Akureyri


Akureyri - 09.01.2014, Blaðsíða 16

Akureyri - 09.01.2014, Blaðsíða 16
16 9. janúar 2014 Margir lent í hremm- ingum undanfarið Fjöldi Norðlendinga hefur lent í vandræðum á ferðalögum innan- lands allt frá því að jól gengu í garð. Sérstaklega umhleypingasamt hef- ur verið að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, hvass vindur víða, einkum norðvestanlands og snjóflóðahætta, sérstaklega á Vest- fjörðum. Á hringveginum hefur fólk hafst við í vegasjoppum og tekið erfið- ar ákvarðanir sem snúast um að hrökkva eða stökkva. Flestir hafa komist leiðar sinnar en t.d. hafa gistihús á Blönduósi nýst þeim sem ekki komust yfir Vatnsskarðið á norðurleið. Langidalur hefur einnig á köflum verið illfær eða ófær. Sl. fimmtudag gekk á með slíku veðri þar að alls ekki sást á milli stika vegna blindbyls. Veðurhamurinn var þvílíkur að kyrrstæðir bílar hristust á veginum auk þess sem sumir fuku út af. Ekkert alvarlegt slys hefur þó orðið, sem sætir furðu miðað við ökulag óþreyjufullra bílstjóra sem stunda framúrakstur þar sem síst skyldi og eiga svo allt undir því að aðrir í bílalestum hleypi þeim aftur inn á hægri akrein áður en bíl er mætt. Lögreglumaður sem Akur- eyri vikublað ræddi við sagði fram- úrakstur og tillitsleysi í umferðinni stórskaðlegt mein þótt flestir færu um vegina með skynsemina að leiðarljósi. Ólína Þorvarðardóttir sem nýver- ið var mikið í norðlenskum fréttum vegna starfs sem hún sótti um við Háskólann á Akureyri er ein þeirra sem lenti nýverið í vandræðum. Húb hafnaði utan vegar á Steingríms- fjarðarheiði og segist næstum hafa tekið aðra bíla sem á eftir fylgdu með sér. „Það fór þó ekki svo, sem betur fór, og þökk sé símsambandinu að við fengum góðar upplýsingar frá lögreglu og vegagerð um stöðu mála og biðum því róleg eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík. Sú góða björgunar- sveit fékk ærinn starfa, því þarna á heiðinni var fjöldi bíla í vandræðum,“ segir Ólína í pistli á facebook. „Með góðri aðstoð tókst að ná mínum bíl upp á veginn aftur, og mér var skipað að snúa við aftur til Hólmavíkur, og leiða tvo aðra bíla niður af heiðinni svo björgunar- sveitin gæti haldið ferð sinni áfram og aðstoðað þá sem voru lengra komnir yfir. Þetta tókst með töfum, því nú hafði þæfingurinn bæst við blinduna og fólksbílarnir festu sig á niðurleiðinni. En það tókst að losa þá aftur, og niður komumst við öll heil á húfi, en vissulega ísköld og hrakin eftir baksið við að losa bílana.“ Björgunarsveitir víða á Norður- landi hafa einnig aðstoðað ökumenn í vandræðum og þá er ótalin aðstoð óbreyttra ökumanna. a BÆRINN LOSAR FÓLK VIÐ JÓLATRÉN Starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrar hófu í gær að fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðamörk dagana. Farið verður um í dag og á morgun og aftur 13.-14. Janúar. Gámar eru einnig staðsettir við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, Bugðusíðu við leikvöll, Bónus í Naustahverfi og við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð þar sem hægt verður að losa sig við trén. Tré sem safnast verða kurluð, notuð í stíga og sem yfirlag á trjá- og runnabeð. NOKKUR FJÖLDI AKUREYRINGA náði sér í tré úti í náttúrunni fyrir jólin en nú er komið að kaflaskilum. Tómatakörfur með basilikku og balsamsýrópi » 1 pk filodeig (4-6 blöð) » 2 msk smjör » 1 tsk ólífuolía » 4 skallottulaukar, fínt sneiddir » 1 dl balsam edik » 1 msk púðursykur » 250 gr kokteiltómatar eða kirsuberjatómatar, í 4 bitum hver » handfylli fersk basilikka, fínsöxuð » 2 hvítlauksrif, rifin eða marin » 2 msk góð ólífuolía til að hella yfir » 1-2 msk rifinn parmesan ostur Undirbúningur: 15 mínútur Eldunartími: 20 mínútur Hitaðu ofninn í 180°C. Settu smjör og ólífuolíu í pönnu og settu skallottulaukinn út í, steiktu við vægan hita þar til fer að brúnast. Hrærðu reglulega og passaðu að brenni ekki. Á meðan laukurinn brúnast út- býrðu sýrópið; helltu balsam ediki út í pott ásamt púðursykri og láttu sjóða vel þar til hefur soðið niður í 3msk magn. Taktu tómatana og skerðu í báta, settu í skál ásamt saxaðri basilikku og rifnum hvítlauksrifjunum. Mér finnst best að nota mjög fínt rifjárn, en þú getur líka kramið rifin eða fín- saxað þau. Settu ólífuolíuna og salt og pipar út í og hrærðu vel. Þegar sýrópið hefur soðið niður þá hellir þú því yfir tómatana og hrærir. Taktu nú filodeigið og settu 1-1 1/2 blað í lítil form. Ég notaði stóra múffupönnu, þú getur notað stór möffins pappírsform eða hvað sem má fara inn í ofninn sem er á stærð við litla skál eða bolla ef þú átt ekki stóra múffupönnu. Taktu deigið og leggðu það óreglulega niður í form- in/krumpaðu saman ofan í formin svo að myndi litlar körfur. Settu nú laukinn neðst í hverja körfu og svo tómatablönduna ofan á. Settu örlítið af rifnum parmesan yfir hverja körfu og bakaðu í 180°C heitum ofni í um 15 mínútur eða þar til deigið er gullið og fallegt. Berðu fram eina körfu á hverjum disk með örlitlu fersku salati. a Helga Kvam allskonar.is MaTarGaTIÐ FLEIrI UPPSKrIFTIr Á WWW.aLLSKOnar.IS

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.