Brekkuskóla) 1985-1998 og ritar grein sína til að bregðast við dalandi árangri íslenskra skólabarna skv. Alþjóðlegri PISA-könnun. Benedikt reifar nokkrar leiðir til bóta t.d. með því að styðja for- eldra í uppeldishlutverkum sínum og með því að krefja skólastjóra og kennara um að leiðbeina foreldrum og kalla þá til samábyrgðar og til liðs við börnin og árangur þeirra og hamingju. „Við megum ekki láta „lukkuriddara og besservissera“ – villa okkur sýn eina ferðina enn – í þeim vafasama tilgangi að maka sinn eigin krók á kostnað heildarinnar.“ Sjá bls. 12 Segir fulla þörf á lögreglurannsókn Faðir drengs sem fórst í flug- slysi í Skerjafirði um verslunar- mannahelgi árið 2000 gagnrýnir niðurstöður eins og þær birtast í frumskýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa vegna flugslyssins við Hlíðarfjallsveg. Faðirinn, Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður, lagðist í kjölfar slyssins í miklar sjálfstæðar rannsóknir og fann sitthvað athugavert í vinnulagi rannsakenda þess flugslyss. Hann hefur rýnt í flugslysið sem varð um síðustu helgi til samanburðar. „Samkvæmt myndböndunum af sjúkraflugvélinni kom hún í mikilli beygju og á ofsahraða yfir akstursbrautina – og er ekki að “missa hæð” í venjulegum skilningi slíkra orða. Mig langar ekki að ætla Rannsóknarnefnd samgönguslysa þá iðju, að af- flytja staðreyndir, en í ljósi þess ósamræmis sem er á milli bráða- birgðaskýrslu RNS og þess sem myndböndin sýna og sjónarvottar segja – að ekki sé talað um vitnis- burð flugmannsins sem lifði – þá er full þörf á ítarlegri rannsókn af hálfu lögreglunnar, rannsókn sem hefur ekki þær takmarkan- ir og þrýsting sem RNS kann að búa við,“ segir Friðrik Þór í viðtali við Akureyri vikublað. „Slík saka- málarannsókn virðist mér raunar óumflýjanleg og ekki háð því hvort aðstandendur eða aðrir óski eftir opinberri rannsókn. Allt hrópar á ítarlega lögreglurannsókn.“ Skiptar skoðanir hafa verið innan samfélagsins um birtingu 365 af myndum af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg. Hafa margir bent á að seint yrði sýnt myndband af bílslysi í fréttum þar sem fólk léti lífið. Friðrik Þór kennir blaða- mennsku við Háskóla Íslands og hann telur það góða blaðamennsku að hafa birt myndirnar. „Ég fellst á rökin fyrir myndbandabirtingunni af flugslysinu samhliða fréttaút- tektinni. Forvarnar-. aðhalds- og upplýsingagildið er óumdeilanlegt að mínu mati. Mig varðar og miklu persónulega að viðkomandi fjöl- skyldur voru upplýstar fyrirfram um myndbandabirtinguna. Þetta eru erfið myndskeið, en þau þjóna mikilvægum tilgangi.“ Þótt bæði flugslysið í fyrra og slysið árið 2000 hafi gerst um verslunarmannahelgi, segir Frið- rik Þór að sitthvað sé ólíkt með þeim. „Þetta flugslys er á margan hátt ærið ólíkt Skerjafjarðarflug- slysinu. Að því frátöldu auðvitað að flugvél fórst og fólk dó eða slasaðist. En það sem auðvitað er sammerkt er að rannsókn slysa af þessu tagi, hvort sem það er af hálfu RNS eða lögreglunnar, verður að vera traust og trúverð- ug og niðurstöður réttmætar og áreiðanlegar. Öðruvísi drögum við ekki réttar niðurstöður og lærdóm af því sem átti sér stað. Nýjustu upplýsingar í þessu máli benda eindregið til þess að lögreglan verði að komast að algerlega sjálf- stæðum niðurstöðum og leita ráða og álits sérfræðinga sem óháðir eru RNS.“ a UNDRAST VERKFÆLNI Sigurjón Þórðarson, fulltrúi í minnihluta sveitarstjórnar, gerir athugasemdir við að byggðaráðs- fundur í sveitarfélaginu Skagafirði sem hafði verið auglýstur sl. fimmtu- dag, 2. janúar sl. féll niður. „Það mat formanns byggðaráðs að fá mál séu þess verðug að fá um- fjöllun byggðaráðs um þessar mund- ir kemur á óvart,“ segir Sigurjón. „Það virðist sem ekki einni krónu sé úthlutað til Heil brigðis stofnunarinnar á Sauðárkróki í fjárlagafrumvarpinu. Einnig er rétt að þrýsta á um skipan sýslumanns á Sauðárkróki. Í öðru lagi er óskað eftir því að byggðaráð taki til umfjöllunar fjöldauppsagnir FISK sem hafa verið mjög í umræðunni.“ ví si r. is

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.